Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1977, Side 16

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1977, Side 16
Starfsfólk bókasafns Garðabæjar og forsetl bæjarstjórnar, frá vlnstrl: Anna Ólafsdóttlr Björnsson, bókavörður, Guðrún Slgurðardóttir, bókavörður, Ólafur G. Elnarsson, forsetl bæjarstjórnar og Erla Jónsdóttir, bæjarbókavörður. Myndln er tekln í skoðunarferð á ráðstefnu sambandslns um bókasafnsmál í októbermánuðl s.l. meðan þeir voru í skólanum, notfært sér hana áfram, einnig fullorönir, sem lagt hafa út í nám og svo aðrir fróðleiksfúsir íbúar. Bæjarstjórn Garðabæjar hefur sett metnað sinn í að hafa menntamálin í góðu lagi. Hún hefur þvi veitt 1.650 þús. kr. til bókakaupa 1976, en ríkisframlag á árinu 1975 var 114.840 kr. Til handbókasafns skólans veitti bæjarsjóður 88 þús. kr. á s. 1. ári, sem ekki fékkst endurgreitt af ríkinu fremur en undanfarin ár. Hagkvæmast þótti, að yfirbókavörður annaðist öll bókakaup, að námsbókum undanskildum, en bók- haldslega séð er bókum skólans haldið aðskildum. Yfirbókavörður hefur þannig eftirlit með því, að ekki verði farið fram úr fjárhagsáætlun í heild og gerðar séu tilfærslur á milli fjárliða, eftir því sem þörf krefur hverju sinni. Skólinn hefur lagt til húsnæði fyrir bókasafnið og lesstofu 145 ferm., auk samkomusals til bókmennta- kynninga og einnig kennslutæki, eftir því sem þörf krefur. Bókasafnið er til afnota fyrir skólann frá kl. 8—1, en þá hefjast hin eiginlegu útlán fram til kl. 5 og 7 á kvöldin og einnig á laugardögum. Teikningar að nýju samsteypusafni verða til sýnis í bókasafninu. Það verður til húsa í hinum nýja Garðaskóla, sem verið er að reisa og er 350 ferm. að flatarmáli. Þar verður sérinngangur fyrir almenn- ing, og einnig verður safnið opnað inn í skólann. 10 Vinnustundir í safninu voru 100 stundir árið 1975, þar af lagði skólinn til 20 stundir, en bæjarsjóður greiddi 80 vinnustundir. Því er ekki að leyna, að stjórnun samsteypusafns af þessu tagi er talsvert vandasöm, ef safnið á að vera lifandi og virkt safn fyrir skóla og almenning. Til að svo megi verða, verður stjórnandi safnsins að vera talsvert fundaglaður. Hann þarf að halda reglulega fundi með starfsfólki safnsins, sitja ýmsa almenna kennarafundi, einkum þegar rætt er um kennsluáætlanir eða nýjungar í kennslumálum, halda fundi með fagstjórum skólans. Fagstjórar skólans eru undantekningarlítið menntaðir og bók- fróðir, hver í sínu fagi og geta því gefið bókavörðum góðar bókfræðilegar ráðleggingar. Þá eru það fundir með bókasafnsstjórn og svo vikulegir fundir með skólastjóra. Fundahöld sem þessi hafa því miður aldrei verið metin til fjár, svo ég viti fram til þessa, og ekki heldur þær stundir, sem bókavörður með bókasafnsþekk- ingu notar til að kenna nemendum og kennurum notkun bókasafnsins, um flokkun bóka, að nota spjaldskrá og handbækur. Þessi atriði þarf að taka til rækilegrar endurskoðunar. Stjórnun samsteypusafns af þessu tagi stendur og fellur með góðri samvinnu þessara nátengdu stofn- ana. Ef gott samstarf og tillitssemi ríkir á milli stjórnanda skólans og bókasafnsins, er samsteypu- safn af þessu tagi bezta lausnin á bókasafnsþjónustu í minni byggðarkjörnum þessa lands, að mínu áliti. SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.