Sveitarstjórnarmál - 01.02.1977, Síða 46
og matvælum, miðað við 100% nýtingu stofnananna
allt árið og fulla greiðslu fyrir hvert pláss. Frá þessari
gjaldskrá er veittur 50% afsláttur fyrir börn
einstæðra foreldra og 25% afsláttur fyrir annað barn
frá sama heimili.
Eins og sjá má af þessu, er það talið mikils virði að
geta boðið hverjum sem hafa vill upp á pláss á dag-
vistarheimili. Hins vegar sýnir þessi gjaldskrá, að
ekki er talið eðlilegt að greiða í stórum stil niður
barnagæzlu fyrir fullfrískt fólk, þar sem bæði for-
eldri vinna úti. Aftur á móti er það talið sjálfsagt að
styðja eftir mætti við bakið á einstæðum foreldrum
og barnfleiri fjölskyldum.
Ég held, að slik uppbygging gjaldskrár sé heil-
brigðari en almennt hefur tíðkazt, því hún tekur
vægast á þeim, sem úr minnstu hafa að spila. Er ég
þeirrar skoðunar, að án endurskoðunar á gjaldskrá
dagvistunarheimilanna á Húsavík hefði verið illa séð
af mörgum bæjarbúanum að veita jafn miklum
hluta af fjárfestingarfé bæjarsjóðs og raun ber vitni
til þessa málaflokks.
6. Niðurstöður af vangaveltum
og nýjar spurningar
Vangaveltur mínar i þessu erindi hafa fætt af sér
eftirfarandi niðurstöður:
1. Áður fyrr samanstóð fjölskyldan af þremur
ættliðum, og gamla fólkið sá að verulegu leyti
um gæzlu barna. Orðið „kynslóðabil" liafði
ekki verið fundið upp.
2. Nútíma atvinnuhættir gera sífellt meiri kröfur
til að giftar konur starfi utan veggja heimilisins.
Slík vinna er jtjóðhagslega hagkvæm, svo lcngi
sem kostnaður samfélagsins við að gera slika
útivinnu mögulega er innan skvnsamlegra
marka.
3. Nútíma lifsgæðakröfur valda því, að í mörgum
tilfellum verður fjárhagslegt sjálfstæði heimila
ekki tryggt án útivinnu beggja foreldra.
4. Nú eru byggð elliheimili fyrir gamla fólkið og
dagvistunarheimili fyrir börnin. Þessar stofn-
anir eru byggðar án tengsla hvorar við aðra, og
kostnaður við byggingu og rekstur þeirra er
mjög mikill.
Öllum má okkur vera ljóst, að jaessi nýja
aðgreiningarjrróun kynslóðanna er síður en svo
gallalaus. Við vitum, að mjög mörgu gömlu fólki
leiðist á elliheimilum og líta nánast á jjau sem „bið-
sal dauðans" þrátt fyrir öll jaægindin. Tvennt kemur
hér til að mínu mati. í fyrsta lagi hefur of lengi
tíðkazt að byggja elliheimili upp á fáum stöðum og
flytja síðan gamla fólkið úr umhverfi sínu, oft i
annan landshluta, fjarri vinum og frændaliði, til að
eyða þar síðustu ævidögum. Birtist þetta hvað
gleggst í uppbyggingu Hrafnistu í Reykjavík sem
síðasta skipsrými allra gamalla sjómanna á landinu.
I öðru lagi veldur hér skortur á verkefnum við hæfi
gamla fólksins.
Engin sönnun er til fyrir jrví, að nútíma uppeldis-
aðferðir losaralegra heimila, dagvistarstofnana og
langrar skólagöngu geri einstaklinginn hamingju-
samari en áður var. Jafn ljóst er, að j)jóð, sem ekki
stefnir að aukinni hamingju hvers einstaklings, er á
villigötum.
Er ekki hugsanlegt, að okkur vanti einn tengilið í
uppeldismálin í dag? Kemur ekki til greina, að sá
tengiliður sé gamla fólkið, sem i dag vantar verkefni?
Yfir gömlu fólki, sem er ánægt með lífið og hefur
lifsfyllingu í starfi, ríkir oft andlegt jafnvægi og ró,
sem sífellt er að verða torfundnara hjá okkur, sem
stöndum á haus í ólgu nútíma atvinnulífs. Rólegt
umhverfi og andlegt jafnvægi er börnum höfuð-
nauðsyn á uppvaxtarárunum. Þess vegna kann hér
að vera möguleiki á nánari tengslum ólíkra aldurs-
hópa til hagsbóta fyrir báða aðila.
Góðir ráðstefnugestir;
Ég hef farið frjálslega með efnisvalið í jæssu erindi,
miðað við texta dagskrárinnar. Vona ég, að mér
verði fyrirgefið |)að af aðstandendum ráðstefnunnar
og gestum hennar.
Hlutverk frummælanda í upphafi ráðstefnu er að
mínu mati að leggja spurningar fyrir ráðstefnugesti,
sem |)eir siðan leitast við að finna svör við.
Spurning mín til ykkar er þessi:
Er hugsanlegt að koma á einhvers konar sam-
rekstri á elliheimilum og dagvistunarheimilum
barna?
Eg hlakka til að heyra svör ykkar.
sveitarstjórnarmAl