Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1977, Síða 19

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1977, Síða 19
Mjög víðtæk skilgreining á markmiðinu með langtimafjárlögum er sú, að fjárlögin eru hugsuð sem hjálpartæki fyrir stjórnmála- og embættismenn við val, niðurröðun og skipulagningu framtíðar- verkefna ríkisins. I hagnýtu tilliti er þessi skilgreining of almenns eðlis til þess að eftir henni megi þróa og vinna að langtíma fjárlagagerð. Enda er eðlilegt, að menn spyrji, hvers konar hjálpartæki? Frekari skilgreiningar er því þörf. I grófum dráttum tel ég, að setja megi langtíma- fjárlögunum eitthvert þriggja eftirtalinna mark- miða. Eitt markmiðið útilokar þó ekki, að öðrum geti verið náð jafnhliða. ÍJyrsta lagi, að vera vegvísir við fjárlagagerð til eins árs. Reynt er að meta fjármagnsskuldbindingar ríkisins í heild og fyrir einstök ráðuneyti og stofnanir til lengri tima en eins árs í senn. Langtimafjárlögum er þvi fyrst og fremst ætlað að veita yfirlit og aðhald í fjármálum ríkisins. / öðru lagi má setja langtimafjárlögunum það markmið, að þau séu upplýsandi fyrir Alþingi og almenning um afstöðu ríkisstjórnar hverju sinni til markmiða, leiða, valkosta og niðurröðunar verkefna rikisins. M. ö. o., fjárlögin eru frábrugðin eins árs fjárlögunum að því leyti, að þau eru óbundin stefnuyfirlýsing um, hvernig stjórnvöld hyggjast haga framkvæmdum á næstu árum. Tillögurnar eru engan veginn bindandi fyrir stjórn eða Alþingi, heldur er hér um stefnuyfirlýsingu að ræða. / þriðja lagi má hugsa sér markmiöið með lang- timafjárlögunum vera, að í stað þess að vera fyrst og fremst upplýsandi, verði langtímafjárhagsáætlunin gerð bindandi. Með öðrum orðum, langtímafjár- lögin fela í sér bindandi stefnuyfirlýsingu um mark- mið, leiðir, valkosti og niðurröðun verkefna, sem lögð er fyrir Alþingi til samþykkis eða frávísunar. Ekki er svo að skilja, að ákveðið skuli í smáatriðum, hversu miklum fjármunum skuli varið til t. d. flug- mála í einhverjum ákveðnum landshluta. Fjárlögin fela í sér, að bindandi ákvörðun er tekin um, hvort auknu fjármagni skuli beint til t. d. heilbrigðismála í heild sinni, eða til samgöngumála, eða einhverra annarra málaflokka. Að skiptingu langtimafjárlaga i málefnaflokka kem ég síðar. Reynsla grannþjóðanna Á Norðurlöndum er nokkurra ára reynsla fengin af gerð langtímafjárlaga, og þangað sækjum við okkur gjarnan fróðleik og fyrirmyndir. I mjög fáum orðum ætla ég að geta, hvernig að langtímafjár- lagagerð þessara grannþjóða okkar er staðið. Danir, sem hafa hliðstætt ríkisreikningakerfi og við, gera árlega svokallað „minimumbudget“. Þessi lágmarksfjárlög eru yfirlit yfir þau útgjöld, sem ríkissjóður verður að standa straum af vegna eldri eða nýrra lagaskuldbindinga. Eins og stendur er unnið að nýju fyrirkomulagi á gerð ríkisreikninga, þar sem stefnt er að svokölluðum program-fjár- lögum. En með þessu er átt við, að áður en fjármagni á fjárlögum er dreift til einstakra verkefna, þá er heildarupphæð fjárlaga ákveðin og jafnframt ákveðin sú fjárhæð, sem verja skal til ákveðinna málefnaflokka, t. d. heilbrigðismála. Skiptingin á einstök heilbrigðisverkefni fer síðan fram innan þeirra takmarka, sem heilbrigðismálunum eru sett. Sviar eru trúlega komnir Dönum skrefi framar í þessu efni, fyrst og fremst vegna þess, að lögð er áherzla á að ná samræmi milli ríkisútgjalda annars vegar og þess skiptahluta, sem ríkisþættinum er ætlað af þjóðarkökunni. Að mínum dómi er viðleitni til að aðlaga þátt hins opinbera að öðrum efnahags- þáttum mikilvægt spor fram á við. Norðmenn hafa, að því er virðist, þróað gerð lang- tímaáætlana um ríkisfjármál hvað mest af grann- þjóðum okkar. Norsku langtímafjárlögin eru í senn upplýsandi fyrir Stórþingið um þróun ríkisfjármála, en jafnframt setja stjórnvöld fram tillögur sínar um, að hvaða verkefnum rikisins skuli unnið á næstu 4 árum. Enn sem komið er, eru langtímafjárlög Norðmanna ekki bindandi fyrir ríkisstjórn og Stór- þing, en raddir eru uppi um að stefna beri að því, að langtímafjárlögin verði lögð fram fyrir Stórþingið til bindandi samþykktar. Það er vissulega matsatriði, að hvaða markmiði við.eigum að stefna í langtimafjárlagagerð okkar. Mönnum kann að finnast djúpt í árinni tekið, ef krafizt er af rikisstjórn og Alþingi að taka bindandi ákvarðanir um ríkisfjármálin fram til ársins 1980. Jafnframt geta menn þó verið sammála um, að fjár- SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.