Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.02.1982, Blaðsíða 11

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1982, Blaðsíða 11
gerðist sekur um smáþjófnað, sem var alvarlegt af- brot á þeim tíma og var dæmdur til lífláts. Aður en sú athöfn skyldi fara fram, gerðu þeir sér glaðan dag, hann og böðullinn, og lauk þeirri gleði á þann hátt, að Jón drap böðulinn í ölæði, strauk og gerði yfir- völdum lífið leitt. Jón vartalinn með betri bændum samkvæmt heimildum. Smám saman rofaði til. Akranes varð löggiltur verzlunarstaður árið 1864. Fyrsti vélbáturinn kom árið 1903 og kaupstaðarréttindi fékk Akranes árið 1942. Réttindi þessi náðu þó ekki til Akraness alls, heldur sveitarfélagsins, sem er yzt á nesinu og hét áður Ytri-Akraneshreppur. Hinn 25. janúar 1942 gengu Akurnesingar að kjörborðinu og kusu fyrstu bæjarstjórn sína. Strax daginn eftir, hinn 26. janúar, hélt hin nýkjörna bæjarstjórn fyrsta fund sinn, og sátu hann allir aðalfulltrúarnir. Þeirvoru: Ólafur B. Björnsson, útgerðarmaður og forseti bæjarstjórnar, Guðmundur Kr. Ólafsson, fulltrúi, Haraldur Böðvarsson, útgerðarmaður, Hálfdán Sveinsson, kennari, Jón Arnason, verzlunarstjóri, Jón Sigmundsson, framkvæmdastjóri, Sveinbjörn Oddsson, kaupmaður, Þórhallur Sæmundsson, bæjarfógeti, og Guðmundur H. Guðjónsson, skipstjóri. Þórhallur var jafnframt fyrsti bæjarfógeti á Akranesi. Fyrsti bæjarstjóri var Arnljótur Guð- mundsson, lögfræðingur. Mörg verkefni biðu hinnar fyrstu bæjarstjórnar. Síðar á árinu var stofnað félag til virkjunar Andakílsárfossa. Mýra- og Borgar- fjarðarsýsla eru einnig aðilar að því happasæla fyrirtæki. Vatnsveitan og hafnarmálin voru einnig stórmál, sem brýnt var að leysa. Gjöld á fyrstu fjár- hagsáætlun bæjarins námu 635.000 kr. Samgöngur við Reykjavík voru mikið vandamál. I því skyni að annast fólks- og vöruflutninga milli Akraness og Reykjavíkur var mb. Sigurgeir, 65 tonna bátur, tekinn á leigu. Auk Arnljóts Guðmundssonar, sem var fyrsti bæjarstjóri kaupstaðarins, hafa eftirtaldir menn gegnt því starfi: Guðlaugur Einarsson frá 1946— 1950, Sveinn Finnsson frá 1950—1954, Daníel •Agústínusson frá 1954—1960, Hálfdán Sveinsson frá 1960—1962, Björgvin Sæmundsson frá 1962— 1970, Gylfi ísaksson frá 1970—1974 og Magnús Oddsson frá 1974. Þórhallur Sæmundsson var fyrsti bæjarfógeti á Akranesi og gegndi því starfi til ársins 1967. Jónas Thoroddsen var bæjarfógeti frá 1967—1973, er Björgvin Bjarnason tók við því embætti, og hefur hann gegnt þvi síðan. A þeim fjörutíu árum, sem liðin eru síðan Akranes fékk kaupstaðarréttindi, hefur þróun verið ör og framfarir meiri en nokkru sinni áður. Lífsafkoma þjóðarinnar hefur gjörbreytzt, og Akurnesingar hafa oft staðið í fylkingarbrjósti við að tileinka sér tækni- nýjungar og það, sem til framfara má verða. Arið 1942 eru 56 bílar skráðir á Akranesi. Nú eru þeir liðlega 1900. Arið 1942 voru 280skólabörn i bænum. Nú eru hátt í 1000 börn í grunnskóla auk 550 nem- enda í fjölbrautaskóla. Arið 1889 eru 504 íbúar á Akranesi. Arið 1920 eru þeir 938, árið 1942 eru þeir 1920, og árið 1980 eru íbúar í Akraneskaupstað 5200. Þeim hefur fjölgað úr 4644 á þremur sl. árum eða um 12%. Hvernig er svo Akranes nú? Akranes okkar daga í bæjarstjórn eiga sæti 9 fulltrúar eða jafnmargir og í hinni fyrstu. Þeir eru: Valdimar Indriðason, framkvæmdastjóri og for- seti bæjarstjórnar, Guðmundur Vésteinsson, framkvæmdastjóri, Jóhann Arsælsson, skipasmiður, Daníel Agústínusson, bókari, Rikharður Jónsson, málari, Ólafur Guðbrandsson, vélvirki, Hörður Pálsson, bakari, Engilbert Guðmundsson, hagfræðingur, Jósef H. Þorgeirsson, lögfræðingur Bæjarfógeti á Akranesi er Björgvin Bjarnason. Bæjarstjóri frá 1974 er Magnús Oddsson. SVEITARSTJÖRNARMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.