Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.02.1982, Side 22

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1982, Side 22
Grjótvinnslan viö Berjadalsá í maí 1976 var opnuð ný grjótnáma við Berjadalsá ! 3 km fjarlægð frá höfninni. Ýtt var moldarflagi ofan af klöpp, skurður grafinn meðfram klappar- hrygg til framræslu út í Berjadalsá, vegur lagður að námu og borið í plan til flokkunar grjóts vegna byrjunarþrengsla í námu. Borun hófst 24. mai og lauk 20. júlí. Akstur kjarna hófst 20. júní og lauk 5. ágúst. Milligrjóti og stóru f grjótnámu vlð Berjadalsá í um það bll 3 km fjarlægð frá höfnlnnl. grjóti var síðan lagt út með Manivotockrana Hafna- málastofnunar. Verkinu lauk 22. september sama ár. Tæki í námu voru: JcB—807. Bröyt x-30, hjóla- skófla 966B og borútgerð „Geyte“. Tæki á garði voru: Manivotockrani, jarðýta Td-6 og ýta D-6C. Akstur var með 12 tonna bílum Vörubílastöðvarinnar á Akranesi, mestur fjöldi í senn var 8 bílar. Alls voru 23000 m3 af grjóti fluttir i garðinn, sem gaf 65 m lengingu framan eininga- veggs að beygju. Flokkun í námu gaf eltirfarandi skiptingu: Kjarni 73%, milligrjót 10% og stórt grjót 17%, sem telst vera mjög hagstætt. Kostnaður pr. m3var 1530 kr., þar sem akstur nam 26% verðsins, vinnsla 51%, vinna á garði 7% og annað 16%. Garðurinn lengdur 1977—1978 Árið 1977 var grjótgarðurinn lengdur um 110 m framan beygju. Grjótið var tekið úr sömu námu og 1976. Vinna hófst 15. marz, en lauk 8. október. Véla- og bílaútgerð var sú sama og á árinu 1976, nema í stað Bröyt-vélarinnar kom ný vel, JcB 808. Alls voru fluttir 85000 m3, þar af voru 76% kjarni, 17% milligrjót minna en 5 tonn og 7% stórt grjót. Þetta var ekki eins hagstæð skipting og 1976, en nú þurfti hlutfallslega mun meira af kjarna og milli- grjóti en áður, vegna stefnufrávika garðsins, og að meðaldýpi hans jókst úr — 9 í — 12 svo námuvinnsl- an gekk vel upp. Það vel, að einingaverðið varð 1320 kr/m3 eða 210 kr. lægra en árið áður og það þrátt fyrir verðbólguna. Hér kemur auk þess til, að byrj- unarkostnaður í námu var að baki og að nú var vitað, hvernig bezt var að standa að hverjum verk- þætti. Kostnaðarskipting varð sú, að í akstur fór 35% kostnaðarins, 48% í námuvinnsluna, vinnu á garði 9% og i annað 8%. Árið 1978 var svo haldið áfram með brimgarðinn. Grjótið var tekið sem fyrr úr námu við Berjadalsá. Verkið hófst í lok april og lauk um miðjan september. I námu var sama vélaútgerð og áður, nema nú voru allar vélar, sem notaðar voru, í eigu heimamanna nema borútgerðin, sem var frá Borgarnesi. Utlagningin á garði var einnig unnin með tækjum heimamanna, þ. e. a. s. með 30 tonna krana og JcB beltavélum nr. 807 og 808, en allt eru þetta vélar i eigu fyrirtækisins Skóflunnar á Akranesi, og með jarðýtu D-6C. I grjótgarðinn voru á árinu keyrðir út 44.500 m3, og við það lengdist garðurinn um 69 m. Af þessum 44.500 m3voru 72% kjarni, 18% milligrjót og 10% stórt grjót. Kostnaður pr. m3í garði var 2090 kr., sem skiptist í akstur 37%, vinnslu 43%, vinnu á garði 9% og annað 11%. 1 garðinn vantaði í verklok 1400 m3af flokkuðu grjóti, þar sem garðurinn var ekki fullfrá- genginn að ofan, til þess að auðveldar og ódýrara yrði að brjóta sig fram eftir hionum næsta ár til lengingar. SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.