Sveitarstjórnarmál - 01.02.1977, Blaðsíða 56
HÓLMFRÍÐUR JÓNSDÓTTIR,
form. Fóstrufélags íslands:
HIÐ INNRA STARF Á
DAGVISTARHEIMILUM
Dagvistarheimili eru ætluð börnum frá 3 mánaða
til 6 ára aldurs. Þeim er skipt í dagheimili, leikskóla
og nú á seinustu árum hafa risið upp skóladagheim-
ili fyrir börn á aldrinum 6—12 ára.
Ætla ég nú að reyna að lýsa í höfuðdráttum því,
sem við köllum innra starf á þessum heimilum.
Uppeldisgildi dagheimila og leikskóla tel ég vera
það sama, þó að börn á dagheimilum dvelji 8 tíma á
heimilinu á dag, en börn í leikskóla 4 tíma, annað
hvort frá kl. 8—12 eða kl. 1—5.
Blandaðir aldurshópar æskilegri
Börnunum er skipt niður í hópa, og eru 14—20
börn í hverjum hópi. Hver hópur nýtur handleiðslu
fóstru og nema frá Fósturskóla Islands eða að-
stoðarstúlku. Mikið er nú rætt um blandaða aldurs-
hópa. 1 blönduðum aldurshópum eru börnin á mis-
munandi aldri, en ekki skipt niður eftir aldri, eins og
algengast hefur verið. Hefur þetta verið reynt lítil-
lega hér á landi og gefið góða raun. Álítum við
fóstrur, að þetta komi til með að vera æskilegra
fyrirkomulag heldur en aldursskiptingin, ekki sízt, ef
þroskaheft börn eiga að fá aðgang að dagvistar-
heimilum, eins og margir eru sammála um nú. 1
slíkum hópi gefst barni betra tækifæri til þess að
velja verkefni við sitt hæfi og leikfélaga eftir þroska
þess sjálfs. Þar er líka gott tækifæri einbirnis eða
yngsta barns fjölskyldu til þess að leika sér við enn
yngri börn eða öfugt. Eldri börnin hvetja mjög yngri
börnin og mörg eldri börnin njóta þess að vera með
yngri börnum og leita niður á þroskastig, sem þau
hafa hoppað yfir, kannski vegna þess að of miklar
kröfur eru gerðar til þess heima. Blandaðir aldurs-
hópar krefjast fjölbreyttari verkefna og leikfangavals
og nauðsynlegt er, að hver hópur hafi tvær leik-
stofur. Einnig er nauðsynlegt, að hver hópur hafi
tvær leikstofur, þó að börnin séu á sama aldri.
Þær fóstrur, sem hafa unnið við slíkar aðstæður,
skilja í rauninni ekki, hvernig hægt er að vinna með
20 barna hóp í einni leikstofu. Leikskólar eru opnir
öllum börnum á aldrinum 2—6 ára, en þar sem
leikskólar eru alltof fáir, anna þeir hvergi nærri öll-
um þeim umsóknum, sem berast um dvöl á þeim, að
minnsta kosti hér á þéttbýlissvæðinu. Þarf því að
byggja fleiri leikskóla. Á dagheimilum dvelja börn á
aldrinum 3 mán.—6 ára. Þó er ekki á öllum dag-
heimilum gert ráð fyrir vöggustofu.
Réttur barna til dagvistarheimila
Dagheimilin eru ekki opin öllum börnum. Það eru
nær eingöngu börn einstæðra foreldra og náms-
manna, sem hafa aðgang að þeim. Þetta finnst mér
og fóstrum yfirleitt ákaflega óréttlátt enda verður
sú þjóðfélagsmynd, sem börnin fá, ekki rétt, og stór
sá hópur barna, sem aldrei hefur tækifæri til að
dveljast á dagvistarheimilum.
SVEITARSTJÓRNARMAL