Sveitarstjórnarmál - 01.02.1977, Qupperneq 23
Framsöguerindin
RAÐSTEFNA UM
BYGGINGU OG REKSTUR
DAGVISTARSTOFNANA
140 þátttakendur á ráðstefnunni
Sambandið hélt tveggja daga ráð-
stefnu um byggingu og rekstur dag-
vistarheimila að Hótel Sögu í Reykja-
vik dagana 25. og 26. mai 1976. Ráð-
stefnan var haldin i samvinnu við
menntamálaráðuneytið, Fóstrufélag
tslands og Barnavinafélagið Sumar-
gjöf, og skoðuð voru dagheimilið
Múlaborg og leikskólinn Holtaborg i
Reykjavík.
Tildrög ráðstefnunnar má rekja til
laganna um verkefnatilfærsluna frá
ríki til sveitarfélaga i byrjun seinasta
árs, en með þeim lögum hætti ríkið
þátttöku sinni í rekstrarkostnaði dag-
vistarheimila. Á ráðstefnunni var al-
mennt rætt um byggingu og rekstur
dagvistarheimila i ljósi nýrra við-
horfa, sem sköpuðust við þessa breyt-
ingu.
Á ráðstefnunni voru flutt 10 fram-
söguerindi. Gefinn var kostur á fyrir-
spurnum og umræðum að loknu
hverju þeirra, en síðan voru helztu
málaflokkarnir ræddir i umræðu-
hópum, sem skiluðu áliti síðari ráð-
stefnudaginn.
Ráðstefnuna sátu 140 þátttak-
endur, forstöðumenn dagvistar-
heimila, fóstrur, sveitarstjórnarmenn
og aðrir trúnaðarmenn sveitarfélag-
anna, sem annast meðferð þessa
málaflokks.
Páll Líndal, formaður sambandsins,
setti ráðstefnuna, en síðan flutti
Vilhjálmur Hjálmarsson, menntamála-
ráðherra, ávarp.
Svandís Skúladóttir, fóstra og fulltrúi
í menntamálaráðuneytinu, hélt
framsöguerindi um dagvistarheimili,
Haukur Harðarson, bæjarstjóri á
Húsavík, talaði um sveitarstjórnir og
dagvistarheimili,
Logi Kristjánsson, bæjarstjóri á Nes-
kaupstað, fjallaði um rekstur dag-
vistarheimila,
Guðmundur Kr. Guðmundsson og Ólafur
Sigurðsson, arkitektar, kynntu upp-
drætti að nokkrum gerðum dag-
vistarheimila, sem þeir hafa unnið að
á vegum menntamálaráðuneytisins.
Bergur Felixson, framkvæmdastjóri
Barnavinafélagsins Sumargjafar,
greindi frá starfsemi félagsins,
Þorsteinn Sigurðsson, sérkennslufull-
trúi á fræðsluskrifstofu Reykjavíkur-
borgar, flutti erindi um þroskaheft
börn á dagvistarheimilum,
Valborg Sigurðardóttir, skólastjóri
Fósturskóla íslands, fjallaði um upp-
eldisstarf á dagvistarheimilum og
menntun fóstrunnar. Sýndi hún með
mmmmmM
■
Umræðuhópur, sem fjallaði um þroskaheft börn á dagvistarheimilum, falið frá vinstri til hægri: María Valdimarsdóttir,
Keflavík; Helga Ingibergsdóttir, Keflavík; Oddný Mattadóttir, Keflavík; Valgerður Kristjánsdóttir, Reykjavík; dr. Björn
Björnsson, Reykjavík; Bragi Benedikfsson, Hafnarfirði; Kristín Loftsdóttir, Vík í Mýrdal; Guðrún Guðjónsdóttir, Reykjavík;
Þórunn Einarsdóttir, Reykjavík; Björg Karlsdóttir, Húsavík; Valgerður Knútsdóttir, Kópavogi; Herdís Karlsdóttir, Reykjavík;
Signý Óskarsdóttir, Reykjavík; Valgerður Jónsdóttir, Reykjavík; Ragna Freyja Karlsdóttir, Kópavogi; Margrét Sigurðardóttir,
Reykjavík; Áslaug Sigurðardóttir, Reykjavík; Helga Guðmundsdóttir, Garðabæ; Guðfinna Snæbjörnsdóttir, Garðabæ;
Kristín Guðmundsdóttir, Garðabæ og Pálína Árnadóttir, Reykjavík.
SVEITARSTJÓRNARMÁL