Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1981, Síða 21

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1981, Síða 21
ÁSGEIR JÓHANNESSON, fyrrv. bæjarfulltrúi og form. stjórnar Hjúkrunarheímilis aldraðra í Kópavogi: BYGGING HJÚKRUNARHEIMILIS ALDRAÐRA í KÓPAVOGI Kópavogsbærerekki gamall kaupstaður. Hann er 25 ára árið 1980, og saga þéttbýlis í Kópavogi er aðeins fáum árum eldri. Staðreynd er það eigi að síður, að nú fjölgar ört öldruðu fólki í Kópavogi; frumbýlingarnir gerast nú gamlir, og nú munu um 600 Kópavogsbúar vera 67 ára og eldri. Á undan- förnum árum hafa ýmis félagasamtök, svo sem Kvenfélag Kópavogs og fleiri slík, unnið mikilvæg störf í þjónustu við aldraða. Velferðarnefnd aldraðra á vegum bæjarfélagsins undir forustu sr. Gunnars Árnasonar var hér starfandi lengi á 7. áratugnum, og nú um sinn hefur bæjarfélagið sjálft haldið uppi öflugri þjónustustarfsemi í þágu aldraðra. En á síð- ustu árum hefuröllum, sem að þessum málum hafa unnið hér, orðið ljóst, að nú væri mikilvægasta verkefnið í þágu aldraðra að reisa hjúkrunarheimili fyrir þá í Kópavogi. Það gerðist í ársbyrjun 1978, að Soroptimista- klúbbur Kópavogs boðaði nokkur félagasamtök með bréfi til fundar, þar sem rædd skyldu úrræði í þessum efnum. I aprílmánuði 1978 komu svo fulltrúar frá 10 félögum í Kópavogi saman til þess að ræða, á hvern hátt mætti hrinda af stað byggingu hjúkrunarheim- ilis fyrir aldraða í Kópavogi. Um 30 aldraðir sjúkir lágu þá á heimilum í Kópavogi og fengu hvergi sjúkrahúsvist, og um 40 voru á stofnunum í Reykja- \ ík. Aldraðir sjúkir á heimilum í Reykjavík, sem ekki komust á sjúkrahús, skiptu hundruðum og því litlir möguleikar fyrir Kópavogsbúa um úrlausn í þessum efnum annars staðar. Auk þess kom fram, að neyðarástand ríkti á sumum þessara heimila í Kópavogi, þar sem þeir öldruðu dvöldust og erfitt orðið að fá fólk til starfa við heimahjúkrun vegna mjög erfiðrar starfsaðstöðu. Tveir umræðufundir voru haldnir um málið í aprílmánuði 1978, og voru deildar meiningar um það, hvaða leið væri vænlegust til úrbóta. Vildu sumir mynda þrýstihóp til þess að knýja á um framkvæmdir hjá ríki og bæ með áskorunum og fundahöldum, en aðrir töldu það ekki myndi bera árangur í næstu framtíð, því skv. lögum bæri ríkinu að greiða 85% byggingarkostnaðar af hjúkrunar- heimilum, en sveitarfélögum 15%, og ríkið væri meira og minna búið að ráðstafa sínu fé á næstu árum til bygginga, sem þegar væru hafnar, og Kópavogsbær myndi ekki hafa fjárhagslegt bol- magn til að reisa slíka byggingu á næstu árum. Stofnað til samtaka Á síðari fundinum lögðu svo fulltrúar Rauða kross deildar Kópavogs fram eftirfarandi tillögur, er samþykktar voru einróma: 1. Þeir fulltrúar og félög, sem að fundi þessurn standa, stofni samtök í þeim tilgangi að hrinda í framkvæmd byggingu hjúkrunarheimilis fyrir aldraða í Kópavogi. SVEITARSTJORNARMAL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.