Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1981, Síða 70

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1981, Síða 70
JÓN EÐVALD FRIÐRIKSSON, sem verið heíur sveitarstjóri í Skútu- staðahreppi frá 15. ágúst 1978, hefur verið ráðinn bæjarstjóri í Ólafsfirði frá 15. nóvember, er PÉTUR MÁR JÓNSSON lét af þvi starfi. Jón hafði áður verið skrifstofustjóri hjá Sauðárkrókskaupstað. Hann var kynntur í 4. tbl. Sveitarstjórnarmála 1978. ARNALDUR M. BJARNASON hefur verið ráðinn sveitarstjóri í Skútustaðahreppi frá 1. nóvember að telja. Hann er fæddur 28. des. 1942 í Borgarnesi. Foreldrar Júlíana Sigur- jónsdóttir og Bjarni Pétursson bóndi og símstöðvarstjóri á Fosshóli, en hann var oddviti Ljósavatnshrepps árin 1966-1978. Arnaldur stundaði nám í Banda- rikjunum árin 1955—1959, lauk iðn- skólaprófi á árinu 1965, rak eigið fyrirtæki á Fosshóli um skeið og útibú Kaupfélags Svalbarðseyrar þar frá 1965. Lauk prófi frá Samvinnu- skólanum á árinu 1980. Arnaldur starfaði sem framkvæmdastjóri Héraðssambands Suður-Þingeyinga árin 1972—1977 og var erindreki fjtróttasambands fslands á suntrum árin 1977 til 1980. Kvæntur er Arnaldur Jónínu H. Björgvinsdóttur frá Akureyri, og eru böm þeirra þrjú. STEFÁN KRISTINN GARÐ- ARSSON, sem verið hefur skrifstofu- stjóri hjá Ölfushreppi frá 1. janúar 1978, hefur verið ráðinn sveitarstjóri hreppsins frá og með 1. janúar 1981. Þorsteinn Garðarsson sem verið hefur sveitarstjóri frá febrúarbyrjun 1977, hefur hafið í Þorlákshöfn rekstur eig- in bókhalds- og tölvuþjónustufyrir- tækis, sem nefnist Hagver. Stefán er fæddur 16. júlí 1954 á Fáskrúðsfirði. Foreldrar hans Guð- björg Guðmundsdóttir og Garðar Kristjánsson, útgerðarmaður þar, sem lézt árið 1964. Stefán lauk prófi frá Gagnfræðaskólanum í Neskaup- stað á árinu 1971 og framhaldsprófi úr 5. bekk skólans 1972. Stefán starf- aði hjá Trésmiðju Austurlands 1973—1978, unz hann réðist til Ölfushrepps. Stefán er kvæntur Hafdísi Jakobs- dóttur frá Fáskrúðsfirði og eiga þau tvö börn. Þórður Gislason, sem verið hafði sveitarstjóri i Gerðahreppi frá 15. júii 1978, lézt hinn 18. september sl., 51 árs að aldri. Hann hafði verið sveitarstjóri i Flateyrarhreppi frá 1. ágúst 1970 til 1973, en í millitíðinni annazt kennslu við menntaskóla og starfað við ráðgjafarþjónustu. f stað Þórðar hefur nú verið ráðinn sveitar- stjóri í Gerðahreppi Stefán Ómar Jónsson, verzlunarmaður úr Mos- fellshreppi frá og með 1. janúar 1981. STEFÁN ÓMAR JÓNSSON er fæddur i Reykjavik 4. marz 1955 og eru foreldrar hans Lilja Sigurjóns- dóttir og Jón M. Sigurðsson, kaup- félagsstjóri i Kaupfélagi Kjalarnes- þings i Mosfellshreppi. Stefán lauk prófi frá Samvinnu- skólanum á árinu 1976, starfaði síðan hjá Danska samvinnusambandinu á árinu 1977 og kynnti sér verzlunar- rekstur. Hann hefur starfað undan- farið sem verzlunarstjóri hjá Kaupfé- lagi Kjalarnesþings i Mosfellshreppi. Kvæntur er hann Ástu Sverris- dóttur frá Akureyri, og eiga þau tvö böm. SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.