Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.02.1982, Síða 16

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1982, Síða 16
JÓHANNES INGIBJARTSSON, form. stjórnar dvalarheimilisins Höfða: DVALARHEIMILIÐ HÖFÐI, AKRANESI Dvalarheimilið Höfði á Akranesi er sjálfseignar- stofnun, en að henni standa, auk Akraneskaupstað- ar, fjórir hreppar í Borgarfjarðarsýslu sunnan Skarðsheiðar. Bygging 1. áfanga, er rúmar 44 vistmenn, hófst árið 1972. Áður hafði farið fram athugun á högum aldraðra á Akranesi og á þeim breyttu viðhorfum og háttum á þjónustu við aldraða, er jaá hafði rutt sér til rúms víða á meðal grannþjóða okkar. 1. áfangi var síðan tekinn í notkun árið 1978, og fluttu fyrstu vistmenn inn hinn 2. febrúar. Við hönnun heimilisins var strax frá upphafi við [jað miðað, að það gæti, jafnframt því að vera vist- heimili fyrir aldraða og öryrkja, sem ekki jjyrftu sér- stakrar hjúkrunar við, verið alhliða jrjónustustofnun fyrir þessa aðila á þjónustusvæði sínu. Lögð var rík áherzla á, að aðbúnaður hvers einstaklings væri jsannig, að sem minnst röskun yrði á högum hans við vistun, Jt. e. að hann gæti búið að sínu i þeim mæli, er hann óskaði og heilsa leyfði, haft sín eigin hús- gögn, en jafnframt væri tryggð sú þjónusta, er hann kysi og jryrfti. Reistar voru 38 íbúðir, þar af 32 fyrir einstaklinga, en 6 fyrir hjón. Ibúðir einstaklinga eru um 28 m2 og hjóna um 43 m2. I öllum íbúðum er anddyri með eldunaraðstöðu, stofa, svefnrými og bað. Að sjálfsögðu er allt rými miðað við þarfir hreyfihamlaðra. Við gerð 1. áfanga var lögð höfuðáherzla á að reisa vistrými, en þjónusturými ýmiss konar var látið bíða Dvalarheimilið Höfði á Akranesi. Gamall hlaðinn grjótgarður í forgrunni. SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.