Sveitarstjórnarmál - 01.02.1977, Síða 42
5) eldhús, matargeymslur
6) skrifstofa
7) einangrun, herbergi læknis og sálfræðings
8) geymsla með hverri deildarstofu
9) aðalgeymsla
10) fatageymsla starfsliðs með aðliggjandi snyrt-
ingu
11) herbergi starfsfólks
12) leiksvæði með geymslu fyrir útileikföng
13) þvottahús, ræstiklefi
A Idursblönduð deild:
Svipaðar kröfur skal gera og fyrir 2 — 6 ára deildir,
sem þegar hefur verið lýst. Sérstakar kröfur þarf þó
að gera til snyrtiherbergjanna, sem notuð eru þá
bæði af ungbörnum og eldri börnum. Er þá meiri
þörf fyrir fleiri minni herbergi í tengslum við deildir.
Séu í þessum deildum börn á fyrsta aldursári, þarf að
vera innrétting í eldhúsi til að geyma pela barnanna.
Hvíldarherbergi þarf að vera fyrir yngri börnin.
B. Leikskólar:
Skipulag og starf leikskólanna er í megindráttum
svipað og dagheimilanna, nema hvað þeir eru fyrir
börn á aldrinum 2 — 6 ára, og börnin eru þar ein-
ungis hálfan daginn. Um þessi heimili gildir því flest
hið sama og fyrir 2 — 6 ára deildir dagheimilanna
nema hvað fullkomið eldhús, matargeymslur og
Góð leiktæki eru gulii betri við
sérhvert dagheimili. Karlmennirnir
virtust laðast að þessu leiktæki, sem
er flugvélarlíkan og er á leiksvæði við
Múlaborg. Talið frá vinstri:
bæjarstjórarnir Pétur Már Jónsson á
Ólafsfirði og Haukur Harðarson á
Húsavík, Guðmundur Kr.
Guðmundsson, Bragi Benediktsson,
Hafnarfirði, Sveinn Guðbjartsson,
Hafnarfirði og Ólafur Sigurðsson,
arkitekt.
þvottahús þarf ekki. Börnin sofa ekki á leikskóla, og
þarf því ekki sérstakt hvíldarherbergi.
C. Skóladagheimili:
Starfsemi skóladagheimilanna er með líku sniði og
á dagheimilum. Börnum er auk þess búin aðsta$a til
heimanáms og veitt hjálp við námið, ef ástæða er til.
Þau sækja skólann frá skóladagheimilinu og dveljast
þar til jafnaðar 5 — 6 stundir á dag. Skipulag er
margt svipað og hjá eldri deildum dagheimilanna,
en gæta þarf þess, að leikir barnanna og starf tekur
þá miklum breytingum.
I meginatriðum gildir svipað um herbergi og
leiksvæði og talið er upp í kaflanum um dagheimili
nema hvað lesstofur bætast við. Ennfremur þarf að
taka tillit til breyttra viðhorfa í einstökum atriðum,
eins og rætt er um hér að neðan.
D. Leiksvceði:
Leiksvæði skal ekki vera undir 20 m2 á hvert barn,
gjarnan mun stœrra. Leiksvæðið skal liggja beint að
dagvistarheimilinu. Á leiksvæðinu skal vera aðstaða
til fjölbreytilegra leikja og starfa, og þeir möguleikar
til fjölbreytni, sem svæðið býður frá náttúrunnar
hendi (hólar, steinar o. fl.) skulu notaðir vel.
Á leikvelli skal vera lítið afmarkað svæði fyrir
byggingaleiki (starfsvöllur). Geymsla fyrir úti-
leikföng þarf að vera í tengslum við útileiksvæðið.
36
SVEITARSTJÓRNARMÁL