Sveitarstjórnarmál

Ukioqatigiit

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1981, Qupperneq 65

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1981, Qupperneq 65
FERÐAMÁLANEFND SAUÐÁRKRÓKS í byrjun núverandi kjörtímabils var á Sauðárkróki kosin þriggja manna ferðamálanefnd. Formaður hennar er Jón Karlsson, bæjarfulltrúi og formaður Verkalýðsfélagsins Fram. Nefndin hefur unnið að ýmsum verkefnum á sl. ári, ýmist sjálf eða i samstarfi við áhugamannafélög á Sauðárkróki. Nefndin lét hanna og gefa út vegg- spjald með myndum frá Sauðárkróki, og hefur því verið dreift um allt land, auk þess sem ferðamálaráð hefur það til dreifingar innan síns dreifikerfis. f undirbúningi er ferðamanna- bæklingur fyrir Skagafjörð, og verður hann unninn og kostaður til jafns af sýslu og bæ. Þá var tjaldstæði sett upp á Sauð- árkróki með fyrsta flokks aðstöðu. Tjaldstæði er við hliðina á sundlaug Sauðárkróks. Verkið unnu Kiwanis- félagar á Sauðárkróki. Við heimreiðar til bæjarins hafa verið settar upp tvær upplýsingatöfl- ur með uppdrætti af Sauðárkróki og þar merktar inn helztu stofnanir og fyrirtæki í bænum. JC-félagar eiga heiðurinn af því framtaki, auk þess að gefa út götukort af bænum í stóru upplagi. Bréf hefur nýlega verið sent kaupmönnum bæjarins, þar sem þeir eru hvattir til að hafa á boðstólum ýmsan varning fyrir ferðamenn auk minjagripa. Unnið er að því að örva heimamenn til þess að framleiða minjagripi og opna hugi fyrir því, að ferðamennska er arðvænleg og æski- leg atvinnugrein. Margir möguleikar eru enn van- nýttir í Skagafirði í ferðamálum. Verulega mætti auka straum ferða- manna til Hóla, út í Drangey og á fleiri eftirsóknarverða staði í hérað- inu. SAMEINAST UM ÁTAK í ÖLDRUNARMÁLUM Á seinasta ári tókst samstarf milli sýslunefndar Skagafjarðarsýslu og bæjarstjórnar Sauðárkrókskaupstað- ar um uppbyggingu öldrunarmála i Skagafjarðarsýslu. Skipuð var sex manna öldrunarnefnd með þremur fulltrúum frá hvorum aðila, og er hún jafnframt byggingarnefnd vegna fyrirhugaðs átaks í byggingarmálum aldraðra. Nefndina skipa frá sýsl- unni: Gunnlaugur Steingrímsson, Hofsósi, Þórarinn Jónasson, Hróars- dal, oddviti Rípurhrepps, og Sigurð- ur Jónsson, Reynistað í Staðarhreppi, allt sýslunefndarmenn, og frá kaup- staðnum bæjarfulltrúarnir Hörður Ingimarsson, Friðrik J. Friðriksson, héraðslæknir, og Sæmundur Her- mannsson, sjúkrahúsráðsmaður, sem jafnframt er formaður nefndarinnar. Til þess að létta undir við þann mikla kostnað, sem væntanlegar framkvæmdir óhjákvæmilega hafa i för með sér, er í undirbúningi alls- herjar fjársöfnun í Skagafirði að hætti þeirra hjúkrunarheimilismanna í Kópavogi. Viðræður hafa átt sér stað við Húsnæðisstofnun ríkisins svo og landlæknisembættið og verkefnið hvarvetna hlotið jákvæðar undirtekt- ir, enda brýnt. „Skortur á vistrými fyrir gamalt, lasburða fólk er tilfinnanlegur í Skagafirði, og höfum við dregizt aftur úr nágrannabyggðum allmjög hvað þetta varðar," sagði Friðrik Á. Brekk- an, félagsmálastjóri á Sauðárkróki í samtali nýlega um þetta efni. Það, sem byggja á, eru dvalaríbúðir fyrir aldraða á Hofsósi og í Varmahlíð, 5—6 íbúðir á hvorum stað, og hjúkr- unarheimilisdeild í tengslum við sjúkrahús Skagfirðinga á Sauðár- króki. Er henni ætlað að rúma um 30 manns. öldrunarnefndin hefur gefið út kynningarrit um starfsemi sína og því verið dreift inn á öll heimili í Skaga- firði fyrir milligöngu umboðsmanna- kerfis, sem nefndin hefur fengið til starfa í héraðinu. 16 umboðsmenn eru í hreppunum og 14 á Sauðár- króki. Héraðinu er skipt í söfnunar- einingar. Sauðárkróki hefur þannig verið skipt í 14 hverfi, og munu full- trúar frá hinum ýmsu félagasamtök- um vinna með nefndinni að söfnun fjármagns. Ætlunin var að hefja söfnunina formlega 20. febrúar, en nefndinni hefur þegar borizt frá ein- staklingum gjafafé, er samtals nemur um 10 millj. gamalla króna. Undanfari þessa fyrirhugaða átaks í málefnum aldraðra í Skagafirði var skýrsla, sem unnin var á vegum Hús- næðismálastofnunar ríkisins á árinu 1978 af Ásdísi Skúladóttur, félags- fræðingi, og Gylfa Guðjónssyni, arki- tekt, en frá henni var greint í Sveit- arstjórnarmálum 1. tbl. 1979. SVEITARSTJÓRNARMÁL
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.