Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1981, Síða 64

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1981, Síða 64
FELAGSMALASTJORI RAÐINN Á SAUÐARKROKI Hinn 1. nóvember 1979 tók til starfa félagsmálastjóri á Sauöárkróki. Félagsmálastjóri er framkvæmda- stjóri félagsmálaráðs kaupstaöarins, en það er skipað fimm fulltrúum, en héraðslæknirinn, Friðrik J. Friðriks- son, er formaður þess. Undir félagsmálaráð hafa verið sameinuð verkefni nokkurra nefnda, sem fyrir voru s. s. íþrótta- og tóm- stundanefndar og barnaverndar- nefndar. Verkefni félagsmálastjóra eru þar af leiðandi margvísleg, en fé- lagsmálastjórar hafa áður verið ráðn- ir á Akureyri, Akranesi og á Selfossi, auk Reykjavíkur, Kópavogs og Hafnarfjarðarkaupstaðar, þar sem félagsmálastjórar hafa starfað um árabil. Auk framangreindra starfa annast félagsmálastjóri vinnumiðlun og at- vinnuleysisskráningu, auk þess sem hann er starfsmaður öldrunarnefndar og ferðamálanefndar kaupstaðarins. Einnig er hann i nefnd þeirri, sem sett hefur verið á stofn vegna alþjóðaárs fatlaðra i kaupstaðnum. Friðrik Á. Brekkan hefur verið ráðinn í starf félagsmálastjóra. Friðrik er fæddur 21. april árið 1951, sonur hjónanna Ólafar Htílgu Sig- urðardóttur, tannlæknis, og Ásmundar Brekkan, yfirlæknis á Röntgendeild Borgarspítalans i Reykjavik. — Friðrik Á. Brekkan. Friðrik lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum i Hamrahlið árið 1973, stundaði nám í enskum bók- menntum í Háskóla Islands árið 1974 og rak i Reykjavik eigið inn- flutningsfyrirtæki, Björgunartækni. Flutti hann inn ýmis hjálpartæki auk sjúkrabifreiða, og varð það visir að Hjálpartækjabanka Rauða kross Is- lands, sem hefur yfirtekið innflutning slíkra tækja. Friðrik hefur starfað mikið að ferðamálum og var búsettur um árabil á Tenerife á Kanaríeyjum sem fararstjóri fyrir islenzkar ferða- skrifstofur. Friðrik hefur unnið mikið við þýð- ingar, og á árunum 1978—1979 stundaði hann nám i Háskólanum i Gautaborg í sjúkrahúsrekstri og í al- þjóðastjórnmálum. Samhliða námi starfaði hann við innflytjendastofnun Gautaborgar og var túlkur hennar í spænsku, islenzku og í þýzku. Þar vann Friðrik ýmis fyrirgreiðslustörf í þágu hinna fjölmörgu Islendinga, sem þangað fluttust fyrir nokkrum árum. FÉLAGSSTARF ALDRAÐRA Með tilkomu embættis félags- málastjóra á Sauðárkróki hefur verið bryddað upp á ýmsum nýjungum. Meðal annars hefur verið stofnaður félagsskapur aldraðs fólks, sem kemur saman hálfsmánaðarlega með skemmtidagskrá og veitingum. Enn- fremur er á vegum þess félagsskapar föndurstarf hálfsmánaðarlega. Þá er einnig fyrirhugað að hefja létta leik- fimi fyrir aldrað fólk. DAGVISTARMÁL Á Sauðárkróki er starfandi einn tveggja deilda leikskóli, leikskólinn við Viðigrund, og veitir Helga Sigur- björnsdóttir honum forstöðu. Þar starfa þrjár fóstrur í fullu starfi. Biðlisti til að koma börnum þar fyrir er langur, og er miklum fjölda barna komið í gæzlu hjá s. k. „dag- mömmurn". Fyrir dyrum stendur stórátak i dagvistarmálum, en það er bygging nýs tveggja deilda leikskóla í nýja íbúðarhverfinu, Hliðarhverfi. Búið er að steypa upp grunnplötuna, og hef- ur verið samið við Húseiningar hf. á Siglufirði um, að þeir smiði húsið, og er því verki nú lokið og aðeins beðið eftir góðu veðri, svo hægt verði að setja húsið upp. Hönnun innréttinga og skipulag lóðar hefur Kristin Sætran, híbýla- fræðingur, haft með höndum, og kennir þar ýmissa nýjunga. Að upp- setningu hússins lokinni er eftir tölu- vert starf við innréttingu, en það er von allra, að takist að koma starf- seminni af stað seint á þessu ári eða snemma árs 1982. HEIMILISÞJÓNUSTA TEKIN UPP Á SAUÐÁRKRÓKI Snemma á seinasta ári var á Sauð- árkróki tekin upp heimilisþjónusta. Hún er fólgin í því, að kona hefur verið ráðin til starfa hjá kaupstaðnum i fullt starf og heimild hefur fengizt fyrir annarri stúlku í hálft starf. Störfin eru fólgin i aðstoð við heimil- isstörf, einkum tiltekt. SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.