Sveitarstjórnarmál

Ukioqatigiit

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1981, Qupperneq 49

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1981, Qupperneq 49
tryggari og hættuminni. Taldi Skúli i sinni framsögu ekki gott að segja, hvað garður þessi mundi kosta, en verkhyggnir menn hafi þó álitið, að kostnaðurinn við að byggja hann mundi vart fara fram úr 15 til 20.000 krónum. Tillagan hlaut samþykki þingsins, og var Sigurði Thoroddsen, verkfræðingi, falið að rannsaka lend- inguna og gera áætlun um byggingu ,,brimgarðs“. Skilaði Sigurður greinargerð sumarið 1901 ásamt teikningum af garðinum. Þá fylgdi og kostnaðar- áætlun, sem hljóðaði ekki upp á 15 til 20.000 krónur, heldur 210.000 krónur. I greinargerðinni er fjallað nokkuð um staðsetn- ingu brimgarðsins og þörfina á framkvæmdum. Segir þar m. a., að sannarlega sé þörf á að bæta lendinguna, en að því miður séu allar byggingar í sjó mjög kostnaðarsamar og því hætt við, að landinu sé fyrst í stað ofvaxið að ráðasl í slíkt fyrirtœki. Þetta var svo viðhorf stjórnvalda, einnig þegar á reyndi. Á næstu árum leið undir lok tími verstöðvarinnar og tími áraskipanna, sem staðið hafði um 10 alda skeið, og vélbátar komu til sögunnar. Hin fasta byggð á Bolungarvíkurmölum varð löggiltur verzlunarstaður árið 1903, íbúum fjölgaði nú mjög ört og urðu nær 800 árið 1910. Með stækkun vél- bátanna fór hafnleysið að segja til sín, og stóðu menn frammi fyrir því, að án hafnaraðstöðu fyrir stærri fiskiskip var staðurinn dæmdur úr leik sem lífvænleg framtíðarbyggð. Því vildu menn ekki una og snérust til sóknar. Stofnaður var sjóður árið 1907, sem ætlað var það hlutverk að standa undir framkvæmdakostnaði við hafnargerðina. Hét sjóðurinn „Lendingarsjóður Bolungarvíkur“. Tekjur sínar fékk hann þannig, að í hann greiddu sjómenn vissan hluta af sínum afla- hlut. Upphaf hafnargerðar 70 ára Á almennum borgarafundi árið 1911 var svo samþykkt að hefja byggingu 50 til 60 faðma langs brimbrjóts (100—120 metra). Framkvæmdir hófust síðan um sumarið, og var þar með hafin sú barátta, sem átti eftir að standa, með litlum hléum, í rúmlega hálfa öld. Staðsetning garðsins og stefna mun hafa verið ákveðin í samræmi við þá tillögu, sem Sigurður Thoroddsen gerði árið 1901. f þessum fyrsta áfanga var byggður 30 m langur garður og 6 m breiður. Náði hann ca. 10 m fram fyrir fjöruborð, og gætti næsta lítils skjóls af honum, og nýttist hann ekki til viðlegu. Byggingarkostnaður varð liðlega 10.000 krónur og Gröfuflekinn Grettir við dýpkun í Bolungarvíkurhöfn. Ljós- myndin ertekin í októbermánuði árið 1978. greiddi lendingarsjóður um 8.000 krónur, en 2.000 krónur voru styrkur úr landssjóði, sem veittur var árin 1910 og 1911, 1.000 krónur hvort ár. Árið 1914 var garðurinn lengdur um tæpa 30 m og um rétta 20 m árið 1915. Var brimbrjóturinn þá orðinn tæplega 80 m langur og þó nokkurt mannvirki miðað við allar aðstæður og veitti nokkurt skjól hið næsta. í stórbrimi, sem gerði þá um haustið 1915, brotn- aði garðurinn í tvennt, og raskaðist fremsti hluti hans verulega. Þetta fyrsta áfall af mörgum, sem síðar urðu, varð til þess, að menn skiptust nú mjög í flokka næstu árin um það, hvernig bregðast bæri við og hvernig standa bæri að framhaldinu. Sumir töldu rétt, að fresta bæri viðgerð og frekari framkvæmdum, þar til sérfróður maður á vegum landsstjórnarinnar hafi gert tillögur um hafnarbæturnar og fyrirkomulag þeirra og kostnað við þær. Aðrir vildu halda settu striki, gera við garðinn án tafa og styrkja hann eftir mætti. Það varð ofan á, enda hafði alþingismaðurinn, Skúli S. SVEITARSTJÓRNARMÁL
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.