Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1977, Síða 47

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1977, Síða 47
LOGI KRISTJÁNSSON, bæjarstjóri, Neskaupstað: REKSTUR DAGVISTARHEIMILA Þegar fjárhagsáætlun Neskaupstaðar fyrir árið 1975 var lögð fram og í ljós kom, að útgjöld vegna dagvistunar barna námu 6,5 milljónum króna umfram tekjur, hafa bæjarfulltrúar og aðrir þeir, sem um áætlunina fjölluðu, án' efa spurt sjálfa sig, hvort ekki væri of mikið að verja 5% af tekjum bæjarins, þ. e. leggja 4000 kr. á hvern íbúa, til reksturs dagheimilis og leikskóla. Væri jafnvel ekki hagkvæmara að borga húsmæðrum fyrir að vera heima og gæta barna? Ekki fór mikið fyrir vangaveltum af þessu tagi í umræðum um áætlun dagheimilisins. Líklega hefur það ekki verið ótti við að þurfa að fara heim og hugsa um matseldina og börnin, sem olli því, að fjárhags- áætlun dagheimilisins var samþykkt samhljóða, heldur öllu fremur skilningur á nauðsyn á raun- verulegu jafnrétti foreldra til vinnu utan heimilis og þeirri einföldu staðreynd, að dagheimili er nær eina Logi Kristjánsson, bæjarstjóri. menningarstofnunin, sem samfélagið býður yngstu börnunum. Skýrslugerðir I töflum 1 —4 er að finna tölur um rekstur nokk- urra dagheimila og leikskóla utan Reykjavíkur árið 1974. Samantekt þessi er byggð á ársreikningum sveitarfélaga og gagnasöfnun menntamálaráðu- neytisins vegna úthlutunar á rekstursstyrkjum. Við val stofnana var leitazt við að fá sem bezt þversnið af reksturseiningum, en skortur á upplýsingum réð miklu um valið. Töflurnar bera þess glöggt vitni, að okkur Islendingum er ýmislegt ljúfara en skýrslugerð og sú nákvæmni, er henni skal fylgja. Vil ég biðja lesendur að hafa þetta í huga, er þeir rýna í þær. Enda þótt letin við skýrslugerð hafi jafnan háð umræðum sem þessum meðal Islendinga, er vert að geta þess, að hún er ekki eins einráð nú og áður fyrr. Gagnasöfnun sú um rekstur dagvistarheimila, sem hófst árið 1973, var skref í rétta átt. Með auknu samræmi í gerð skýrslnanna og frekari úrvinnslu kemur gagnasöfnunin örugglega að góðurn notum fyrir jiá, sem að þessum málum starfa. Æskilegt væri, að fyrirhugaðri könnun menntamálaráðu- neytisins á dagvistunarjmrf i landinu væri lokið, en meðan svo er ekki, vantar tilfinnanlega ýmsar nauðsyniegar upplýsingar. Hins vegar er vert að benda á, að hafin er könnun á vegum jafnréttis- nefnda nokkurra sveitarfélaga, sem m. a. nær til þessa jtáttar. Vonandi gefa niðurstöður hennar okk- ureinhverja vísbendingu um málið. Þær rekstrarskýrslur siðustu ára, sem ég hefi skoðað og endurspeglast að mestu i töflum 1—4, 8VEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.