Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.1981, Blaðsíða 23

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1981, Blaðsíða 23
GUÐRÚN KRISTINSDÓTTIR, yfirmaður fjölskyldudeildar: MEÐFERÐ BARNAVERNDARMALA HJÁ FÉLAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Ég hef tekið að mér að skýra hér frá framkvæmd barnaverndarmála í Reykjavík og reynslunni af því starfi. Tímans vegna verður þetta yfirlit mjög ágripskennt. Fyrst vil ég bregða hér upp yfirliti yfir uppbyggingu fjölskyldudeildar Félagsmálastofnun- ar, en það er sú deild, sem fer með framkvæmd barnaverndarmála í Reykjavík. Af því má sjá, að innan deildarinnar eru þrjár hverfaskrifstofur, og vinna fjórir til fimm og hálfur starfsmaður á hverri þeirra, en ibúar leita á þessar skrifstofur eftir búsetu. Auk hverfaskrifstofa starfa fimm starfsmenn að sér- verkefnum, sem sjá má á yfirlitsmyndinni á bls. 212. I tengslum við deildina starfar Utideild unglinga, og vinnur þar hálfur starfsmaður í dagvinnu, en átta starfsmenn í hlutastörfum u. þ. b. 60 tíma á mánuði hver, á kvöldin og um helgar. Auk þessa vinnur skrifstofufólk í deildinni, ritarar og gjaldkerar í fimm og hálfu stöðugildi. Fjölskyldudeild hafði 1515 mál til meðferðar á árinu 1978, þar af voru 895 fjöl- skyldumál, en óvíst er, hve mörg börn komu þar við sögu. Starfsemi Útideildar er fyrir utan þessa tölu. Helztu vinnuaðferðir, sem beitt er innan deildar- innar við úrlausn mála, eru viðtöl, ráðgjöf, upplýs- ingar, eftirlit með heimilum, hópstarf með skjól- stæðingum og leitarstarf meðal unglinga. Varðandi leitarstarfið er átt við, að starfsmenn bíði ekki eftir, að fólk leiti aðstoðar, heldur fari þeir út á meðal fólks og bjóði fram aðstoð sína. Útideild unglinga vinnur á þennan hátt, aðstoðar unglinga, þar sem þeir safnast fyrir í tómstundum, en stundar einnig hópstarf með unglingum. önnur dæmi um hópstarf með skjól- stæðingum eru viðtalshópur við yngri drengi, sem lent hafa í afbrotum, stuðningshópur, þar sem tveir starfsmenn hitta hóp einstæðra mæðra reglulega um nokkurn tíma, starf með götuklíku, en það hefur verið unnið í samvinnu við unglingaathvarf, og kem ég að því síðar. Helztu úrræði, sem gripið er til, eru: 1. Milliganga um að finna barni eða foreldri ann- an dvalarstað á meðferðarstofnun, einkaheim- ili, heimavistarskóla eða annars staðar. 2. Fjárhagsaðstoð, s. s. framfærsla, styrkur til heimilisstofnunar, dagvistargjöld, vasapeningar til unglinga og margt annað. Guðrún Krlstlnsdóttlr, yflrmaður tjölskyldudelldar Félags- málastofnunar. 3. Samvinna við aðrar deildir Félagsmálastofnun- ar Reykjavíkurborgar (FR), þ. e. milliganga um dagvistun, heimilishjálp eða húsnæðisúrlausn á vegum F. R. 4. Tilvísun á aðrar þjónustu- og hjálparstofnanir, s. s. sálfræðideild skóla, ráðgjöf við dagvistar- stofnanir, barnageðdeild eða önnur sjúkrahús. 5. Sumardvöl til sveita; um 150 börn fóru síðast liðið ár á okkar vegum í sumardvöl, börn skjól- stæðinga og skjólstæðinga samstarfsstofnana ganga fyrir, en ekki er um almenna miðlun að ræða. 6. Skipa barni eða ungmenni eftirlitsmann skv. 26. 213 SVEITARSTJORNARMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.