Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1977, Side 33

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1977, Side 33
UPPDRÆTTIR AÐ NOKKRUM GERÐUM DAGVISTARHEIMILA Hér fara á eftir, á bls. 28 — 33 uppdrættir að nokkrum gerðum dagvistarheimila, sem kynntir voru á ráðstefnu sambandsins um dagvistarheimili í maí s.l. Arkitektarnir Guðmundur Kr. Guðmunds- son og Ólafur Sigurðsson hafa gert þessa uppdrætti í samráði við hönnunarnefnd dagvistarheimila og menntamálaráðuneytið. Sveitarfélögum stendur til boða að byggja eftir þessum teikningum, og eru nokkur hús þegar í smíðum. Uppdrættirnir sýna fjögur mismunandi dagheimili, ýmist ætluð 17, 34 eða 68 börnum, og tvo leikskóla, sem ætlaðir eru 40 börnum. Ein teikningin, númer 4, sýnir dagheimili og leikskóla undir sama þaki. Skýringar fylgja hverjum uppdrætti. Fyrst birtist hér fyrir neðan afstöðumynd úr Breiðholti i Reykjavík, en þar mun innan tíðar hefjast smíði á dagheimili eftir uppdrætti þeim, sem sýndur er í næstu opnu og það er eins og dagheim- ilið, sem nú er í smíðum á Húsavík. Neðri upp- drátturinn sýnir grunnmynd 1. hæðar hússins og sá efri grunnmynd 2. hæðar. Myndin sýnir afstöðu tveggja dagvistarstofnana við Suðurhóla í Breiðholti í Reykjavík. Neðst á uppdrættinum er þriggja deilda leikskóli, sem bráðum verður tekinn í notkun. Þar verða um 60 börn í einu. Áður hafa verið byggðir 5 leikskólar af svipaðri gerð í Reykjavík. Ofar er fjögurra deilda dagheimili byggt eftir uppdrætti númer 6, sem sýndur er á bls. 28 og 29 hér fyrir aftan. Á daghelmilinu er rúm fyrir 68 börn. Bygging mannvirkisins hefur verið boðin út og framkvæmdlr munu hefjast innan tíðar. SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.