Sveitarstjórnarmál - 01.02.1977, Side 14
Garðabær spannar yfir mikið landsvæði milli
Kópavogs og Hafnarfjarðar, frá Skógtjörn á
Álftanesi inn í Heiðmörk og að Húsfelli. í sveit-
arfélaginu er því geysimikið og gott byggingar-
land, sem hlýtur að byggjast ört á komandi ár-
um. Náttúrufegurð er þar víða mikil, og má í
því sambandi nefna Heiðmörk, Gálgahraun,
Búrfell og Búrfellsgjá og mjög sérkennilegar
hrauntraðir, sem þaðan liggja til vesturs, sunn-
an Flatanna. Einnig eru þar Urriðavatn með
sérstæðu fuglalífi og Vífilsstaðavatn. Mikil
áherzla hefur verið lögð á náttúruverndarsjónar-
mið, og náttúruverndarnefnd hefur verið starf-
andi í sveitarfélaginu um árabil.
Byggðin, sem þarna liefur risið á seinni árum,
er fyrst og fremst einlyít einbýlishúsabyggð, þar
sem áherzla hefur verið lögð á hlýlegt og frið-
sælt umhverfi, sem íbúarnir meta mikils. Hefur
byggðarlagið óneitanlega á sér einkenni „svefn-
bæjar“, þótt þar sé reyndar unrtalsverður at-
vinnurekstur. Þar starfa nokkur stór fyrirtæki,
s. s. skipasmíðastöðin Stálvík og fleiri fyrirtæki
við Arnarvog tengd skipasmíðum. Einnig er þar
Sápugerðin Frigg og Garða-Héðinn, en stærsti
atvinnuveitandinn er þó Vifilsstaðaspítali, sem
tók til starfa árið 1910, eins og kunnugt er. í
bænum er rnikill áhugi á auknum atvinnurekstri,
og er að honum stefnt í skipulagi bæjarins.
Á næstu árurn mun verzlunarþjónusta í Garða-
bæ mjög aukast með uppbyggingu miðbæjar við
Hofsstaði, norðan Vífilsstaðavegar. Er þar gert
ráð fyrir margháttaðri verzlunarþjónustu, skrif-
stofum og opinberri þjónustu. Einnig eru þar
áformaðar íbúðir á efri hæðurn liúsa, en yfir-
byggð göngugata verður á milli verzlananna.
Binda Garðbæingar miklar vonir við miðbæ
sinn.
Hreppsnefnd sú, sem kjörin var í sveitarstjórn-
arkosningunum 1974, fer óbreytt með stjórn
kaupstaðarins til næstu kosninga.
Við næstu sveitarstjórnarkosningar, árið 1978,
fjölgar bæjarfulltrúum, og verður þá kjörin sjö
manna bæjarstjórn.
Vú:'.::rý.:.
Götumynd úr Flatahverfl. Snemma var mikll áherzla lögð á fullnaðarfrágang gatna í Garðahreppl.
SVEITARSTJÓRNARMAL