Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1977, Side 32

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1977, Side 32
1) Heimilin eru að sjálfsögðu teiknuð í samræmi við stærðarnorm reglugerðar um dagvistar- heimili, en þar eru m. a. bæði ákvæði um há- marksstærð, sem ríkið greiðir kostnað af, sem og ákvæði um lágmarksleikrými á hvert barn. 2) Á skipulegan hátt var leitazt við að skapa sem bezt skilyrði fyrir hið uppeldislega starf á heim- ilunum. 3) Leitazt var við að gera sem hagkvæmastan rekstur á heimilunum mögulegan. 4) Teikningunum var hagað þannig, að auðvelt væri að byggja heimilin í áföngum (nema teikning númer 6). 5) Teikningunum var hagað þannig, að mögulegt væri að vera með blandaða aldurshópa, jafnt sem hefðbundna aldursskiptingu á deildum, eins og nú tíðkast mest hér á landi. Engin sér- stök vöggustofudeild er í húsunum, en unnt er að koma vöggustofudeild þar fyrir, ef rekstrar- aðili óskar þess, en ákvörðun þarf þó að taka um þetta atriði, áður en hreinlætistæki eru sett upp. Starf hönnunarnefndar dagvistarheimila er langt komið. Það verður þó ekki fyrr en síðar á þessu ári, að nefndin mun endanlega skila af sér. 1 tilefni þessarar ráðstefnu var talið æskilegt að kynna það starf, sem unnið hefur verið af hönnunarnefndinni, og ákvað o Lalktkólar menntamálaráðherra, Vilhjálmur Hjálmarsson, því, að gögn þau, sem þegar liggja fyrir, skyldu kynnt hér. Þau ber þó ekki að skilja sem reglugerð eða reglur frá hendi ráðuneytisins. Teikningar standa þeim til boða, er óska að reisa dagvistarheimili, en þeim, sem óska að fela þetta verk öðrum, er það að sjálfsögðu frjálst. Þegar sótt er um styrk til ríkisins til byggingar dagvistarheimilis, er að sjálfsögðu ekki tekið tillit til, hver teiknar viðkomandi heimili, ef teikningarnar aðeins uppfylla þau skilyrði, sem lög og reglugerð gera ráð fyrir. Hönnun dagvistarheimilis er vandasamt verk Teikning sérhæfðrar stofnunar sem dagvistar- heimilis er margslungið verk, og ég tel, eftir að hafa skoðað teikningar af meirihluta þeirra heimila, sem byggð hafa verið hér á landi, að vandi verksins hafi verið vanmetinn. Þegar slikt heimili er teiknað nú, þarf arkitektinn ekki einungis að kynna sér vel margvísleg ákvæði laga og reglugerða, heldur þarf hann að teikna heimilið út frá því innra starfi, sem þar á að fara fram. Og þá ekki einungis eins og það fer fram nú, heldur að reyna að hafa opna möguleika á þeim breytingum, sem verða kunna á rekstrar- formi. Því getur það ekki talizt heppileg lausn að fela aðila að teikna dagvistarheimili, nema hann sé reiðubúinn að setja sig vel inn í þessi atriði, enda þótt hann hafi mikla reynslu t. d. af því að teikna íbúðarhúsnæði. Ég vona því, að það verði senn liðin tíð, að þeim, sem ekki eru reiðubúnir að leggja á sig töluverða viðbótarvinnu við að setja sig inn í sérþarfir barnaheimilanna, verði falin slík verkefni. Eg vil þó taka fram, að teikningar þær, sem hönnunarnefnd dagvistarheimila leggur fram, eru engan veginn neitt lokaorð í þessum efnum, en ég vænti þess, að sú vinna verði til þess, að meiri kröfur verði gerðar til teikninga að barnaheimilum en fram til þessa hefur verið í mörgum tilfellum. SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.