Sveitarstjórnarmál

Ukioqatigiit

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1977, Qupperneq 59

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1977, Qupperneq 59
SIGRÚN KLARA HANNESDÓTTIR, lektor: SPJALDSKRÁ OG BÓKASKRÁ Nauðsynleg hjálpartæki til þess aö breyta safni bóka í bókasafn Félag bókasafnsfræðinga boðaði nýlega til fundar með ráðamönnum ríkis og sveitarfélaga í þeim til- gangi að kynna fyrir þeim skrár þær, sem unnið hefur verið að síðan 1972. Er hér um að ræða tvö aðskilin skrárverkefni, þótt náskyld séu. Annað verkefnið er útgáfa og sala á spjaldskrárspjöldum til bókasafna fyrir valdar 9000 bækur, útgefnar á tímabilinu 1944—1973, en hitt er útgáfa heildarbókaskráar yfir alla útgáfu lands- manna á þessu tímabili og jafnvel alla útgáfu um ísland á umræddu tímabili. Vegna þess, hve aðdragandinn að þessu verkefni hefur verið á margan hátt óvenjulegur, er hér rakin að nokkru þessi saga, til þess einnig að skýra ýmsa erfiðleika, sem hafa verið á því að koma verkinu á lokastig. Forsagan nær aftur til vorsins 1972, að nokkrir bókaverðir voru að ræða um ýmis sameiginleg safnavandamál. Bar þar einna mest á góma skort á ýmiss konar bókfræðiritum, einkum þó heildarriti yfir íslenzka bókaútgáfu síðastliðin 20 ár eða svo. Um þessar mundir var að hefjast skipulagning á skólasöfnum á vegum Reykjavíkurborgar, og skorti tilfinnanlega slíkt heildarrit í sambandi við bókaval i söfnin, skráningu á efni, sem til var í söfnum svo og allan frágang og flokkun á safnefninu. Eitt af örfáum tiltækum heimildarritum var Ár- bók Landsbókasafns, en erfitt var að nota hana, þar sem fletta þurfti upp i 29 bókum og auk þess í við- bótum, sem koma í annarri stafrófsröð aftar i ritinu, ef finna átti, hvað hafði komið út eftir tiltekinn höfund eða í ákveðnum efnisflokki bóka. Þá kom fram sú hugmynd að steypa öllum heftum Árbókarinnar í eina stafrófsröð með öllum við- bótunum og fá þannig eina stafrófsraðaða skrá, sem síðan yrði geymd á aðgengilegum stað, t. d. í skóla- safnamiðstöð Reykjavíkurborgar. Og bókaverðirnir létu ekki sitja við orðin tóm. Safnað var saman hópi vina og kunningja og hafizt handa. Ótalin eru þau vor-, sumar- og haustkvöld, sem kátur og bjartsýnn hópur sat við að klippa Ár- bókina í ræmur og líma færslurnar upp á spjöld. Þegar þessu handverki öllu var lokið, var skránni síðan steypt í eina stafrófsraðaða heild, eins og fyrirhugað var i upphafi. En ekki var látið hér við sitja. Tíðrætt varð um þann möguleika að láta fleiri njóta góðs af þessu verki, og upp úr því fæddist sú hugmynd að gefa út samsteypuskrá yfir tímabilið, sem Árbókin nær yfir, þ. e. 1944—1973. Um það leyti, eða í apríl 1974 var staddur hér á landi frægur brezkur bókasafnsmaður, Douglas Foskett, og varð hann svo hrifinn af hug- myndinni, að hann bauðst til að kanna fyrir okkur möguleikann á útgáfu skrár, sem byggð væri á þvi að taka ljósrit af spjöldunum sjálfum. Ekki leið á löngu, þar til tilboð kom frá bandarísku útgáfufyrirtæki, sem þekkt er fyrir bókaskrárútgáfu, G. K. Hall í Boston. G. K. Hall bauðst til að gefa út skrána okkur að kostnaðarlausu og sjá þar að auki um dreifingu hennar. Þegar hér var komið sögu, hafði einnig sýnt sig, að miklar breytingar þurfti að gera á skránni til þess að hægt væri að gefa hana út. Meðal annars hafði Landsbókasafn skráð á föðurnafn íslenzkra manna í SVEITARSTJÓRNARMÁL
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.