Sveitarstjórnarmál - 01.02.1977, Qupperneq 31
um efnum og á mjög skipulegan hátt. Fyrir nokkrum
árum tók þar til starfa barnaheimilanefnd, sem hef-
ur unnið mikið og gott verk. Nefndin tók til ræki-
legrar endurskoðunar allt starf barnaheimilanna, og
á grundvelli þessa starfs voru lagðar fram tillögur
um allmiklar breytingar á skipulagi og starfi barna-
heimilanna. Jafnframt voru teiknuð barnaheimili í
samræmi við hin breyttu viðhorf. I beinu framhaldi
af þessu starfi var tekið að reyna hinar nýju hug-
myndir. Starfi og skipulagi allmargra eldri heimila
var breytt og ný heimili voru byggð eftir teikn-
ingum, sem unnar voru á vegum barnaheimila-
nefndarinnar. Meginbreytingin í skipulagi heimil-
anna felst í því, að deildaskiptingu eftir aldri var
breytt þannig, að nú var börnunum aðeins skipt í tvo
hópa eftir aldri, þar sem börn frá 6 mánaða til 3ja
ára eru saman og síðan börn frá 3ja ára til 6 ára
saman.
Danir hafa á sama tima unnið með aldursblöndun
á barnaheimilum í tilraunaskyni, þannig að þar eru
börn allt frá 6 mánaða til 10 ára aldurs saman á
deild. Tilgangurinn með þessari aldursblöndun er
að skapa meiri fjölbreytni í leikjum og starfi barn-
anna. Þessar miklu breytingar krefjast að sjálfsögðu
margvíslegra breytinga á skipulagi og starfi heimil-
anna og gerir einnig breyttar kröfur til húsnæðisins.
Hönnunarnefnd dagvistarheimila
Samkvæmt lögunum um dagvistarheimili frá
1973 skyldi menntamálaráðuneytið láta gera teikn-
ingar að dagvistarheimilum, eins og ég hef þegar
getið um. Ráðuneytið fól Guðmundi Kr. Guð-
mundssyni, arkitekt, þetta verkefni með bréfi dags.
15. ágúst 1974, en jafnframt hafði verið ákveðið að
skipa fimm manna nefnd til að vinna með arki-
tektinum að þessu verkefni, og var fjórum aðilum
falið að tilnefna fulltrúa í nefndina, en mennta-
málaráðherra skipaði formann hennar án tilnefn-
ingar. Nefndin var síðan skipuð í desember 1974.
I nefndinni eiga sæti:
Svandís Skúladóttir, sem skipuð var formaður
nefndarinnar,
Ragnheiður Blöndal, tilnefnd af Fóstrufélagi
íslands,
Sigríður Thorlacius, tilnefnd af Kvenfélagasam-
bandi Islands,
Sveinn Ragnarsson, tilnefndur af Félagsmálast.
Reykjavíkurborgar,
Þórunn Einarsdóttir, tilnefnd af Barnavina-
félaginu Sumargjöf.
Þessi nefnd hefur unnið með arkitektinum að gerð
þeirra teikninga, sem hann og samstarfsmaður hans,
Ólafur Sigurðsson, arkitekt, kynna hér á ráðstefn-
unni.
Þegar nefndin hóf starf sitt í ársbyrjun 1975, var
tekið tillit til ákvæða laga og reglugerða og þess
starfs, sem unnið er á barnaheimilum hér á landi.
Auk þess var nefndin sammála um að taka tillit til
þróunar, sem er að verða annars staðar á Norður-
löndunum um þessar mundir. Reynt er að halda
opnum möguleikum fyrir fleiru en einu rekstrar-
formi. Nefndin taldi þannig hvorki rétt né æskilegt
að ákveða eitt rekstrarform og hanna heimilin í
samræmi við það.
Uppdrættir að dagvistarheimilum
Eg vil nú rekja í stuttu máli helztu forsendur
hinna nýju teikninga:
Mynd 5: Dagheimill og leikskólar, byggt 1931 — 1972.
SVEITARSTJÖRNARMÁL