Sveitarstjórnarmál - 01.02.1977, Síða 21
eftirspurnin, t. d. fjöldi barna, er aðalviðfangs-
efnið. Sé hins vegar gert ráð fyrir „stand-
ard-aukningu“ á timabilinu, er forsenda, að við
þekkjum, að livaða markmiði er stefnt í þvi efni
auk eftirspurnarinnar. Sem dæmi um þetta má
nefna útgjaldaaukningu, sem lækkaður eftir-
launaaldur eða hækkun ellilífeyris leiða af sér.
2. I mörgum tilvikum kveða lög einungis á um
markmið að magni til, en hvergi kemur fram fjár-
hagsleg afleiðing þess, að markmiðinu sé náð.
Til dæmis má nefna lög um grunnskóla, en þar
segir í 88. gr. ,,Lög þessi öðlast þegar gildi og
koma til framkvæmda svo fljótt sem aðstæður
leyfa i hverju skólahverfi að dómi mennta-
málaráðuneytisins, þó eigi síðaren innan 10 ára
frá gildistöku“. Markmiðið er ljóst, en það er
erfiðara að áætla útgjöld, sem markmiðið leiðir
af sér.
3. Sem þriðja dæmi má nefna, að lög geta verið
]:>ess eðlis, að innihald þeirra sé ekki annað en
viljayfirlýsing, þar sem framkvæmdin fer ein-
ungis eftir fjárveitingu hvers árs.
Fyrir hvern einn málefnaflokk er gerð útgjalda-
áætlun um t. d. launagjöld (mannafli), önnur
rekstrargjöld, viðhald, fjárfestingar, tekjutilfærslur
til einstaklinga og stofnana og fjármunahreyfingar,
þ. e. tekin og veitt lán. I raun réttri er mat á þessum
þáttum sjálf langtímafjárlagagerðin.
Mikilvægt stjórnsýslulegt atriði er, hvernig öflun
upplýsinga fyrir hvern einstakan málefnaflokk fer
fram. Að minnsta kosti tvær leiðir eru hugsanlegar:
a. Að virkja ráðuneyti, stofnanir og fyrirtæki
ríkisins, hvert á sinu sviði, og fá frá þessum
aðilum áætlanir um útgjöld (tekjur) til næstu
fjögurra ára. I fyrstu má búast við ýmsum
vandamálum. Sem dæmi má nefna, að mark-
miðin, sem stofnunum er sett að keppa að, eru
stundum óljós, eins og þegar hefur verið sagt.
Þvi kann að vera erfitt fyrir stofnun að áætla
útgjöldin. Það skortir mannafla til áætlana-
gerðarinnar, og ekki hvað sízt er hér um nýjung
að ræða, sem tekur tíma að þróa.
b. Annar kostur er, að Fjárlaga- og hagsýslustofn-
unin afli þeirra upplýsinga,'sem fáanlegar eru
og semji á grundvelli þeirra áætlun um
væntanlega útgjaldaþróun næstu ára.
Þessar tvær leiðir hafa kosti og galla, hvor á sína
visu. Sé fyrri leiðin farin, má telja vist, að stofnanir
og ráðuneyti freistist til að leggja fram háar áætlanir
i von um að hafa áhrif á fjárveitingar til sinna mál-
efna. Aftur á móti væri með þessu stigið fyrsta skrefið
í átt að program-fjárlagagerð, þar sem viðkomandi
ráðuneyti eða stofnun er gerð ábyrgari og sjálf-
stæðari í fjármálum.
Síðari kosturinn, að Fjárlaga- og hagsýslustofn-
unin safni upplýsingum og á grundvelli þeirra meti
útgjaldaþróunina, tryggir samræmi i vinnubrögðum
að áætlanagerðinni, en jafnframt má benda á, að
ráðuneytin og stofnanirnar sjálfar ættu að ráða yfir
meiri þekkingu á sérsviðum en Fjárlaga- og hag-
sýslustofnunin.
Með tilliti til þess, sem hér hefur verið drepið á,
má vera ljóst, að vinna og gagnasöfnun að baki
langtímafjárlaga er ýmsum vandamálum háð. Oft
verður óhjákvæmilega nauðsynlegt að gefa sér
vinnuforsendur, gera einfaldanir og fara krókaleiðir
til að ná settu marki.
Stefnumarkmiö stjórnvalda
og þjóöhagsforsendur
Tími er kominn til að víkka sjónarhorn okkar til
langtímafjárlagagerðar enn frekar. Fram til þessa
hefur fátt verið sagt um stjórnmála- og þjóðhags-
legar forsendur, sem setja langtimafjárlagagerðinni í
heild skorður.
Tvö atriði tel ég veigamest, ef niðurstöður lang-
tímafjárlaga eiga að vera raunhæfar og falla að
efnahagsmálum í heild. Hið fyrra er, að þó svo
gengið sé út frá óbreyttri stefnu stjórnvalda um
stærð opinbera þáttarins, þá verður ekki hjá því
komizt við langtímafjárlagagerð að taka mið af getu
þjóðarbúsins til að verða við þörfum ríkis og hins
opinbera í heild sinni. Hagvöxtur, horfur i útflutn-
ings- og innflutningsmálum og fleiri þjóðhagsleg
atriði er sú umgjörð, sem setur fjármálum ríkisins
skorður, engu síður en fjármálum einstaklinga og
einkafyrirtækja. Það má lita á jrað sem lið í viðleitni
stjórnvalda til áhrifa á efnahagsþróunina nokkur ár
fram i tímann, að ríkisstjórnin hefur nýverið falið
Þjóðhagsstofnun að vinna að könnun á þjóðhags-
SVEITARSTJÖRNARMÁL