Sveitarstjórnarmál - 01.02.1977, Side 13
Ásbjörn Özurarson bjó. Hafa verið að því líkur
leiddar, að nafn bæjar hans hafi síðar breytzt
í Garða.
Fyrsti skólinn í byggðarlaginu var stofnaður
árið 1791 á Hausastöðum á Alftanesi. Var hann
kostaður af Thorkellí-sjóðnum og var rekinn
sem heimavistarskóli fyrir fátæk börn í Kjalar-
nesprófastsdæmi. Skólinn var merkur þáttur í
skólasögu landsins og starfaði til ársins 1812, en
1804—1805 var hann eini starfandi skólinn á öllu
landinu. í Garðabæ starfa í dag barnaskóli með
tæplega 800 nemendur, gagnfræðaskóli með tæp-
lega 500 nemendur og tónlistarskóli með tæp-
lega 200 nemendur. Eins og sjá má á þessum
tölum, eru tiltölulega mjög margir íbúar Garða-
bæjar á skólaskyldualdri, en það er einmitt ein-
kennandi fyrir nýbyggð íbúðarsvæði.
Fyrir rúmu ári var í byggðarlaginu tekið í
notkun myndarlegt íþróttahús, íþróttahúsið Ás-
garður. Hefur það reynzt mikil lyftistöng fyrir
íþrótta- og æskulýðsstarf í bænum. Þar er einnig
í smíðum húsbygging fyrir efri deildir grunn-
skóla, sem fullbyggð verður samtals 5000 m2,
safnaðarheimili og 3ja deilda leikskóli. í Garða-
bæ hefur undanfarin ár verið starfandi leikskóli,
og er mjög mikil eftirspurn eftir leikskólavist.
Þá er Dvalarheimili aldraðra sjómanna að byggja
elliheimili á Álftanesi á mörkum Hafnarfjarðar
og Garðabæjar, en Garðahreppur lét samtökun-
um í té liðlega 43 þús. m2 land í því skyni.
Miðstöð skóla- og íþróttastarfs í Garðabæ á mótum Hatnartjarðarvegar og Vítilsstaðavegar. Afstöðumyndlna gerðu arki-
tektarnlr Manfreð Vllhjálmsson og Þorvaldur S. Þorvaldsson.
SVEITARSTJÖRNARMAl.