Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1981, Page 65

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1981, Page 65
FERÐAMÁLANEFND SAUÐÁRKRÓKS í byrjun núverandi kjörtímabils var á Sauðárkróki kosin þriggja manna ferðamálanefnd. Formaður hennar er Jón Karlsson, bæjarfulltrúi og formaður Verkalýðsfélagsins Fram. Nefndin hefur unnið að ýmsum verkefnum á sl. ári, ýmist sjálf eða i samstarfi við áhugamannafélög á Sauðárkróki. Nefndin lét hanna og gefa út vegg- spjald með myndum frá Sauðárkróki, og hefur því verið dreift um allt land, auk þess sem ferðamálaráð hefur það til dreifingar innan síns dreifikerfis. f undirbúningi er ferðamanna- bæklingur fyrir Skagafjörð, og verður hann unninn og kostaður til jafns af sýslu og bæ. Þá var tjaldstæði sett upp á Sauð- árkróki með fyrsta flokks aðstöðu. Tjaldstæði er við hliðina á sundlaug Sauðárkróks. Verkið unnu Kiwanis- félagar á Sauðárkróki. Við heimreiðar til bæjarins hafa verið settar upp tvær upplýsingatöfl- ur með uppdrætti af Sauðárkróki og þar merktar inn helztu stofnanir og fyrirtæki í bænum. JC-félagar eiga heiðurinn af því framtaki, auk þess að gefa út götukort af bænum í stóru upplagi. Bréf hefur nýlega verið sent kaupmönnum bæjarins, þar sem þeir eru hvattir til að hafa á boðstólum ýmsan varning fyrir ferðamenn auk minjagripa. Unnið er að því að örva heimamenn til þess að framleiða minjagripi og opna hugi fyrir því, að ferðamennska er arðvænleg og æski- leg atvinnugrein. Margir möguleikar eru enn van- nýttir í Skagafirði í ferðamálum. Verulega mætti auka straum ferða- manna til Hóla, út í Drangey og á fleiri eftirsóknarverða staði í hérað- inu. SAMEINAST UM ÁTAK í ÖLDRUNARMÁLUM Á seinasta ári tókst samstarf milli sýslunefndar Skagafjarðarsýslu og bæjarstjórnar Sauðárkrókskaupstað- ar um uppbyggingu öldrunarmála i Skagafjarðarsýslu. Skipuð var sex manna öldrunarnefnd með þremur fulltrúum frá hvorum aðila, og er hún jafnframt byggingarnefnd vegna fyrirhugaðs átaks í byggingarmálum aldraðra. Nefndina skipa frá sýsl- unni: Gunnlaugur Steingrímsson, Hofsósi, Þórarinn Jónasson, Hróars- dal, oddviti Rípurhrepps, og Sigurð- ur Jónsson, Reynistað í Staðarhreppi, allt sýslunefndarmenn, og frá kaup- staðnum bæjarfulltrúarnir Hörður Ingimarsson, Friðrik J. Friðriksson, héraðslæknir, og Sæmundur Her- mannsson, sjúkrahúsráðsmaður, sem jafnframt er formaður nefndarinnar. Til þess að létta undir við þann mikla kostnað, sem væntanlegar framkvæmdir óhjákvæmilega hafa i för með sér, er í undirbúningi alls- herjar fjársöfnun í Skagafirði að hætti þeirra hjúkrunarheimilismanna í Kópavogi. Viðræður hafa átt sér stað við Húsnæðisstofnun ríkisins svo og landlæknisembættið og verkefnið hvarvetna hlotið jákvæðar undirtekt- ir, enda brýnt. „Skortur á vistrými fyrir gamalt, lasburða fólk er tilfinnanlegur í Skagafirði, og höfum við dregizt aftur úr nágrannabyggðum allmjög hvað þetta varðar," sagði Friðrik Á. Brekk- an, félagsmálastjóri á Sauðárkróki í samtali nýlega um þetta efni. Það, sem byggja á, eru dvalaríbúðir fyrir aldraða á Hofsósi og í Varmahlíð, 5—6 íbúðir á hvorum stað, og hjúkr- unarheimilisdeild í tengslum við sjúkrahús Skagfirðinga á Sauðár- króki. Er henni ætlað að rúma um 30 manns. öldrunarnefndin hefur gefið út kynningarrit um starfsemi sína og því verið dreift inn á öll heimili í Skaga- firði fyrir milligöngu umboðsmanna- kerfis, sem nefndin hefur fengið til starfa í héraðinu. 16 umboðsmenn eru í hreppunum og 14 á Sauðár- króki. Héraðinu er skipt í söfnunar- einingar. Sauðárkróki hefur þannig verið skipt í 14 hverfi, og munu full- trúar frá hinum ýmsu félagasamtök- um vinna með nefndinni að söfnun fjármagns. Ætlunin var að hefja söfnunina formlega 20. febrúar, en nefndinni hefur þegar borizt frá ein- staklingum gjafafé, er samtals nemur um 10 millj. gamalla króna. Undanfari þessa fyrirhugaða átaks í málefnum aldraðra í Skagafirði var skýrsla, sem unnin var á vegum Hús- næðismálastofnunar ríkisins á árinu 1978 af Ásdísi Skúladóttur, félags- fræðingi, og Gylfa Guðjónssyni, arki- tekt, en frá henni var greint í Sveit- arstjórnarmálum 1. tbl. 1979. SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.