Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1977, Síða 41

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1977, Síða 41
Við hönnun heimilanna þarf að gæta þess, að her- bergi tengist á hagkvæman hátt innbyrðis, og kallar þetta á samvinnu milli þess, sem hannar bygg- inguna, og þeirra, sem þekkja vel til þeirrar starf- semi, sem fram fer á viðkomandi stofnunum. Deildarstofurnar skulu helzt vera tengdar „almenningi“ gegnum einar dyr, og þær skulu enn- fremur tengjast útileiksvæði gegnum fataherbergi. Gæta skal þess, að herbergjaskipunin sé þannig, að gegnumgangur um deildarstofur þurfi enginn að vera að óþörfu. Hafa þarf í huga, að fóstrurnar þurfa oft að gæta barna, sem geta verið í mörgum ofangreindum herbergjum, og er innbyrðis afstaða þeirra því einnig mikilvæg. Varðandi innréttingu „almennings“ er rétt að hafa í huga, að þetta herbergi er heppilegt fyrir foreldrafundi. Gæta þarf þess, að innréttingar deildarstofa og almennings skapi góða möguleika bæði til hreyfi- leikja barnanna, föndurvinnu og annarra leikja þeirra. Sératriði einstakra tegunda dagvistarheimila A. Dagheimili. Neðra aldursmark barna, sem dagheimili eru ætluð fyrir, getur verið mismunandi, frá tveggja ára aldri og niður í þriggja mánaða. Ennfremur getur skipan í deildir verið eftir aldri eða að í hverri deild séu börn af öllum aldursflokkum (aldursblandaðar deildir). Hvort tveggja hefur töluverð áhrif á skipu- lag og innréttingu dagheimilanna og þarf því að liggja ljóst fyrir, áður en tekið er að hanna heimilið. Á dagheimilunum skulu ekki vera fleiri en fjórar deildir, en æskilegt, að deildirnar væru ekki fleiri en þrjár, og yrði því fjöldi barna 67 — 68, þar sem fjórar deildir eru, en 50 — 52, þar sem þrjár deildir eru. I dagheimilum er i meginatriðum gert ráð fyrir eftirfarandi: 1) deildarstofur 2) föndurstofa, verkstæði 3) snyrtiherbergi 4) fatageymslur í tengslum við þurrkklefa eða þurrkskáp [ skoðunarferð í leikskólann Holtaborg við Sólheima. Þórð- ur Skúlason, sveitarstjóri á Hvammstanga, sést lengst til vinstri á myndinni, en til hægri tala saman þrjár konur af Seltjarnarnesi, Auður Sigurðardóttir, Geirþrúður Árnason og Ingibjörg Bergsveinsdóttir, taiið frá vinstri. Jóhanna Bjarnadóttir, forstöðukona Holtaborgar, kynnti gestunum starfsemi leikskólans. Ingibjörg Kristín Jónsdóttir, forstöðukona Múlaborgar, lengst til vinstri, sýnir þátttakendum húsakynnin. Aðrir á Ijósmyndinni eru, talið frá vinstri: Einar Guðnason, Suður- eyri, Sigríður Thorlacius, Guðmundur Kr. Guðmundsson, Jóna Ingvarsdóttir, Grindavík og Jón Guðmar Jónsson, Reykjavík. Sigurlaug Hermannsdóttir frá Blönduósi, en hinar konurnar eru úr Reykjavík og eru Guðrún Guðjónsdóttir, Hólmfríður Jónsdóttir, Þórunn Einarsdóttir og Ingibjörg Kristjánsdóttir og eiga sér allar góðan starfsferil sem forstöðukonur dag- heimila í Reykjavík. SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.