Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.02.1982, Síða 19

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1982, Síða 19
Akraneshöfn f Krossvfk á árlnu 1981. Efst tll vinstrl er Lambhúsasund, er markast af Vesturflös að norðan. Neðst tll vlnstrl er Steinsvör og upp af hennl Brelðln, þar sem flest útgerðarfyrlrtækin eru. Neðst til hægri er Sementsverksmlðja ríkislns. Lambhúsasund. Voru m. a. steyptir 2 stöplar undir hana. Árin 1944— 1945 var byggð ný bátabryggja um 70 m norðan við hafnargarðinn, og er hún samsiða honum. Breidd bryggjunnar var um 8 m, en lengd um 135 m, og náði hún fram á 3,5 m dýpi. Bryggju- hliðarnar voru steyptar með grjótfyllingu á milli og steyptri þekju. í undirstöður í framhluta bryggj- unnar voru notuð 7 steypuker, 8 X 8 m að stærð. Þess skal getið, að gerð hefur verið allstór upp- fylling frá landi á milli bátabryggju og hafnargarðs. Þar hefur verið byggð síldarverksmiðja. Árið 1945 var hafnargarðurinn lengdur um 30 m. Höfð voru í undirstöður þrjú steinsteypuker 10 X 10 m að stærð. Ofan á undirstöðuna voru hliðarveggir bryggjunnar steyptir. Holrúm voru fyllt grjóti og möl og steypt þekja. Skjólveggur var steyptur á útbrún. Árin 1946—1949 var hafnargarðurinn lengdur um 124 m. I undirstöðu voru notuð tvö svonefnd innrásarker af B-gerð. Eru þau 62 m á lengd hvort og um 13,5 m á breidd. Fyrra kerinu var sökkt í beinu framhaldi af garðinum, þannig að innhliðar garðs- ins og kersins voru í sömu línu. Síðara kerinu var sökkt á ská út frá því fyrra, þannig að garðurinn sveigist um 30° inn. Steypt var í skarðið milli kerja. Hliðarveggir voru steyptir upp í fulla hæð, holrúm fyllt og steypt þekja. Gerður var flái úr grjóti meðfram úthlið garðsins. Skjólveggur var steyptur á útbrún. Dýpi við fremra kerið var 8—9 m. Land- gangur hafnargarðsins var einnig hækkaður upp á um 150 m bili með grjótfyllingu á milli steyptra útveggja, og þekja var steypt. Sementsverksmiðjubryggjan byggð 1956—1958 Sementsverksmiðjubryggjan svonefnda var aðal- lega byggð á árunum 1956—1958, er þýzka verk- fræðifyrirtækið Hochtief annaðist hafnarfram- kvæmdir á Akranesi. Bryggjan myndar hafnargarð með viðleguhlið austan við Ivarshúsavör og stefnir í SSV og veitir höfninni nokkurt skjól í SSA-átt. Landgangur bryggjunnar, sem er um 82 m lang- ur, er grjótgarður með um 12 m breiðri steinsteyptri akbraut. Næstu 80 m bryggjunnar eru gerðir úr 11 steinsteypukerjum, sem fyllt voru grjóti og möl. Of- an á kerin var steypt 12 m breið þekja. Fremsti hluti bryggjunnar var gerður úr „innrásarkeri“ af C-gerð, en það er um 62 m á lengd og um 10 m á breidd. Var gengið frá þv! á venjulegan hátt og steypt þekja. Umhverfis enda bryggjunnar var rekið niður stálþil til styrktar. Þess skal getið, að Sementsverksmiðja ríkisins hefur látið byggja lokað færiband fram á bryggjuna, og stendur það á steinstólpum um 5,5 m ofan við steinþekjuna. 13 SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.