Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1981, Page 68

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1981, Page 68
SKÝRSLA UM ÖLDRUNAR- ÞJÓNUSTU Á ÍSLANDi „Á Islandi er ekkert samræmi í skipulagi öldrunarmála, ævivistar- stofnanir eru þungamiðja þjónust- unnar, stjórn og fjármögnun er að miklu leyti aðskilin og ýmsum þátt- um, er tryggja eiga velferð aldraðra, er ábótavant. Ekki liggja. heldur fyrir neinar skipulegar heildaráætlanir um framkvæmd og þróun öldrunarþjón- ustu á næstu árum.“ Svo segir i skýrslu til heilbrigðis- og félagsmálaráðherra um öldrunar- þjónustu á Islandi, sem landlæknis- embættið hefur gefið út fjölritaða. Skýrslan er tekin saman í tengslum við störf nefndar, sem Magnús H. Magnússon, þáv. heilbrigðis- og félagsmálaráðherra, skipaði á árinu 1979 til þess að gera tillögur um nýja löggjöf varðandi heilbrigðis- og félagslega þjónustu fyrir aldraða. I nefndinni voru Ólafur Ólafsson, landlæknir, sem var formaður henn- ar, Pétur Sigurðsson, alþingismaður og forstöðumaður Hrafnistu DAS í Hafnarfirði, Þór Halldórsson, yfir- læknir á öldrunarlækningadeild Landspítalans, og Adda Bára Sigfús- dóttir, borgarfulltrúi í Reykjavík. Arsæll Jónsson, læknir, var ritari nefndarinnar þar til í nóvember 1979, er Adda Bára Sigfúsdóttir tók við starfi ritara í nefndinni. Nefndin lét heilbrigðis- og félags- málaráðherra í té hinn 1. febrúar 1980 drög að frumvarpi til laga um öldrunarþjónustu ásamt greinargerð. I frumvarpsdrögum þessum var lögð áherzla á eftirfarandi: 1. að tengja saman og skipuleggja heilbrigðis- og félagslega þjónustu fyrir aldrað fólk, 2. að stuðla að því að fólk geti sem lengst dvalizt á heimilum sínum og lifað eðlilegu lífi. I þeim til- gangi er lögð áherzla á að efla þjónustu utan heilbrigðisstofn- ana, m. a. með því að koma á fót þjónustumiðstöðvum fyrir aldr- aða, 3. að séð verði fyrir stofnanaþjón- ustu, þegar hennar er þörf. Slíkt verði þó, eins og aðrir þættir öldr- unarþjónustu, háð sérfræðilegu mati. Tillögur nefndarinnar eru i athug- un hjá heilbrigðis- og tryggingar- ráðuneytinu, og var hugmyndin, að þær yrðu liður í samræmdri heildar- löggjöf, sem sett yrði um félagslega þjónustu sveitarfélaga. Skýrslan, sem landlæknisembættið hefur gefið út, er tekin saman af Ingimar Einarssyni, félagsfræðingi, og starfshópi sem í voru Arnmundur S. Backmann, aðstoðarráðherra, Ólafur Ólafsson, landlæknir, Guðjón Magnússon, aðstoðarlandlæknir og Þór Halldórsson, yfirlæknir. Til- gangur hennar er, eins og þar segir: a) að taka saman upplýsingar um þjónustu við aldraða, og b) að benda á nýjar hugmyndir og æskilegar breytingar á öldrunar- þjónustunni. Þar að auki koma fram ýmsar upplýsingar, sem hafa gildi við ákvarðanatöku og áætlanagerð í öldrunarmálum. Skýrslan skiptist 1 fjóra kafla. Eftir inngang er gerð grein fyrir umfangi núverandi þjónustu við aldraða hér á landi. öidrunarþjónustu er þá skipt 1 þrjá meginþætti,. 1. stofnanaþjónustu, 2. heimaþjónustu, sem skipt er í heimahjúkrun og heimahjálp, og 3. þjónustu svonefndra opinna stofnana, sem eru eins konar millistig tveggja hinna fyrrnefndu þjónustuforma. I þriðja kafla skýrslunnar er fjallað um fyrirkomulag og markmið öldr- unarþjónustu annars staðar á Norðurlöndum, og er lögð áherzla á þá þætti, sem koma mættu að notum við stefnumótun og áætlanagerð í málefnum aldraðra, eins og segir 1 skýrslunni. Lóks er í fjórða kafla lagt mat á núverandi skipulag öldrunar- þjónustu, fjallað almennt um hagi aldraðra og gerðar tillögur um úr- bætur og breytt fyrirkomulag öldr- unarþjónustu á Islandi. Aftan við skýrsluna er rækileg heimildaskrá. Skýrslan er 36 bls. að stærð og fá- anleg hjá landlæknisembættinu í Arnarhvoli. GJALDSKRÁ FYRIR HEIMILIS- ÞJÓNUSTU Á AKUREYRI Félagsmálaráðuneytið hefur hinn 26. janúar staðfest nýja gjaldskrá fyrir heimilisþjónustu á vegum Félags- málastofnunar Akureyrar. Er þar gert ráð fyrir tveimur töxtum, 1. taxta kr. 4.00 fyrir hverja unna klukkustund og 2. taxta kr. 25.00 á klst. Greiðslutaxti ákvarðast af mán- aðarlegum tekjum þess, sem heimil- isþjónustunnar nýtur. Samkvæmt 1. taxta greiðir einstaklingur, sem hefur mánaðarlega lægri tekjur en sem svarar til tvöföldunar einstaklingslíf- eyris almannatrygginga auk tvö- faldrar tekjutryggingar, svo sem fjár- hæðir þessar eru i þeim mánuði, sem heimilisþjónustan fer fram. Hafi ein- staklingur hærri tekjur mánaðarlega en þessu nemur, skal hann greiða eftir 2. taxta. Hjón og sambýlisfólk greiðir fyrir heimilisþjónustu eftir 1. taxta, hafi þau lægri mánaðartekjur en svarar til 1.5 földum lífeyri hjóna með tekju- tryggingu, en skv. 2. taxta ella. Félagsmálaráði er heimilt að víkja frá gjaldskrá þessari, sé sótt um það til ráðsins og aðstæður krefjast. Taxti þessi gildir frá 1. janúar 1981. SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.