Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.02.1982, Page 20

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1982, Page 20
Auk þess að fullgera sementsverksmiðjubryggjuna var á árunum 1956—1957 unnið að því að fram- lengja bæði hafnargarð og bátabryggju. Hafnargarðurinn var lengdur um 62 m með einu ,,innrásarkeri“ af B-gerð. Var verk þetta framkvæmt á sama hátt og síðasta lenging garðsins, sem að framan getur. Við framlengingu þessa fékkst betra skjól í höfninni fyrir sunnan og suðvestanátt. Hafn- armynnið á milli hafnargarðs og enda sementsverk- smiðjubryggjunnar er nú aðeins 95 m á breidd. Skipstjórar og hafnarnefndarmenn frá Akranesi fylgjast með líkantilraunum í Straumfræðistofnun Hafnamálastofn- unar í ársbyrjun 1978. Bátabryggjan var lengd um 67 m með kerjum, sem sökkt var framan við bryggjuna. Kerin voru grjótfyllt og yfir þau steypt. Breidd nýja hlutans er um 12,5 m. Mesta dýpi við bátabryggju er um 5,5 m. Fyrir framan bátabryggjuna var komið fyrir sem skjólgarði „innrásarkeri“ af B-gerð, en þau eru, eins og að framan getur, 62 X 13 m að stærð. Ekki var steypt yfir kerið, en þannig var gengið frá því, að auðveldlega mátti flytja það. A þessum árum var einnig gerð nokkur uppfylling ofan við sementsverksmiðjubryggjuna. Framkvæmdir 1960—1981 Arið 1960 var steyptur veggur innan á og fyrir endann á kerinu, sem er í framlengingu bátabryggj- unnar. Veggur þessi er steyptur í sömu hæð og veggurinn fyrir ofan. Ennfremur var gerður grjót- garður milli sementsverksmiðjubryggjunnar og bátabryggjunnar. Á árunum 1960— 1966 var lítið um framkvæmdir i höfninni, enda átti höfnin fullt í fangi með að greiða niður erlend lán, er tekin höfðu verið til framkvæmdanna árin 1956—1958. Árið 1966 er grjótfylling sett utan á með efsta hluta hafnargarðsins ca. 180 m löng til breikkunar garðinum. Árið 1968 er svo 130 m langur veggur úr steyptum einingum settur á fyllinguna og garður breikkaður um 4—6 m. Ný upphækkuð þekja með köntum og pollum steypt, með 3 nýjum ljósamöstr- um og sjólagnir, vatnslagnir og raflagnir lagðar ásamt tilheyrandi brunnum. Árið 1966 grefurgamli Grettir 600 m langa siglingarrennu inn að slipp Þorgeirs og Ellerts hf. í Lambhúsasundi. Árið 1970 var brotið ofan af fremsta innrásarkeri í bátabryggju, steypt þekja á það með köntum, poll- um og ljósamöstrum. Til að ná fullri breidd á kerinu var það klætt hafnargarðsmegin með gisnum steyptum einingum. Árið 1971 var 140 m langur grjótgarður settur á Vesturflös í Lambhúsasundi til skjóls m. a. fyrir lyftu Þorgeirs og Ellerts hf. Á sama ári er efsti hluti bátabryggju (70 m) breikkaður og hækkaður með forsteyptum kassaeiningum, ný þekja steypt með köntum, pollum, lögnum og ljósamöstrum. Árið 1972 var 70 m langur einingaveggur settur á fyllingu undan Heimaskaga. Árin 1972—1973 var hafin smíði tveggja 20 m langra kerja til lengingar aðalhafnargarðs. Fram- kvæmdum hætt og annað kerið selt til Breiðdalsvík- ur. Kerbotn hins kersins er hér enn í kerslipp í höfn- inni. Á árunum 1974—1975 er lokið við 59X13,4 m langa ferjubryggju úr steyptum kassaeiningum og ferjulægi og ferjubrú smíðuð. Framkvæmdir við ferjubryggjuna voru vel heppnaðar og einstakar fyrir margra hluta sakir. Að rekja þá framkvæmda- sögu verður að bíða annars tíma. Árið 1976 var byggð og sett upp 50 tonna hafnar- vog ásamt húsi. Árið 1978 var steypt ný þekja á innrásarker ofan beygju á aðalhafnargarði og ljósamöstur sett upp fram garðinn. Árin 1976—1981 voru svo unnar umfangsmiklar grjótframkvæmdir, sem nánar verður fjallað um hér á eftir. SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.