Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1977, Side 29

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1977, Side 29
megi, að áhrif þeirra hafi þegar verið veruleg og mál þessi hafi verið mótuð í samræmi við lögin, en mikið starf er þó enn óunnið. Þróunin í byggingu dagvistarheimila Samkvæmt lögunum skal ríkið greiða 50% af áætluðum kostnaði fullbúins heimilis í samræmi við ákvæði reglugerðar um stofnkostnað skóla. í þessu atriði, sem mörgum öðrum, er náið samband milli dagvistarheimila og skóla. Áður en menntamála- ráðuneytið mælir með því við Alþingi, að viðkom- andi heimili verði tekið á fjárlög, er gengið úr skugga um, að skilyrði laga og reglugerðar séu uppfyllt. Er þá m. a. farið yfir teikningar af væntanlegu heimili til að ganga úr skugga um, að margvíslegar sérkröfur heimilanna sé uppfylltar á viðunandi hátt. Til að gefa nokkra mynd af umfangi þeirra framkvæmda, sem hér er um að ræða, og jafnframt að gefa stutt yfirlit yfir þróunina í byggingu dagvistarheimila síðustu áratugi, vil ég sýna þrjár myndir, sem lýsa þessu. Myndin númer 3 sýnir, hve mikið var byggt, miðað við gólfrými, af dagvistarheimilum í fjóra áratugi, áður en lögin um dagvistarheimili voru samþykkt, eða árin 1931 — 1972. Þetta yfirlit er látið ná einu ári fram yfir fulla fjóra áratugi, því Græna- borg var byggð árið 1931, en þetta er sýnt með gildu þrepalínunni. Slitna línan sýnir, hve mikið hefur verið byggt eftir 1973 eða er verið að byggja, og dagvistarheimili, sem hafa verið tekin á fjárlög í samræmi við lögin um dagvistarheimili. Rétt er að hafa í huga, að þessi heimili hafa ekki öll verið reist ennþá, en á móti þarf að gæta þess, þegar þessar tölur eru athugaðar, að þrepalínan er miðuð við tíu ára tímabil, og enn eru ekki liðin nema 3 ár, frá þvi lögin um dagvistarheimili voru samþykkt. Mynd nr. 4 þer beint saman allt það húsrými dagvistarheimila, sem byggt var fram til ársins 1973 við væntanlegt rými í dagvistarheimilum, sem hafa verið byggð síðan eða verið tekin.á fjárlög og undir- búningur hafinn að. Sést hér, að húsrými í dag- vistarheimilum mun tvöfaldast, þegar þessum framkvæmdum er lokið. Hér er þess þó að gæta, að allmörg heimili starfa í húsnæði, sem upphaflega var byggt með önnur not í huga. Næst er að athuga dreifingu dagvistarheimilanna. Mynd nr. 5 sýnir þá staði, þar sem dagvistarheimili voru byggð fyrir 1973. Flest heimilin eru á höfuð- borgarsvæðinu, en samt nokkur utan þess. Mynd númer 6 sýnir staðsetningu þeirra dag- vistarheimila, sem byggð hafa verið eftir 1973 eða undirbúningur hafinn að og tekin hafa verið á fjár- lög. Ég vil vekja sérstaka athygli á hlutdeild sveitar- félaganna úti um land á byggingu dagvistarheimila eftir árið 1973, sem sést ljóslega á þessari mynd, en víða eru heimilin mikilvæg forsenda þess, að unnt sé að tryggja atvinnufyrirtækjunum nægilegt vinnuafl. Eru dagvistarheimilin æskileg? Hér á landi eru að verki fjölmargir þættir, sem leitt hafa til þess, að eftirsókn eftir dagvistarrými fyrir börn hefur margfaldazt á síðustu árum, en langt er frá því, að tekizt hafi að anna þessari auknu eftirspurn. Byggteftir f Mynd 3: Bygging dagvistarheimila. SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.