Sveitarstjórnarmál - 01.02.1977, Side 50
Nokkuð virðist skorta á nægjanlegt samband milli
starfsfólks dagvistarheimila og foreldra, ef marka má
skýrslurnar. I því sambandi er vert að íhuga, hvort
ekki væri rétt að opna dagvistarstofnanir á laug-
ardögum svo að foreldrar gætu komið þangað með
börnum sínum og aukinn skilningur skapaðist milli
þeirra og starfsfólksins.
Reksturskostnaður
í töflu 5 er reynt að áætla reksturskostnað vist-
mánaðar á dagvistarheimili á árinu 1976 og jafn-
framt sýndar sambærilegar tölur frá Noregi.
Áætlunin er byggð á kostnaðinum árið 1974 og
verðhækkunum fram i apríl 1976.
11. LAUNAKOSTNAÐUR er langstærsti út-
gjaldaliðurinn og nemur um 70% af heildarkostnaði.
Fjöldi starfsfólks og hvort lokað er að sumrinu hefur
veruleg áhrif á þennan lið til hækkunar eða lækk-
unar, en daglegur opnunartími og menntun starfs-
fólks talsvert minni.
12. VIÐHALDSKOSTNAÐUR er ákaflega
breytilegur vegna aldurs húsnæðis og fermetrafjölda
á barn.
13. Útgjöld vegna ljóss og hita eru mjög breytileg
eftir því, hvar á landinu er, þ. e. hvort dagvistar-
stofnun er á hitaveitusvæði eða kynt er með oliu.
Ennfremur er töluverður mismunur á rafmagnsverði
eftir landshlutum.
14. LEIKFÖNG. Þessi liður hefur hækkað mikið
að undanförnu, og er ástæða til að ætla, að aukinn
skilningur sveitarstjórnarmanna á nauðsyn leik-
tækja fyrir þroska barna eigi þar drjúgan þátt í.
Þótt krónutölur hér og í Noregi séu áþekkar, er
ljóst, að við erum langt á eftir, hvað magni viðkem-
ur, vegna óheyrilega hás verðlags hér á landi.
15. Undanfarin ár hafa MATVÆLI hækkað
mjög mikið eða um 96% á sl. 2 árum.
17. REKSTURSKOSTNAÐUR ALLS er áætl-
aður að meðaltali um 23.000 kr. á vistmán. á dag-
heimili eða 50 — 60% lægra en í Noregi. Þessi mis-
munur stafar allur af lægri launum hér á landi
(svipað starfslið), en þau eru meira en helmingi lægri
en í Noregi.
21. VISTGJÖLD. Hér á landi greiða foreldrar u.
TAFLA 2.2
REKSTURSKOSTNAÐUR
LEIKSKÓLA 1974
Sd j •cr í2 bb ‘u fc- S U 3 O
O 'O > _c S c Q. u ‘2. £' C cr. 73 á X ■< Selfoss Ttyggv: Akurey Iðavelli Akrane '> . in cd O XI tt •s O ;Ö 22 a i ° £ 3 •> C/3 x Sam- tals Meðal tal
01 Barnafj./starfsmán. 80/12 74/12 71/12 70/12 42/12 37/12 34/12 41/7 41/6 452/12 50/12
10 GJÖLD
11 Laun og launat. gj. 3930 2903 2593 2733 2062 1540 1486 1066 946 19.259 2140
12 Viðhald húss/húsal. 169 467 455 755 462 - 108 180 115 2.711 301
13 Ljós, hiti og ræsting 194 387 280 320 95 204 121 103 36 1740 193
14 Leikföng, föndur, áh. 233 37 70 84 202 314 112 183 3 1238 138
16 Annar rekstrarkostn. 149 174 77 101 256 95 339 93 88 1372 152
17 Rekstrarkostn. alls 4675 3969 3555 4014 3077 2153 2169 1627 1206 26.445 2.938
20 TEKJUR
21 Vistgjöld 2414 2034 2128 2040 1563 1328 1146 295 765 13.713 1524
22 Greitt af riki 758 702 673 664 339 351 332 227 194 4240 474
23 Rekstrarhalli 1503 1233 754 1310 1175 474 691 1105 247 8492 943
Upphæðir í þús. kr.
Samkv. landsmeðaltali kostar 2.794 þús. kr. að reka 50 barnaleiksk.
SVEITARSTJÓRNARMÁL