Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.02.1982, Side 18

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1982, Side 18
NJÖRÐUR TRYGGVASON, verkfræðingur: BRIMVARNARGARÐURINN Á AKRANESI Yfirlit framkvæmda 1908—1981 Fyrsta bryggjan á Akranesi, sem sveitarfélagið lét gera, var bátabryggjan í Steinsvör, en hún var byggð árið 1908. Bryggjan var um 63 m löng og 3,75 m breið og náði fram að fjörumáli. Bryggjuþekjan var úr timbri, fest á þverbita úr tré, en undir þeim voru langbitar úr stáli, sem hvíldu á steyptum stöplum. Bryggjan var endurbaett árin 1911 og 1913 og end- urbyggð árið 1921. Bryggja þessi er nú ónýt. Arið 1926 var byggð bátabryggja við svonefndan Lambhúsahlein i Lambhúsasundi. Bryggja þessi var um 45 m löng og 5 m breið. Hliðarveggir bryggj- unnar voru úr steinsteypu, grjótfylling var á milli veggja og steypt jiekja. Árið 1927 var jiessi bryggja lengd um 16 m. Hlið- arveggir bryggjunnar voru steyptir. Milli veggjanna voru steyptir járnbentir bitar og járnbent þekja þar yfir. í bryggjuna var ekki sett nein fylling, og er þetta eina hola steinbryggjan hér á landi. Árið 1932 var byggð trébryggja í Lambhúsasundi, nokkru fyrir innan steinbryggjuna og í skjóli við hana. Bryggjan var reist á grjótfylltum steinkerjum. Hún var um 5 m breið og 51 m löng og náði fram að stórstraumsfjörumáli. Hafnargarðurinn í Krossvík 50 ára Árið 1930 var hafin bygging hafnargarðs i Kross- vik, sem jafnframt átti að vera hafskipabryggja. Garðurinn var byggður í suðausturátt út frá Heimaskaga, en svo heitir nesið á milli Teigavarar og Steinsvarar. Garðurinn, sem er 10 m breiður, var byggður um 72 m fram þetta ár. Undirstaða fremsta hluta garðsins var gerð úr 4 misstórum steinsteypu- kerjum. Að öðru leyti voru hliðarveggir garðsins gerðir úr steinsteypu með grjótuppfyllingu á milli og steyptri þekju. Árin 1933—1935 var hafnargarðurinn lengdur um 86 m. Undirstöður efri hluta framlengingar garðsins voru gerðar úr 7 steinsteypukerjum, mis- jafnlega stórum. Framan við jiau var sökkt stein- nökkva, sem var um 85 m á lengd og 10 m á breidd, og var hann keyptur frá Noregi í þessum tilgangi. Framan við nökkvann var sökkt einu steypukeri til viðbótar. Ofan á þessar undirstöður voru steyptar bryggjuhliðar í fulla hæð. Holrúm voru fyllt grjóti og möl og steypt þekja. Skjólveggur var byggður á útbrún garðsins. Dýpi við fremstu 70 m garðsins var um 5—6,5 m. Árið 1943 fór fram viðgerð á trébryggjunni við SVEITARSTJÖRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.