Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1977, Síða 24

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1977, Síða 24
máli sínu sænska kvikmynd um dag- vistarstofnanir, sem Fræðslumynda- safn ríkisins hafði fengið til landsins. Húlmfríður Jónsdóttir, formaður Fóstrufélags lslands, sagði frá innra starfi á dagvistarheimilum. Framsöguerindin verða öll birt í Sveitarstjórnarmálum. Störf umræöuhópa Fyrri hluta síðari ráðstefnudagsins störfuðu fimm umræðuhópar. 1. hóþur fjallaði um fjármál dag- vistarstofnana, bæði stofnkostnað og reksturskostnað. 1 hópnum störfuðu 32 þátttakendur. Umræðum stjórn- aði Sveinn Ragnarsson, félagsmála- stjóri, en framsögu af hálfu hópsins höfðu bæjarstjórarnir Haukur Harðarson og Logi Kristjánsson. 2. hóþur ræddi um hönnun dag- vistarstofnana. Salome Þorkelsdóttir stjórnaði umræðunum, en framsögu hafði Sigríður Thorlacius, sem einnig var ritari hópsins. t hópnum störfuðu 18 þátttakendur. 3. hóþur ræddi starfsmannahald dagvistarstofnana. Margrét Sæm- undsdóttir kvaddi hópinn sam- an og stýrði umræðum, Unnur Stefánsdóttir ritaði niðurstöður, en Gyða Sigvaldadóttir hafði orð fyrir hópnum, er hann skilaði áliti. 1 hópnum störfuðu 40 þátttakendur. 4. hóþur ræddi um þjónustu við þroskaheft börn. Bragi Benediktsson, félagsmálastjóri í Hafnarfirði var rit- ari hópsins, en Ragna Freyja Karls- dóttir framsögumaður. 1 umræðu- hópnum voru 24 þátttakendur. 5. hóþur fjallaði um dagvistar- heimili á vegum einkaaðila. Ragn- heiður Guðmundsdóttir, læknir, stýrði umræðunum og hafði orð fyrir hópnum. I honum störfuðu 5 þátt- takendur. Skoðunarferð Eins og áður segir, skoðuðu þátt- takendur tvö dagvistarheimili í Reykjavík á fyrra degi ráðstefnunnar. Annað var dagheimilið Múlaborg við Háaleitisbraut, nýjasta dagheimilið i Reykjavík. Þar er m. a. sérstök deild ætluð lömuðum og fötluðum börnum. Hitt var leikskólinn Holta- borg við Sólheima. Það hús var reist samkvæmt verðlaunateikningu eftir Skarphéðin Jóhannsson ogGuðmund Kr. Guðmundsson og tekið í notkun árið 1969. Síðan hafa flest eða öll dagvistarheimili í Reykjavik i meg- inatriðum verið byggð eftir sömu teikningu eða sömu grundvallar- atriðum. Fyrri ráðstefnudaginn bauð Sam- band íslenzkra sveitarfélaga þátttak- endum til hádegisverðar að Hótel Sögu og síðari daginn Vilhjálmur Hjálmarsson, menntamálaráðherra. Fundarsalurinn á Hótel Sögu var jafnan þéttsetinn á ráðstefnunnl. Við fremsta borðlð næst Ijósmyndaranum sitja, tallð frá vinstri: Hlín Daníelsdóttir, Selfossi; Ragna Hermannsdóttir, Hveragerði og örn Viðar Erlendsson í Reykjavík. SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.