Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1981, Page 17

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1981, Page 17
Umsjón með þjónustu við aldraða í sveitum gæti verið kjörið svið fyrir sýslunefndir, því ekki verður séð, að sýslufélagið sem stjórnsýslueining verði lagt niður. Því er ekki úr vegi að láta sýslu- nefndir og sýslumenn kenna þeirrar félagslegu ábyrgðar, sem þeim er ætlað að bera samkvæmt lögum. Af þekktum dæmum tel ég, að slík þjónusta geti stuðlað að mun lengri dvöl aldraðra í heimasveit og þar með minnkað þörfina fyrir dvalarheimili. I dreifbýli er mönnum nokkur vandi á höndum, þegar velja á stofnunum eins og dvalarheimili stað. Að fenginni reynslu má telja fullvíst, að ekki sé ráð- legt að velja þeim stað i fámenni, og má þar benda á sem dæmi dvalarheimilið að Fellsenda í Dölum. Rekstur heimila i sveitum er vandkvæðum bund- inn, bæði vegna skorts á starfsfólki og þjónustu frá heilsugæzlu. Aldraðir á Vesturlandi Til þess að skoða þjónustu við aldraða í dreifbýli nánar hef ég valið þann kostinn að fjalla nokkuð um Vesturland. Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni bjuggu 14840 íbúar í Vesturlandskjördæmi hinn 1. desem- ber 1980, þar af 1210 67 ára og eldri. Að framan nefndi ég hátt hlutfall aldraðra í sveitahreppum, og vil ég nú sýna dæmi um þetta í yfirliti um fjölda aldraðra eftir hreppum á Vesturlandi. Eins og fyrr sagði, eru nú um 8.65% íbúa í landinu 67 ára og eldri. Af yfirlitinu hér að neðan má sjá, að á Vesturlandi er fjöldi 67 ára og eldri 8.15%, sem er undir landsmeðaltali og bendir til þess, að þjón- ustuþörf aldraðra sé hlutfallslega minni að umfangi en víða annars staðar á landinu. YFIRLIT UM FJÖLDA ALDRAÐRA Á VESTURLANDI EFTIR SVEITARFÉLÖGUM OG SÝSLUM FRÁ 1. DES. 1980 Sveitarfélag Akranesbær Borgarfjarðarsýsla Strandarhreppur Skilmannahreppur Innri-Akraneshreppur Leirár- og Melahr. Andakílshreppur Skorradalshreppur Lundarreykjadalshr. Reykholtsdalshreppur Hálsahreppur Mýrasýsla Hvítársiðuhreppur Þverárhlíðarhreppur Norðurárdalshreppur Stafholtstungnahr. Borgarhreppur Borgarneshreppur Álftárhreppur Hraunhreppur Snæfellsnes- og Hnappadalssýsla Kolbeinsstaðahreppur fbúafj. 67 ára og eldri % 5170 372 7,2 1451 129 8,9 164 20 12,2 131 9 6,9 117 12 10,3 157 10 6,4 274 13 4,7 67 9 13,4 120 17 14,2 315 32 10,6 106 7 7,7 2533 258 10,2 85 14 16,5 96 15 15,6 132 19 14,4 188 26 13,8 177 18 10,2 1615 129 8,0 124 22 17,7 116 15 12,9 4581 309 6,7 150 16 10,7 Sveitarfélag Eyjahreppur Miklaholtshreppur Staðarsveit Breiðuvikurhreppur Neshr. utan Ennis Ólafsvikurhreppur Fróðárhreppur Eyrarsveit Helgafellssveit Stykkishólmshreppur Skógarstrandarhreppur Dalasýsla Hörðudalshreppur Miðdalahreppur Haukadalshreppur Laxárdalshreppur Hvammshreppur Fellsstrandarhreppur Klofningshreppur Skarðshreppur Saurbæjarhreppur Vesturland alls: lbúafj. 67 ára og eldri % 70 4 5,7 140 14 10,0 130 14 10,8 103 16 15,5 616 31 5,0 1180 54 4,6 26 0 0 794 34 4,3 87 14 16,1 1191 102 8,6 94 10 10,7 1105 132 11,9 55 10 18,2 154 21 13,6 69 7 10,1 415 31 7,5 110 15 13,6 75 13 17,3 30 14 46,7 52 7 13,5 145 14 9,7 14840 1210 8,15 SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.