Sveitarstjórnarmál

Ukioqatigiit

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1977, Qupperneq 44

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1977, Qupperneq 44
hafa myndazt og vaxið svo ört, að i dag býr mikill meiri hluti landsmanna í þéttbýli. Á sama máta hefur átt sér stað bylting í atvinnulífi landsmanna. Þessi þjóðlifsbylting hefur rofið hinn forna fjöl- skyldukjarna þriggja ættliða. í dag byggjum við elliheimili fyrir gamla fólkið, hefðbundin íbúðarhús fyrir foreldrana og börnin til að nota sem gististað um nætur og dagheimili og leikskóla fyrir börnin á daginn. Þegar ég tala um heimilið sem gististað nútíma- fjölskyldunnar, þá hef ég í huga þá staðreynd, að sífellt fer i vöxt, að bæði foreldri vinni utan veggja heimilisins. Þessi staðreynd leiðir mig inn á næsta þátt erindis þessa, sem ég kalla: 3. Er nauðsynlegt að hjón vinni bæði utan heimilis? 1 leit að svari við þessari spurningu ætla ég að halda mig við fjóra þætti: a. Meðan heimilin voru fjölmenn og fjölskyldur stórar, var starf húsmóður erilsamt og fjöl- breytilegt. Nútíma fjölskylda er fámenn, og þjóðhagslega hlýtur að vera hæpið að binda fullfríska konu á bezta aldri við að gæta 1—2 barna og annast aðrar þarfir svo litils heimilis. Þá krefjast breyttir atvinnuhættir sífellt meiri þátttöku kvenna úti á hinum almenna vinnu- markaði. b. Á Islandi ríkir frelsi beggja kynja til að afla sér þeirrar menntunar, sem hugurinn girnist. Af frelsi til menntunar leiðir, að konur hasla sér sífellt völl á fleiri og fleiri sviðum atvinnulífsins, sem áður voru sérsvið karla. Reynsla hefur og sýnt, að konur standa körlum almennt séð fylli- lega á sporði á flestum sviðum, nema e. t. v. við þau störf, sem gera sérstaka kröfu til likamlegra burða fremur en andlegs atgervis. Það er sóun á þjóðarauði, að konur afli sér langskólamenntunar, sem þær nýta síðan ekki í þágu samfélagsins. Það er einnig siðferðilega rangt að ætlast til þess af konum, að þær gefi upp á bátinn störf, sem þær hafa menntað sig til að vinna, vegna þess að þær komist ekki frá heimili sínu. c. Sú efnahagslega velmegun, sem rikt hefur á íslandi um skeið, byggist að verulegu leyti á löngum vinnutíma. Enn hefur þorra lands-' manna ekki tekizt að ná því marki, að ein fyrir- vinna nægi til að tryggja efnalegt öryggi fjöl- skyldunnar með 40 stunda vinnuviku. Efnalegt öryggi sívaxandi fjölda íslenzkra fjölskyldna byggir á því, að bæði foreldri vinni úti og afli með því heimilinu tekna. Spyrja má, hvort lífsgæðakröfurnar séu ekki orðnar of miklar og hægt sé að komast af með minni tekjur. Þannig mun því lika vera varið í sumum tilfellum, en svo mun ætíð verða í landi, sem virðir frelsi einstaklingsins. d. Húsmæður, sem bundnar eru heimilum, sem ekki fullnægja athafnaþrá þeirra, eiga á hættu að fara að líta á starf sitt sem eins konar kross. Þær geta þá fyllzt lífsleiða, sem bitnar á þeirra nánustu. Þá er ætíð nokkur hætta á, að hús- mæður einangrist um of frá umhverfi sínu og kunningjum. Þegar svo börnin eru vaxin úr grasi og farin að heiman, kemur í ljós, að húsmóðirin hefur sáralítið að gera á heimilinu. Þegar hún svo fer að athuga um vinnu utan heintilis, uppgötvar hún, að hún hefur staðnað i sinni upphaflegu starfsgrein. Af þvi leiðir, að atvinnutækifæri eru fá og sjaldnast áhugaverð. Niðurstaða mín af vangaveltum um, hvort bæði foreldri þurfi að vinna úti, er sem sagt sú, að þegar öllu er á botninn hvolft, beri í fleiri tilfellum nauðsyn til þess, að svo sé. 4. Þáttur giftra kvenna í tekjuöflun heimila á Húsavík Þáttur giftra kvenna í tekjuöflun heimila á Húsa- vík á árunum 1965, 1969 og 1974 hefur nýlega verið kannaður. Könnun þessi leiddi eftirfarandi niðurstöður í ljós: Tekjur 1965 4.780 þús. eða 4.06% allra tekna Tekjur 1969 12.342 þús. eða 6.89% allra tekna Tekjur 1974 120.046 þús. eða 13.75% allra tekna Könnunin leiddi ennfremur i ljós, að árið 1974 SVEITARSTJÓRNARMÁL
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.