Sveitarstjórnarmál - 01.02.1977, Qupperneq 27
SVANDÍS SKÚLADÓTTIR, fulltrúi
í menntamálaráðuneytinu:
DAGVISTARHEIMILI
I einu dagblaðanna birtist á dögunum viðtal við
tvær konur um láglaunaráðstefnu þá, sem haldin
var snemma á seinasta ári. I viðtalinu segir orðrétt:
„Það kom fram á ráðstefnunni, að um 60% af konum eru
úti á vinnumarkaðinum. Margar þeirra eru með börn, þótt
ekki se'u það allar, og til þess að þœr geti orðið virkari !
alvinnulífinu, sem verðbólgan rekur þœr raunar út í, þá verður
ríkisvaldið að gera stórátak í dagvistunarmálum og öðru, sem
gerir þetta fært. Því í öllu þessu tali um jafnrétti megum við
ekki gleyma uþþeldi barnanna “.
Lúter sagði, að konan lærði aldrei að hlýða. Á
meðan ýmsir reiknimeistarar hafa verið að reikna út,
hvað mundi nú borga sig að greiða konunni fyrir að
vera heima, þá hafa þeir ekki náð út í hálft
reikningsdæmið, þegar konan er þegar komin út á
vinnumarkaðinn, hvað sem hver segir. Þessari þróun
verður ekki snúið aftur, hvort sem sumum líkar bet-
ur eða ver.
Óþarfi er að ræða þessa þróun, hún blasir hvar-
vetna við augum okkar. Ég vil þó verja nokkrum
orðum á einn þátt hennar, þátt, sem lýsir í senn, hve
smár hlutur kvenna hefur verið á sumum sviðum og
miklar breytingar hafa orðið, þótt enn vanti töluvert
á, að fullt jafnræði hafi náðst milli kynjanna. Hér hef
ég í huga, hvernig aðsókn kvenna í háskólanám hef-
ur aukizt. Enda þótt þátttaka kvenna í mennta-
skólum hafi verið orðin mjög almenn þegar fyrir
siðustu heimsstyrjöld og farið vaxandi alla tíð síðan,
þannig að þar'er nú ekki verulegt misræmi milli
kynjanna, þá hafa hlutfallslega mjög fáár konur
lokið námi frá Háskóla íslands ailt fram á þennan
áratug. Mynd 1 lýsir þessari þ'róun síðasta aldar-
fjórðung. Myndin sýnir fjölda karla og kvenna, sem
útskrifazt hafa á hverjum fimm árum frá árinu 1950.
Efri þrepalínan sýnir fjölda karla, neðri þrepalínan
sýnir fjölda kvenna. Eg vil taka fram, að þetta sýnir
einungis þá, sem ljúka lokaprófi, en þar hef ég þó
talið með þá, sem lokið hafa fyrrihlutaprófi í verk-
fræði, en framhald þess náms fór fram erlendis. Öllu
lærdómsríkara er að líta á hlutfallið milli karla og
kvenna, en mynd 2 sýnir, hve margir karlar hafa
800
1951-1955 1956-1960 1961-1965 1966-1970 1971-1975
Mynd 1: Fjöldi karla og kvenna sem hafa útskrifazt frá H.í. á
hverjum 5 árum.
SVEITARSTJÓRNAAMAL