Sveitarstjórnarmál - 01.02.1977, Síða 57
Við verðum að opna dagheimilin fyrir öllum
börnum, hver svo sem félagsleg aðstaða þeirra er og
byggja fleiri dagheimili.
En hverjir eru svo þeir, sem kalla á fleiri dag-
vistarheimili? Það eru börnin. Þeirra er rétturinn eða
þörfin fyrst og fremst. Hvert barn á forskólaaldri á
að eiga kost á dvöl á dagvistarheimili, áður en það
fer að ganga í skóla. Það ætti að vera jafn sjálfsagt og
að börn hefji skólagöngu 6 ára gömul. Dagvistar-
heimili eru og eiga að vera til aðstoðar foreldrum við
uppeldi barna sinna í nútíma þjóðfélagi. Þess vegna
er nauðsynlegt, að samvinna foreldra og þess heim-
ilis, sem barnið dvelst á, sé góð, til þess að hún verði
barninu til gagns og gleði. Samvinna fóstranna við
foreldra fer fram með óformlegum viðtölum og for-
eldrafundum. Starfsemi heimilanna er skipulögð svo
sem unnt er, t. d. með starfsáætlunum, og hefur það
aukizt nú í seinni tíð.
Það er vitað mál, að mikið má kenna ungum
börnum, sérstaklega kvæði, sögur og átthagafræði.
Á öllum dagvistarheimilum eru börnunum kennd
kvæði og vísur, sungið mikið og lesnar eða sagðar
sögur. Börnin eru líka látin segja frá sjálf, fara með
kvæði eða vísu, eftir því sem geta leyfir. Þeim er
kennt um nánasta umhverfi sitt, atvinnuhætti o. fl.
o. fl. Mikil verkleg vinna er unnin á öllum dag-
vistarheimilum, svonefnt föndur. Samt eiga frjálsir
leikir og starf að sitja í fyrirrúmi. Þess vegna er svo
náuðsynlegt, að samverustundirnar, sem fara í beina
fræðslu, séu vel undirbúnar og skipulagðar.
Góö leikföng nauðsynleg, en dýr
Góð leikföng eru nauðsynleg á öllum dagvistar-
heimilum. En því miður er mjög lítið úrval af
þessum leikföngum hér í verzlunum.
Leikföng þessi eru mjög dýr hér, ekki sízt vegna
hárra tolla. Góð leikföng eru ekki munaðarvara,
heldur nauðsynleg hjálpar- og kennslutæki hverju
barni.
Siðast liðinn vetur voru starfandi umræðuhóp-
ar í Fóstrufélaginu um ýmislegt, sem viðkemur
innra starfi á dagvistarheimilum, svo sem um for-
eldrasamvinnu, starfsáætlanir fyrir heimilin og um
blandaða aldurshópa. Langar mig að segja hér frá
niðurstöðum eins hópsins, sem fjallaði um blandaða
aldurshópa, eða félagahópa, eins og þessi umræðu-
hópur kallaði það. Helztu ókostir við blandaða
aldurshópa voru að þeirra mati þeir, að mjög mis-
jafnar aðstæður væru á mörgum eldri dagvistar-
heimilanna fyrir þetta rekstrarform. Töldu þær, að
hætta væri á, að eldri börnin yrðu afskipt og að þau
fengju ekki næg verkefni við sitt hæfi, ef húsnæðið er
óhentugt og starfsfólkinu tækist ekki að vinna á
annan hátt en gerist á dagheimilum með venjulegri
deildaskiptingu. Einnig töldu þær hættu á, að of
miklar kröfur yrðu gerðar til eldri barnanna.
Kosti aldursblönduðu deildanna töldu þær meðal
annars vera:
1. Systkini væru saman.
2. Minni samkeppni innan hópsins og hver ein-
staklingur nyti sín betur.
3. Auðveldara fyrir þroskaheft börn að vera á
þessum deildum.
4. Yngri börnin lærðu mikið af eldri börnunum.
Lærðu fyrr að tala, borða og klæða sig og til-
einka sér ýmsar daglegar venjur. Eldri börnin
lærðu að taka tillit til yngri barnanna og öfugt.
5. Starf fóstranna yrði fjölþættara en í aldurs-
skiptri deild.
Dagvistarheimili eru dýr í byggingu og rekstri, en
álit mitt er það, að þau færi þjóðinni sjálfstæðari og
hamingjusamari einstaklinga, sem eru betur undir
það búnir að axla þær byrðar, sem þjóðfélagið legg-
ur þeim á herðar síðar meir.
SVEITARSTJÓRNARMÁL