Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1981, Side 66

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1981, Side 66
18 SVEITARFÉLÖG HLUTU SAMT. 105MILLJ. KR. í STYRKI TIL VATNSVEITNA Árlega veitir Alþingi nokkurri fjár- hæð á fjárlögum félagsmálaráðu- neytinu til ráðstöfunar til þess að styrkja vatnsveituframkvæmdir sveitarfélaga samkvæmt lögum um aðstoð til vatnsveitna nr. 93/1947. Samkvæmt þeim lögum er félags- málaráðuneytinu heimilt að veita sveitarfélagi styrk, sem nema má allt að helmingi kostnaðar við stofnæðar, vatnsgeyma, dælur og jarðboranir. Styrkurinn skal þó aðeins veittur, að fyrirsjáanlegt sé, að sveitarfélög geti ekki með hæfilegum vatnsskatti stað- ið straum af stofn- og rekstrarkostnaði veitunnar, svo vitnað sé til 4. gr. lag- anna. Á fjárlögum fyrir árið 1980 var 105 millj. krónum varið i þessu skyni. Þar af fengu tvö sveitarfélög 20 og 15 millj. kr. hvort, þannig að 70 millj. króna komu til skipta milli 16 sveitarfélaga, sem sóttu um styrki frá ráðuneytinu, skv. framangreindum lögum. Samkvæmt skilgreiningu þeirra um styrkhæfar framkvæmdir, gátu þessi sveitarfélög hlotið samtals 195.9 millj. króna í styrki, en til ráð- stöfunar voru til þeirra 70 milljónir króna, eins og áður segir. Þvt var út- hlutað, og komu þessar 70 milljónir i 16 staði. Þrjú sveitarfélög hlutu 18, 15 og 8 millj. kr. hvert eða samtals 41 millj. króna, og voru þá eftir 29 millj. króna, sem skiptust á milli 13 sveitarfélaga. Styrkirnir námu frá 5 millj. króna niður í 900 þús. króna. Á fjárlögum fyrir árið 1981 eru 170 millj. gamalla króna eða 1.7 millj. nýkróna til vatnsveitustyrkja. Út- hlutun fer oftast fram fyrri hluta árs, eða í marz- aprilmánuði, og þurfa sveitarfélög, sem vilja koma til greina með að fá hlutdeild í þessum styrkj- um, að senda félagsmálaráðuneytinu umsókn um slíkan styrk. Umsókn þurfa að fylgja uppdrætt- ir af þeim mannvirkjum, sem sótt er um styrki til, og þarf ráðherra að samþykkja þá. Ennfremur kostnað- aráætlun um framkvæmdirnar eða yfirlit um áfallinn kostnað. Vega- málastjóri er ráðunautur félagsmála- ráðuneytisins í þessum efnum og yfirfer umsóknir sveitarfélaganna, uppdrætti og kostnaðaráætlanir. Auk þess að veita styrki samkv. framansögðu er félagsmálaráðuneyt- inu heimilt 'að veita ríkisábyrgð á lánum til vatnsveitna, en samanlagt mega styrkir og lán, sem veitt eru með rikisábyrgð, eigi fara yfir 85% af stofnkostnaði allrar veitunnar. Heimilt er félagsmálaráðuneytinu að veita hliðstæða fyrirgreiðslu, er sveitarfélög kaupa vatnsveitu, sem er í einkaeign. SVEITARSTJÓRNIR Á NORÐURLANDI ÁLYKTA UM BLÖNDUVIRKJUN Svohljóðandi ályktun var nýlega samþykkt samhljóða á hrepps- nefndarfundi í Hvammstangahreppi í Vestur-Húnavatnssýslu: „Hreppsnefnd Hvammstanga- hrepps skorar á iðnaðarráðherra að beita sér fyrir því, að ákvörðun verði tekin um virkjun Blöndu sem næsta áfanga í virkjunarmálum þjóðarinn- ar. I því sambandi er bent á niður- stöður rannsókna, sem benda til mik- illar hagkvæmni Blönduvirkjunar, auk augljósra staðreynda varðandi heppilega staðsetningu hennar gagn- vart dreifikerfum og ennfremur, að þessi virkjun er utan eldvirkra svæða. Hér er um mikið hagsmunamál norðlenzkra byggða að ræða, og mega skammsýn sjónarmið ekki verða til þess að tefja framgang þessarar mikilvægu framkvæmdar. Því er lögð áherzla á, að samningum við land- eigendur verði hraðað.“ Á fundi hreppsnefndar Sveins- staðahrepps, Austur-Húnavatnssýslu þann 11. desember 1980 var sam- þykkt samhljóða svohljóðandi álykt- un: „Hreppsnefnd Sveinsstaðahrepps telur mikla nauðsyn, að næsta virkjun verði Blönduvirkjun. I fyrsta lagi af öryggisástæðum fyrir landið allt, þar sem orkuverið yrði utan eldvirkra svæða. 1 öðru lagi býr Norðurland við óviðunandi ástand í orkumálum, meðan meginhluti raforkunnar kem- ur frá fjarlægum orkuverum. í þriðja lagi nýtist veikt dreifikerfi bezt með virkjun í Blöndu. Af framangreindum ástæðum skorar sveitarstjórn Sveinsstaða- hrepps á orkumálaráðherra að hefja nú þegar samningaviðræður við landeigendur Auðkúlu- og Ey- vindarstaðaheiða og stuðla á annan hátt að virkjun Blöndu sem for- gangsverkefnis á sviði orkuöflunar. Ennfremur skorar hreppsnefndin á þingmenn kjördæmisins, að þeir beiti sér fyrir því, að Blönduvirkjun verði næsta virkjun i landinu.“ Hliðstæðar ályktanir hafa verið gerðar í fleiri hreppum á Norðurlandi vestra að undanförnu svo og í báðum kaupstöðunum á svæðinu, Sauðár- króki og á Siglufirði. SVEITARSTJÖRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.