Sveitarstjórnarmál

Ukioqatigiit

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1977, Qupperneq 58

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1977, Qupperneq 58
NIÐURSTÖÐUR UMRÆÐU- HÓPS Á RÁÐSTEFNUNNI UM DAGVISTARHEIMILI Ein þrálátasta spurningin var það, hvort hægt væri að byggja ódýrari hús en þau, sem teikningarnar frá menntamálaráðuneytinu gera ráð fyrir. Þegar málið var krufið til mergjar, sáust engar leiðir til þess, svo framarlega sem húsin ættu að svara þeim kröfum, sem gera verður til húsnæðis, er geri mögulegt, að dagvistarstofnanir verði ekki geymslustaðir, heldur uppeldis- og menningarstofn- anir. Húsið er að vísu aldrei nema eitt þeirra skilyrða, sem uppfylla þarf, til þess að svo verði, starfsliðið, gott og vel menntað, er mikilvægasti þátturinn. Hugsanlegt var talið, að utan Reykjavíkur kynnu á stöku stað að fást gömul hús til kaups til þessara nota fyrir minna verð en nýbyggingin kostar. Fullreynt þykir, að i Reykjavík er ekki ódýrara að kaupa gömul hús, breyta þeim og búa að öllu leyti en að efna til nýrra bygginga. Um leiksvæði var tekið fram, að vel írágenginn leik- völlur létti mjög störf fóstranna. Þeir þurfa að vera þurrir og rúmgóðir, vel upplýstir og æskilegt, að þar sem því verður við komið, sé hitalögn undir einhverjum hluta þeirra, svo að börnin hafi alltaf þurrt leikrými utan húss allt árið. Allir góðir leikvellir verða dýrir. Utan Reykja- víkur kynni lægra lóðaverð að hafa einhver áhrif, og e. t. v. mætti þar stundum hagnýta meir upprunalegt landslag. Góð leiktæki úti og inni eru mikilvæg og dýr. Engin leiktæki eða leikföng eru fjöldaframleidd hérlendis sér- staklega fyrir dagvistarstofnanir, sem þó væri æskilegt. Einn þátttakandi drap á, hvort skólanemar gætu ekki smiðað leikföng í smíðatimum og annar gat þess, að uppi hafa verið hugmyndir um, að aldraðir trésmiðir á elli- heimilum kynnu að fást til að smiða tréleikföng. Þátttakendurnir töldu, að almenningurinn, sem ráð er fyrir gert á dagheimilunum á teikningum ráðuneytisins, væri æskilegur. Ein athugasemd kom um, að þar skapaðist aðstaða til að taka á móti þeim, sem kæmu i heimsókn til barnanna. Talið var sjálfsagt, að dagvistarstofnanir yrðu meira opnar fyrir aðstandendur barnanna til að skapa meiri samvinnu á milli þeirra og starfsfólksins. Rætt var um notkun húsnæðis dagvistarstofnana til annars félagsstarfs að kvöldi og talið, að það hlyti að vera staðbundið, en gæti vel farið saman. Sumir töldu nýjustu gerð dagheimila svo glæsilega, að þau væru í ósamræmi við heimili barnanna og gæti það skapað óánægju hjá þeim. Aðrir töldu, að börn hugsuðu ekki þannig. Blöndun heilbrigðra og fatlaðra barna var talin æskileg. Óskað var, að þeirri fyrirspurn yrði beint til Sumar- gjafar, hvort ekki væri unnt að gefa starfsmönnum dag- vistarstofnana utan af landi, sem ekki hafa fóstrumennt- un, kost á að vinna 7—10 daga á stofnunum í Reykjavík, þeim til fræðslu. Fram komu raddir um, að ekkert dag- heimili ætti að vera stærra en tveggja deilda. Hópurinn taldi æskilegt, að verja mætti vissum hundraðshluta byggingarkostnaðar dagvistarstofnana til kaupa á listaverkum, sem jafnframt geta |rjónað sem leik- tæki, samanber úrslit i samkeppni, sem fram fór um það efni s. 1. vetur. Hópurinn beinir eindreginni áskorun til fundarbjóð- enda, að þeir beiti sér fyrir þvi, að innflutt leikföng, sem hafa uppeldislegt gildi og nota á á dagvistarstofnunum, verði sett i sama tollflokk og kennslutæki. Umræðuhópur um hönnun dagvlsfarhelmlla, tallð frá vlnstri: Ingibjörg Krlstjánsdóttir, Reykjavík; Auóur Sigurðardóttir, Seltjarnarnesi; Sonja Hjálmarsdóttir, isafirði; Sölvl Aasgaard, Akureyri; Soffía Zophoníasdóttir, Reykjavík; Hrefna Einarsdóttir og Helga Óskarsdóttir, Njarðvíkum; Veronica M. Björnsson, Bolungarvík; Guðbjörg Þórðardóttir, Mosfells- sveit; Guðmundur Kr. Guðmundsson; Salome Þorkelsdóttir og Slgríður Thorlaclus. SVEITARSTJÓRNARMÁL
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.