Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.02.1982, Síða 21

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1982, Síða 21
Árið 1981 voru svo hafnar framkvæmdir við við- gerðarviðlegu í Lambhúsasundi undan skipalyftu Þorgeirs og Ellerts hf. Grjótgarður byggður 1976—1981 Á árinu 1958, er Hochtief, verkfræðifyrirtækið þýzka, lauk framkvæmdum sínum og höfnin öðlaðist það svipmót, sem hún hefur nú, álitu menn, að ekki þyrfti að hafa miklar áhyggjur af hafnarmálum Ak- urnesinga um alllangt skeið. Fljótt kom þó í ljós, að kyrrð og skjól fyrir bátana í höfninni var ekki sem skyldi og jafnvel ekki innan svonefndrar báta- bryggju. Þetta undirstrikaðist sérstaklega með til- komu hinna nýju og stærri fiskiskipa úr stáli. Menn gera sér ljóst upp úr 1960, að leita verður nýrra leiða til að leysa vandamál hafnarinnar og að jaau sjónarmið, sem ríktu fyrir 6—8 árum, verða að víkja að meira eða minna leyti. I jaessu sambandi er rétt að leggja áherzlu á, að þótt nauðsynlegt sé að marka heildarstefnu í skipulagsmálum hafnarinnar, er varasamt að binda sig við fasta framkvæmda- áætlun í smærri atriðum. Veigamesta aðgerðin til að finna nýjar leiðir í vandamálum hafnarinnar voru líkantilraunir, sem gerðar voru í tilraunaskóla danska Verkfræðiskól- ans á árinu 1963. I framhaldi af þeim kom fram fjöldi tillagna, flestar þó óraunhæfar, en jjað, sem helzt var staðnæmzt við, var lenging aðalhafnar- garðsins um 60—100 m með kerjum og skýlingu hans með „greenheart“ harðviðarstaurum eða grjóti upp í kóta 10, þ. e. a. s. 5 m yfir þekju. Á árunum 1964—1975 þróast þessi mál hægt, enda komu til önnur verkefni innan hafnar. Þó gerist það, að efsti hluti hafnargarðsins er breikkaður og skýldur með grjóti og 5 m háum steinsteypueining- um, er ná 3 m yfir jjekju. Ennfremur var hafin smíði kerja til lengingar garðsins, en þeirri smíði var fljótt hætt, er rannsóknir lágu fyrir á botnlögum undan garðsendanum, er lengja átti. Kerið, sem fullbúið var. var síðan selt til Breiðdalsvikur. Undirbúningur að nýrri hönnun hófst á árinu 1975 og árið 1976, er mörkuð var framkvæmda- stefna næstu ára á fundi með bæjarstjórn, hafnar- nefnd og útgerðarmönnum. Meðan niðurstöður lægju ekki fyrir, var ákveðið að brimverja ytri hluta garðsins með stórgrýti. Þess- um áfanga lauk haustið 1977. Tilraunir með stöðugleika brimvarnargarðs voru gerðar haustið 1976. Á grundvelli þeirra og þeirrar reynslu, sem þegar hafði fengizt við brimvörnina, var álitið nægjanlegt að fara með grjótgarðinn upp í kóta 9,5 (þ. e. 4,5 m yfir þekju) og klæða hann utan með 3,5 m þykku lagi af flokkuðu grjóti, þar sem yztu steinarnir væru stærri en 5 tonn. Akraneshöfn við verklok árið 1977. Aðalhafnargarður fremst, síðan bátabryggja, ferjubryggja og sementsverk- smiðjubryggja fjærst. Flái garðsins frá — 12 til —4 væri 1:1, frá — 4 til + 5 væri 1:1,5 og frá +5 til + 9,5 væri 1:1,25. Að innanverðu, er hafnargarði sleppir, yrðu sömu fláar og að utan, en kápa þynnri og steinar smærri. Á árinu 1977 verður það ljóst í líkantilraunum af Akraneshöfn, að til að ná settu marki gagnvart skipahreyfingum innan hafnar þarf grjótgarðurinn að ná 120 m fram fyrir sjálfan hafnargarðinn. Merkilegt var það, að lenging umfram þetta, t. d. upp í 200 m, skilaði engum umtalsverðum viðbót- arárangri. Ákveðið var svo í framhaldi af þessu að láta brimgarðinn breyta um stefnu framan beygju hafn- argarðsins um 12°. Við [}etta myndaðist mikilvægt, aukið athafnasvæði fremst á garðinum, og að því er snertir inn- og útsiglingu var þetta mun heppilegra. SVEITARSTJORNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.