Sveitarstjórnarmál

Ukioqatigiit

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1981, Qupperneq 59

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1981, Qupperneq 59
FEGRUM BYGGÐ OG BÆ — GLÖGGT ER GESTS AUGAÐ Kjörorð Austfirðinga í ferðamálum á árinu 1981 Stjórn Sambands sveitarfélaga í Austurlandskjördæmi hefur nýlega fjallað á tveimur fundum um niður- stöður ferðamálaráðstefnu Austur- lands, sem haldin var á Hallormsstað hinn 28. ágúst 1980. Hefur stjórnin birt ályktanir ráðstefnunnar í frétta- bréfi sínu og óskað þess, að málið verði rætt í öllum sveitarstjórnum fjórðungsins. Meðal atriða, sem um var fjallað i ályktuninni, var útgáfa ferðamanna- bæklings um Austurland, átak í ferðamálum á árinu 1981 undir kjör- orðinu Fegrum byggd og bœ — glbggt er gests augað, og fleiri aðgerðir til að stuðla að eflingu ferðamála sem at- vinnugreinar í fjórðungnum. Ályktun ferðamálaráðstefnunnar frá 28. ágúst 1980 var svofelld: Ferðamálaráðstefna Austurlands haldin á Hallormsstað 28. ágúst 1980 samþykkir: 1. að skora á Samband sveitarfé- laga í Austurlandskjördæmi að hefja nú þegar undirbúning að útgáfu kynningarrits um Austurland. 1 þessu riti verði í máli og myndum leiðbein- andi upplýsingar um sem flest, er máli skiptir fyrir ferðamenn. 2. að skora á Vegagerð ríkisins að bæta leiðamerkingar um Austurland, þannig að ferðamenn geti ratað. 3. að skora á yfirvöld að styðja þá hugmynd, að Umferðarmiðstöð verði reist á Egilsstöðum. 4. að hvetja bæjar- og sveitarfélög, bændur og alla aðila á Austurlandi að hafa kjörorð sitt á árinu 1981: Fegrum byggð og bæ — glöggt er gests augað. 5. að beina þeim tilmælum til tollyfirvalda, að tollskoðun og toll- eftirlit verði þannig framkvæmt, að sem minnstri röskun valdi fyrir ferðamenn. Er hér átt við þann langa tíma, sem nú fer í tollskoðun m/s Smyrils. 6. að beina þeim tilmælum til við- komandi aðila: a. að þjónusta við bifreiðaeigendur verði aukin og reynt að skipu- leggja helgarþjónustu á sem flest- um ferðamannastöðum. b. að samgöngur milli Egilsstaða- flugvallar og Egilsstaðakauptúns verði bættar. Reynt verði að bæta þjónustu leigubifreiða í samvinnu við hótel og aðra hagsmunaaðila. Á þetta jafnt við um aðra þétt- býlisstaði í fjórðungnum. c. að tjaldstæði verði rekin sam- kvæmt gildandi reglugerð. Lögð verði áherzla á að samræma gjaldtöku. d. að leitazt verði við að hafa sund- staði opna sem lengst yfir sumar- mánuðina og þjóna þar með þörf- um sem flestra. FRÁ UMFERÐAR- RÁÐI Á fundi hinn 26. nóvember 1980 samþykkti umferðarráð eftirfarandi álvktun: Umferðarráð samþykkir að mœla með því, að notkun öryggisbelta í framsœtum bifreiða verði hiðfyrsta lögboðin. Umferðarráð vísar til þess, 1. að brýna nauðsyn ber til að vinna gegn hörmulegum afleiðingum umferðarslysa, 2. að sannað er m. a. með læknis- fræðilegum rannsóknum, að með notkun öryggisbelta má draga verulega úr fjölda látinna og slas- aðra ökumanna og farþega í framsætum bifreiða, NOTKUN ÖRYGGISBELTA I BIFREIÐUM LÖGBOÐIN? 3. að ekki er fyrirsjáanlegt, að fram komi annar búnaður til öryggis, er komið geti í stað öryggisbelta, 4. að öryggisbelti eru i öllum fólks- bifreiðum og sendibifreiðum, sem skráðar hafa verið eftir 1. janúar 1969, eða 1 a. m. k. 80% slíkra bif- reiða, 5. að ekki mun unnt með kynningu eða áróðri eða endurbótum á gerð öryggisbelta að auka, svo að full- nægjandi verði talið, notkun þeirra umfram þá notkun, sem nú er, 6. að Norðurlandaráð hefur mælt með því, að komið verði á lögboð- inni notkun öryggisbelta, 7. að annars staðar á Norðurlöndum og í mörgum ríkjum öðrum hafa verið í gildi ákvæði, er mæla fyrir um notkun öryggisbelta í fram- sætum bifreiða, 8. að reynsla þessara þjóða af lög- boðinni notkun öryggisbelta er góð. Af framangreindum ástæðum hvetur umferðarráð til þess, að notk- un öryggisbelta í framsætum bifreiða verði hið fyrsta lögboðin, og að við mótun lagareglna um þetta efni verði fylgt tillögum Norræna umferðar- öryggisráðsins og þær lagaðar að sér-íslenzkum aðstæðum. S\’E1TARSTJÓRNARMáL
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.