Sveitarstjórnarmál

Ukioqatigiit

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1977, Qupperneq 17

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1977, Qupperneq 17
MAGNÚS PÉTURSSON, hagfræöingur: LANGTÍMA TEKJU- OG ÚTGJALDAÁÆTLANIR RÍKIS OG SVEITARFÉLAGA Það hrífur því líkast, að mönnum sé gefið ærlegt olnbogaskot, þegar sagt er, að unnið sé að fjárlögum ríkisins fram til ársins 1980. Það er óheppileg notkun á orðinu fjárlög, sem þessu veldur. Hliðstæðu er- lenda orðsins ,,budget“ vantar í rauninni í íslenzkt mál. Það orðtæki, sem næst kemst erlenda orðinu, er sjálfsagt fjárlagaáætlun. Langtímafjárlög eða langtímaáætlanir um tekjur og gjöld ríkisins, eins og langtímafjárlögin eru efnis- lega, þjóna öðru hlutverki en fjárlög til eins árs. Lögð skal á það áherzla, áður en gerð verður grein fyrir hugmyndum, er snerta langtímafjárlög, að höfuð- ástæða þess, að orðið langtímafjárlög er notað frem- ur en umskrift eins og t. d. langtímafjárhagsáætlan- ir, eða langtímaáætlanir um tekjur og gjöld rikisins er, hve þjált orðið er í munni. Orðið langtímafjárlög verður framvegis notað í þeirri merkingu, sem hug- takinu er hér gefin. Ætlunin er í þessu erindi að fjalla um langtíma- fjárlög frá sem víðustum sjónarhóli, þar sem drepið verður á helztu markmið, sem langtímafjárlögum eru ætluð, hvaða forsendur eru til staðar svo lang- tímafjárlög megi vinna skvnsamlega, hvaða hug- myndir eru uppi um langtímafjárlög rikisins nú á frumstigi þessa þáttar í opinberri fjármálastjórn, og síðan vík ég nokkrum orðum að langtímafjárhags- áætlunum sveitarfélaga, en ég tel, að gagnkvæmur skilningur og samvinna ríkis og sveitarfélaga sé brýn til þess að hvor þessara aðila fyrir sig nái árangri við gerð langtímafjárhagsáætlana, hvor á sinu sviði. Forsaga Hugmyndin um langtimafjárlög ríkisins er engan veginn ný af nálinni. Árið 1972 flutti Magnús Jóns- son, fv. fjármálaráðherra, tillögu til þingsályktunar þess efnis, „að Fjárlaga- og hagsýslustofnun væri falið að gera 4 ára áætlun um þróun útgjalda og tekna ríkissjóðs, miðað við gildandi lagaskuldbind- ingar og tekjuheimildir og aukningu ólögbundinna útgjalda með hliðsjón af fenginni reynslu.“ Með tillögunni fylgdi ítarleg greinargerð, þar sem rakin er nauðsyn þess, að ríkisstjórn og Alþingi geri sér gleggri grein en eins árs fjárlögin gefa tilefni til, fyrir fjármálum ríkisins ekki sízt með tilliti til setn- ingar margvíslegra lagabálka, bæði að tilhlutan rikisstjórnarinnar og alþingismanna, sem oft á tíðum hafa í för með sér stórfelld útgjöld fyrir ríkissjóð. 1 greinargerðinni er m. a. bent á, að stundum er lög- gjöf af þessu tagi harla meinleysisleg, þótt hún í framtíðinni leiði til fjárskuldbindinga, sem menn gera sér ekki alltaf grein fyrir við lagasetninguna. Tillagan var send til fjárveitinganefndar, sem sendi tillöguna síðan til umsagnar Fjárlaga- og hag- sýslustofnunar. Fjárlaga- og hagsýslustofnun lýsti sig i öllum efnisatriðum sammála tillögunni og benti á, að gerð SVEITARSTJÓRNARMÁL
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.