Sveitarstjórnarmál - 01.02.1977, Qupperneq 30
Konur vinna utan heimilis af ýmsum ástæðum.
Fjöldi mæðra er fyrirvinna fjölskyldu. Atvinnulífið
víða um land byggir í ríkum mæli á vinnu kvenna.
Sem afleiðing af djúptækum þjóðfélagslegum
breytingum og vegna breyttra viðhorfa í þjóð-
félaginu óskar vaxandi fjöldi mæðra þess að nota
starfskrafta sína, reynslu og menntun utan heimilis-
ins. Og ekki má heldur gleyma því, að margar konur,
sem vinna innan heimilisins, óska oft eftir dagvist
fyrir börn hluta úr degi.
Skoðanir eru skiptar varðandi það, hve æskiiegar
þessar breytingar eru, en varla dettur nokkrum
manni þó í hug í fullri alvöru að stöðva þessa þróun.
Þeir, sem telja þessa þróun varasama, gera það
einkum út frá þeirri forsendu, að vistun barna á
barnaheimili sé ekki þroskavænleg fyrir börnin,
betra sé fyrir þau að vera á eigin heimili. Þetta er
mikilvægt atriði, og því hefur verið gefinn mikill
gaumur víða um lönd. Gerðar hafa verið fjölmargar
rannsóknir til að varpa ljósi á þetta atriði. Ég held,
Byggt
1931-1972
8929 m2
Byggt
eftir
1972 eöa
í byggingu
9432 m2
Mynd 4: Bygging dagvistarhelmila, heildar gólfflötur.
að segja megi, að meginniðurstaða þessara rann-
sókna sé sú, að vel rekin dagvistarheimili, sem rekin
eru við góðar aðstæður, veiti börnunum jafngóðan
þroska og þótt þau dveldust á heimili eigin fjöl-
skyldu allan daginn. Hér ræði ég um börn, sem
aðeins eru vistuð á heimili á daginn. Við þetta má
bæta, að á dagvistarheimilum er unnt að bjóða
börnunum upp á fjölbreytilegri möguleika og
reynslu en oftast býðst þeim börnum, sem einungis
eru á eigin heimili. Hinu er ekki að neita, að margs er
að gæta varðandi rekstur barnaheimila, eigi að ná
þessu marki. Viðbrögð okkar við þeirri þróun, sem
ég ræddi um áðan, hljóta því að vera þau að líta ekki
á hana sem óæskilega, heldur að hún leggi okkur þá
skyldu á herðar að búa vel að dagvistarheimilunum
og vinna skipulega að því, að þau verði sem bezt
rekin. Við verðum að fylgjast vel með þeim rann-
sóknum, sem gerðar eru varðandi þroskaferil barna á
forskólaaldri og notfæra okkur slíka þekkingu til að
tryggja sem bezt barnaheimili.
Það hefur verið vitað með vissu lengi, að líkamleg
vænnæring getur leitt til varanlegs skaða, bæði
likamlega og andlega. Hliðstæð þekking hvað varðar
vitsmunalífið er nýrri og ekki jafn útbreidd eða
viðurkennd. En rannsóknir síðari ára hafa leitt ótví-
rætt í ljós, að ófrjótt og tilbreytingasnautt umhverfi
fyrstu ár ævinnar getur haft alvarlegar afleiðingar
fyrir barnið síðar á ævinni. Þessar rannsóknir sýna,
að auk ástúðar og umhyggju og nægilegrar um-
gengni við annað fólk hafa börnin mikla þörf, allt frá
frumbernsku, fyrir umhverfi, sem verkar hvetjandi á
þau vitsmunalega og veitir starfslöngun þeirra og
hugmyndaflugi útrás. Of einhæft umhverfi getur
dregið úr námshæfni barnsins á síðara aldursskeiði,
þroski námshæfileikans er örastur á fyrstu árum
barnsins og aðhlynning að þessum þætti er aldrei
mikilvægari en einmitt á þessu aldursskeiði.
Breytingar í Svíþjóð og Danmörku
Ég hef hér rætt um þessar rannsóknir vegna þess,
að niðurstöður slíkra athugana hafa haft mikil áhrif
á skipulag og störf dagvistarheimila á Norðurlönd-
um og þar hefur verið leitazt við að taka mið af
þessari þekkingu, þegar við hönnun heimilanna.
1 Svíþjóð hefur sennilega verið unnið mest í þess-
SVEITARSTJÓRNARMÁL