Sveitarstjórnarmál - 01.02.1977, Síða 18
langtímafjárlaga gæti ekki verið til annars en mikils
hagræðis fyrir alla þá, sem ábyrgð bera á fjármálum
rikisins. Jafnframt var bent á, að hér væri um mjög
vandasamt verk að ræða við þær efnahagsaðstæður,
sem hér ríkja og þar sem troðin væri ný braut í
fjármálastjórn hér á landi með gerð slíkra áætlana.
Af hálfu Fjárlaga- og hagsýslustofnunar var lögð
áherzla á, að vandað væri til alls undirbúnings, áður
en ráðizt yrði í að leggja fram áætlanir af þessu tagi.
Aætlanir, sem eru lítt ígrundaðar og rökstuddar,
geta hæglega leitt til vantrausts á þessi vinnubrögð,
og þá er verr farið en heima setið.
Þingsályktunartillögunni frá 1972 var vísað til
ríkisstjórnarinnar á vorþingi 1973. Af og til á
undanförnum árum hefur málinu skotið upp í
þingsölum og hjá ríkisstjórninni. A ríkisstjórnar-
fundi 1975 var gerð samþykkt efnislega samhljóða
tillögu Magnúsar Jónssonar að þvi viðbættu, „að
Fjárlaga- og hagsýslustofnun er jafnframt falið að
annast samræmingu allra áætlana um framkvæmd-
ir og opinbera starfsemi, sem gerðar eru á vegum
einstakra ráðuneyta og ríkisstofnana.“ Þetta
viðbótarverkefni má telja rökrétt framhald þess, sem
þegar hefur verið sagt um verkefni Fjárlaga- og
hagsýslustofnunar, ef takast á að koma á fót traust-
um áætlunum um tekjur og gjöld ríkisins fram í
tímann.
Á s. 1. sumri hófst á vegum Fjárlaga- og hagsýslu-
stofnunar undirbúningsvinna að langtímafjárlögum
í samræmi við framangreinda rikisstjórnarsam-
þykkt. Á þessu stigi málsins er allt of snemmt að spá
nokkuð fyrir um árangur þeirrar vinnu, né heldur,
hvenær unnt verður að leggja fram langtímaáætlun
fyrir alla þætti ríkisfjármála, en unnið er að því að
draga fram þá þætti í sambandi við langtímafjár-
lagagerð, sem stjórnvöld þurfa að taka afstöðu til,
áður en endanlegar ákvarðanir eru teknar, eins og
fram kom i seinustu fjárlagaræðu fjármálaráðherra.
Markmið með langtímafjárlögum
Að þessum inngangi loknum sný ég tali mínu að
veigamestu spurningunni i sambandi við langtíma-
fjárlög, þ. e. tii hvers eru langtímafjárlög og hvað
ætlum við okkur með slíkri vinnu.
Sá hluti þjóðartekna, sem hið opinbera, ríki og
sveitarfélög, tekur til sín, hefur vaxið verulega á
liðnum árum og áratugum. Hér á landi nemur
þáttur ríkisskatta um 29—30% allra þjóðartekna. Að
viðbættum skatttekjum sveitarfélaga er hlutfallið
orðið ca. 35—36%. Umsvif hins opinbera eru aug-
ljóslega mikil, þar sem þess er krafizt, að hagkvæm-
ustu lausna í opinberri fjármálastjórn sé leitað.
f byrjun ætla ég að ræða málefni ríkisins sérstak-
lega.
Rikisfjármálin eru svo umfangsmikil og afdrifarík
fyrir þjóðarbúskapinn í heild, að áætlanir um ríkis-
búskapinn til lengri tíma en eins árs eru nauðsyn-
legar. Aætlanirnar eru nauðsynlegar vegna þess að
stjórnvöld þurfa að velja á milli verkefna og kosta til
að tryggja viðunandi skiptingu takmarkaðra efna-
legra gæða milli verksviða og hagsmunahópa í
þjóðfélaginu. Reynsla undangenginna ára hefur
sýnt, að þrátt fyrir gerð áætlana á einstökum
sviðum, t. d. á sviði samgöngumála, heilbrigðismála
og byggðamála, þá nægja slíkar áætlanir ekki til
pólitískrar ákvörðunartöku. Það skortir heildaryfir-
sýn yfir fjármál ríkisins, sem gerir stjórnmálamönn-
um kleift að vega eitt verkefni móti öðru og einn
valkost móti öðrum valkostum innan heildarramma
ríkisfjármálanna.
Mér þykir rétt að nefna strax, að áætlanir um'
umsvif ríkisins, hvort heldur er í heild sinni eða
varðandi einstök atriði verða ekki gerðar, hvorki til
skamms né langs tíma, án þekkingar á þjóðarbú-
skapnum í heild. Einkaneyzla og fjárfestingar,
framkvæmdir sveitarfélaga, útflutningur og verð-
lagshorfur eru þættir, sem ríkið er háð, ekki síður en
aðrir aðilar efnahagsmálanna. Hvernig þessir þættir
tengjast langtímafjárlögum, vík ég að síðar, en til að
byrja með er ætlunin að fjalla um langtímafjárlög
ríkisins sérstaklega.
Markmiö
Frumforsenda þess að semja megi fjárhags-
áætlanir til lengri tima er, að tilgangur áætlunar-
innar sé skýrt afmarkaður. Grundvallarspurning er
þess vegna, hvaða markmiði sé keppt að með gerð
langtimafjárlaga.
SVEITARSTJÓRNARMÁL