Sveitarstjórnarmál - 01.02.1977, Blaðsíða 22
horfum næstu 4 ára i samvinnu við aðrar opinberar
stofnanir á sviði efnahagsmála.
Siðara atriðið, sem æskilegt er, að liggi ljóst fyrir,
er stefna stjórnvalda í efnahagsmálum. Sú spurning,
sem fyrst kemur upp, er stefna stjórnvalda hverju
sinni um hlutverk og stærð opinbera þáttarins í
heild, og síðan, hvaða áform eru uppi um inn-
byrðisskiptingu opinbera geirans milli rikis og
sveitarfélaga, en um þetta atriði eru nokkuð skiptar
skoðanir. Enn frekar er æskilegt að þekkja til afstöðu
stjórnvalda til ráðstöfunar efnahagsbatans, ef ein-
hver er. Skal batanum varið til að bæta stöðu
landsins út á við, eða hafa stjórnvöld önnur mark-
mið i huga um ráðstöfun aukinna þjóðartekna?
Eg geri mér fulla grein fyrir, að eins og málum er
háttað i dag, þá liggja ekki á lausu ýmsar þær for-
sendur við langtimafjárlagagerð, sem upp hafa verið
taldar. Engu að siður tel ég bráðnauðsynlegt, að
menn geri sér ljósa grein, með tilliti til þess, sem að
ofan er sagt, að ekki er til nein ein algild skilgreining
á hugtakinu langtimafjárlög.
Langtímafjárhagsáætlanir
sveitarfélaga
I yfirskrift þessa erindis er ekki aðeins talað um
langtimafjárlagagerð rikisins, heldur og sveitarfé-
laga. Ég ætla mér hvorki að rekja hér þörf sveitarfé-
laga fyrir að meta fjárhags- og framkvæmdastöðuna
til lengri tíma, né heldur þær forsendur, sem liggja
til grundvallar langtímaáætlunargerðar sveitarfé-
laga. Eg tel þörfina ótvíræða, og raunar sama eðlis
og á við um ríkið.
Það mál, sem mér þykir rétt að drepa á, er
nauðsyn gagnkvæms skilnings rikis og sveitarfélaga
á langtímaáætlanagerð.
Frá bæjardyrum rikisins séð má benda á gagnsemi
langtímaáætlana sveitarfélaga, þegar af hálfu ríkis-
ins eru t. d. metnar fjárfestingarhorfur í landinu.
Menn kunna að benda á, að það sé gjarnan rikið,
sem ræður ferðinni i verklegum framkvæmdum,
þegar ríki og sveitarfélög deila með sér kostnaði.
Þetta má til sanns vegar færa að vissu marki.
Rétt er þó að benda á, að mikill áhugi er nú til
einföldunar á samskiptum rikis og sveitarfélaga.
Verði sú raunin á, er brýnna en áður, að sveitarfé-
lögin verði ábyrgari og virkari við fjármálastjórn en
verið hefur.
Frá sjónarhóli sveitarfélaga séð, tel ég, að lang-
timasjónarmið i fjármálum ríkisins geri áætlanagerð
sveitarfélaga mun auðveldari. Þjóðhagshorfur og
langtímafjárlög rikisins ættu, eðli sínu samkvæmt,
að fylla upp í ýmsar eyður, sem gera áætlanagerð
sveitarfélaga erfiða. Má hér nefna atriði eins og
horfur í tekjumálum (skatttekjur) og tekjutilfærslu-
áform ríkis til sveitarfélaga. Þegar á heildina er litið,
álít ég, að settum árangri verði náð i langtíma-
áætlanagerð hins opinbera, sé unnið jafnhliða að
langtimaáætlunum rikis og sveitarfélaga.
Lokaorö
I þessu erindi hefur aðallega verið fjallað um
helztu grundvallaratriði í sambandi við langtima-
fjárlög rikisins. Nokkur gaumur hefur jafnframt
verið gefinn ýmsum praktiskum vandamálum, án
þess að halda skýrum mörkum milli þessara tveggja
atriða.
Að öllu samanteknu tel ég, að langtímafjárlög
rikisins, þegar þau verða komin i það horf, sem við
ætlum þeim, skapi grundvöll til þess að stjórnvöld
geri sér og öðrum grein fyrir líklegri þróun einstakra
útgjaldaflokka nokkur ár fram í timann, og þetta
geri stjórn og þingi kleift að taka samræmdar
ákvarðanir vegna einstakra vandamála, sem skapast
kunna. Jafnframt yrði auðveldara að taka rökstudda
afstöðu til einstakra tillagna frá hinum ýmsu aðil-
um, sem ekki féllu innan samþykktrar langtima-
áætlunar.
Vart verður hjá þvi komizt að álykta, að á
undanförnum árum hafi fjármálalegar ráðstafanir
öðru fremur einkennzt af lausn einstakra mála í
einangrun, eftir því sem þau hafa gert vart við sig, en
minni gaumur gefinn áhrifum viðkomandi ráðstöf-
unar á aðra þætti ríkisfjármálanna og efnahagslifs-
ins. Með tilliti til þeirra skorða, sem langtimafjár-
lögum er sett varðandi tekjuhlið fjárlaganna, hef ég
trú á, að þegar um viðamikil lagafrumvörp er að
ræða, sem fela i sér aukningu rikisútgjalda, yrði ekki
aðeins útgjöldum, heldur einnig tekjuöflunar-
vandamálum, þrýst i ríkari mæli inn á umræðu-
sviðið.
SVEITARSTJÓRNARMÁL