Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.02.1982, Blaðsíða 17

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1982, Blaðsíða 17
seinni áfanga. Gert var samkomulag við Sjúkrahús Akraness um kaup á aðalmáltið frá eldhúsi sjúkra- hússins. Er sá matur fluttur til heimilisins í þar til gerðum hitabökkum. Hefur sú tilhögun gefizt vel, þótt vitanlega megi finna á henni galla. Einn meg- inkostur slíkrar tilhögunar felst í því, að þannig er hægt að tryggja, að þeir, sem þurfa einhvers konar sérfæði vegna heilsu sinnar, fá það á sama hátt og sjúklingar á sjúkrahúsinu. Þótt vinnuaðstaða og rými til sjúkraþjálfunar heyri endanlega til síðari byggingaráföngum, hefur vinnuaðstaða þegar verið innréttuð í núverandi húsnæði. Er sú þjónusta að öllu jöfnu vel sótt og ekki fjarri að ætla, að um helmingur vistmanna sæki hana reglulega, auk þess sem ýmsir vinna að handavinnu i íbúðum sínum. Nú er unnið að innréttingu aðstöðu til sjúkra- þjálfunar, hárgreiðslu og fótsnyrtingar í bráða- birgðahúsnæði í kjallara, og verður það væntanlega tilbúið áárinu 1982. Dagvistun hefur verið komið á í tengslum við heimilið. Hófst hún á sl. hausti og hefur gengið greiðlega. Dagvistun er mikilvægur þáttur í þjón- ustunni, þáttur, sem gerir öldruðum jafnt sem ör- yrkjum mögulegt að dveljast mun lengur á heimili sínu en ella. Nú sækja 9 einstaklingar dagvistun í viku hverri, misjafnlega langan tíma eftir löngun og þörfum hvers og eins. Taka þeir þátt í því, sem fram fer innan veggja heimilisins dag hvern eftir því sem hugur stendur til. Innréttað hefur verið sérstakt hvíldarherbergi fyrir dagvistunarfólk. Ekki er að efa, að dagvistun og endurhæfing verða vaxandi þjón- ustuþættir á komandi árum. A þessu ári, ári aldraðra, er, svo sem áður er getið um, áformað að ljúka innréttingu endurhæfingar- aðstöðu. Auk þess er áformað að hefja byggingu leigu- og sjálfseignaríbúða fyrir aldraða og öryrkja, og hafa kannanir sýnt, að fyrir því er verulegur áhugi. Einnig er ljóst, að mjög er aðkallandi að hefjast handa um byggingu aukins þjónusturýmis fyrir marga þá þætti, sem að framan eru nefndir. Á sl. ári var gert átak í frágangi lóðar, sem vakti að sjálfsögðu mikla ánægju. Ljóst er því, að hugur stendur til þess, að áfram verði haldið einnig á því sviði á árinu, sem nú er nýhafið. Hjón í íbúð sinnl á Höfða. Húsbúnaður er þeirra eigln. Til vinstri sést inn í svefnherbergi. Úr einu af þremur vinnuherbergjum vistmanna. Dvalarheimilið Höfði er ekki hannað sem hjúkr- unarheimili. A því sviði nýtur það góðrar þjónustu Sjúkrahúss Akraness. Heimilið er við Sólmundar- höfða. Þar er friðsælt, en um leið einhver fegursti staður Akraness með útsýni yfir flóann í átt til Reykjavíkur, Akrafjall, Esjan og höfnin blasa við. Fjölmennt byggðarhverfi er í næsta nágrenni, Langisandur og sjórinn við gafl og væntanlegt að- al-útivistarsvæði bæjarbúa við hlið hússins. Fyrsti forstöðumaður heimilisins var Gylfi Svav- arsson, en nú veitir Asmundur Ólafsson því forstöðu. Öll hönnun heimilisins var unnin á Verkfræði- og teiknistofunni sf. á Akranesi. Þetta ár er helgað þjónustu og aðbúnaði aldraðra. Þótt margt hafi áunnizt á síðustu árum, er vissulega margt enn ógert. Guð gefi okkur gæfu til þess að hnika málum verulega áfram á þessu sérstaka ári. 11 SVEITARSTJÓRNARMAL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.