Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1977, Síða 40

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1977, Síða 40
GUÐMUNDUR KR. GUÐMUNDSSON OG ÓLAFUR SIGURÐSSON, arkitektar: HÖNNUN DAGHEIMILA, LEIKSKÓLA OG SKÓLADAGHEIMILA Hámarksstærð dagheimilis og skóladagheimilis, þar sem ríkið greiðir 50% af stofnkostnaði, skal svara til þess, að í heildargólfrými komi 10 m2 á hvert barn, sem heimilið er ætlað fyrir, og 5 m2 í leikskólum. Með heildargólfrými er hér átt við innanmál, þ. e. stærð innan útveggja, og skilrúm reiknast ekki með í stærðarmálinu. Heildarleikrými gólfflatar skal vera að jafnaði a. m. k.: a) dagheimili 3,5 m2 á hvert barn. b) leikskóli 2,0 m2 á hvert barn. Utileiksvæöi skal eigi vera minna en 20 m2 á hvert barn. Heimilt er að víkja frá þessu ákvæði með sam- þykki ráðuneytisins, ef aðstæður eru þannig, að ástæða þyki til. Heimilin verða að uppfylla þær kröfur, sem gerðar eru í byggingarsamþykkt, heilbrigðissam- þykkt og reglugerð um dagvistarheimili. Skipulag og innrétting dagvistarheimila Hér verður fyrst gerð grein fyrir almennum at- riðum, sem ná nokkuð jafnt til allra heimilanna, en síðar verður fjallað um sératriði hinna þriggja teg- unda dagvistarheimila. Meginathafnasvæði hverrar deildar eru deildar- stofur. Á stærri heimilum getur ennfremur verið „al- menningur“, stofa, sem er til jafnra afnota fyrir allar deildir og er ætluð til að auka möguleikana á fjöl- breytni í starfi og leik barnanna. Smíða- og föndur- herbergi eru æskileg. I þvottaherbergi eða einhverju öðru herbergi skal vera aðstaða til vatnsleikja. Geymslur geta verið annars vegar mjög einfaldar, þar sem geyma skal tiltölulega ódýra, en oft fyrirferðarmikla hluti, og hins vegar þar, sem geyma þarf dýrmæta hluti, leiktæki o. fl. í fyrri gerðinni er nóg að hafa einfaldar hillur, en í hinum síðarnefndu þurfa frekar að vera skápar og skúffur. Greinarhöfundar, Ólafur Sigurðsson og Guðmundur Kr. Guðmundsson við dagheimilið Múlaborg, sem heimsótt var í skoðunarferð á ráðstefnunni um dagvistarheimili. SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.