Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1977, Side 20

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1977, Side 20
hagsáætlanir ríkisins til eins árs í senn séu allsendis ófullnægjandi, þegar haft er í huga, að áðurteknar ákvarðanir og ákvarðanir, sem teknar eru í dag hafa langtímaáhrif á ríkisfjármálin. A frumstigi tel ég, að ekki sé gerlegt að setja sér háleitara markmið en að langtímafjárlögin verði einungis lýsandi um útgjaldaþróun liðinna ára til nokkurra megin málaflokka, og jafnframt verði fjárlögin upplýsandi um, hvaða útgjalda megi vænta í framtíðinni vegna gildandi laga og reglu- gerða og samkvæmt samþykktum framkvæmda- áætlunum. Til fróðleiks má geta þess, að árið 1974 voru um 70% allra ríkisútgjalda háð sérstökum lög- um, reglugerðum eða skuldbindandi samningum. Uppbygging langtímafjárlaga Fram til þessa hefi ég aðallega talað um, að hverju sé stefnt með gerð langtímafjárlaga. Timi er nú korninn til að víkja að, hvernig uppbygging lang- tímafjárlaganna er hugsuð og hvaða forsendur þarf að uppfylla til þess að skynsamlega verði staðið að fjárlagagerðinni. Ég hef látið að því liggja, að langtímafjárlögin verði byggð upp með öðrum hætti en eins árs fjárlög. Eg lít svo á, að langtímafjárlögin eigi að vera svo- kölluð program-fjárlög, þar sem ekki er fjallað um einstakar stofnanir eða málefni, heldur á að fjalla um nokkra megin efnisflokka, t. d. heilbrigðismál, menntamál, o. s. frv. Gerð hefur verið tillaga um, hverjir meginflokk- arnir geta verið, en jreir eru: 1. Æðsta stjórn, |r. e. i grófum dráttum forsætis- og fjármálaráðuneytið auk utanríkismála. 2. Dóms- og kirkjumál. 3. Menntamál. a. Grunnskólar og framhaldsskólar aðrir en há- skóli. b. Háskóli og rannsóknarstarfsemi öll. 4. Heilbrigðismál. 5. Tryggingamál. 6. Húsnæðismál. 7. Félags- og menningarmál. 8. Til byggða- og sveitarstjórnarmála. 9. Samgöngumál. a. Vegamál. b. Hafna- og vitamál, sjóflutningar. c. Onnur samgöngumál. 10. Landbúnaðarmál. 11. Sjávarútvegsmál. 12. Iðnaðar- og orkumál. 13. Viðskiptamál. 14. Annað. Flokkunin er ekki gerð út frá ráðuneytum, þó svo þetta falli saman í vissum tilvikum. Megingallinn við að skipta upp málefnum ráðuneyta á einstaka prógram-flokka er, að langtímafjárlögin verðursíður hægt að nota sem fjárhagsramma fyrir einstök ráðuneyti við vinnu að eins árs fjárlagafrumvarpi. Ekki nægir að flokka útgjöldin, jrað þarf að vera gerlegt að meta útgjaldaþróunina fram í tímann. Til jress er leikurinn gerður. Aður en lengra er haldið og fjallað um, hvernig meta megi útgjöld, jrykir mér rétt að útiloka einn óvissuþátt, þ. e. verðlagsbreytingar. Langtímafjár- lög eru að öllu jöfnu gerð á föstu verðlagi, þar sem stuðzt er við gildandi verðlag og laun. Þetta j^ýðir, að langtímafjárlögin lýsa fyrst og fremst magnbreyt- ingum, t. d. auknunt útgjöldum vegna bættrar jrjónustu eða fjölgunar neytenda, en ekki breytingu verðlags. Sé talin ástæða til, út frá verðlagshorfum, má umreikna langtímafjárlögin til gildandi verðlags á hverjum tíma, telji rnenn jrað hafa gildi. Jafnvel þótt langtímafjárlögunum sé einungis ætlað að sýna útgjöld, sem á falla vegna gildandi laga og reglna, en ckki spegla pólitískan vilja stjórn- valda, er mat á útgjöldum nokkur ár fram i tímann ærið verkefni. Á |tað ber að leggja áherzlu, að ekki er ætlazt til, að langtímafjárlög séu einföld framskrift á útgjaldajDróun tiltekins málaflokks, eins og hún hefur verið árin á undan. Þrjú dæmi gefa hugmynd um og lýsa forsendum og erfiðleikum við gerð áætlana um útgjaldaþróun- ina: 1. I vissum tilfellum kveða lögin á um magn- upphœöir útgjalda til ákveðinna útgjaldapósta. Hér er oft um tekjutilfærsluútgjöld að ræða, t. d. barnalífeyri, mæðralaun o. fl. Þessir út- gjaldaliðireru tiltölulega viðráðanlegir, þar sem SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.