Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.02.1982, Blaðsíða 26

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1982, Blaðsíða 26
meira dýpi en 6 m er með grjótpramma. Þó má geta þess, að fram til 1979 hefur okkur tekizt að ná réttu formi fláa með því að nýta tilfallandi sjólög, sem komu á framkvæmdatímanum og að nota dína- mítpylsur til að sprengja fláann fram. Kostnaður við akstur á grjóti er verulegur hluti heildarkostnaðar, og vaxandi, eftir því sem fjarlægð námu vex. Því væri mikill ávinningur að geta flutt grjótið með stórum sérhæfðum grjótflutningabílum. En hér kemur á móti heimamannasjónarmið gagn- vart þeim bílaflota, sem fyrir er á stöðunum. Út- lagning yztu kápuklæðningarinnar með steinum á 20 Flokkuöu grjóti raðaö í kápu og krónu á árinu 1981. bilinu 6—12 tonn er erfið, fáist ekki til þess stórir kranar með vökvadrifinni slökun. Steinar vilja ann- ars brotna við útlagninguna. Manivotockrani Hafnamálastofnunar er stór og mikill, en hann vantar allan útbúnað til góðrár slökunar. Annað, sem hefur mikil áhrif á útlagninguna, eru grjóttengurnar, en þær eru efnismiklar og þungar (3—5 tonn) og hafa þar af leiðandi mikil áhrif á útlagningarfjarlægð kranans. Nauðsynlegt er, að hannaðar og smíðaðar verði léttari grjóttangir eða það, sem enn betra væri, að þróuð yrði upp aðferð til að setja út stóra steina án grjóttanga. Við þetta fæst verulega stærri útlagningarradíus, steinar brotna síður við útlagninguna, þeir leggjast betur í kápuna og stjórnun upphleðslunnar verður auðveldari og hnitmiðaðri. Eg er þess fullviss, að lausn finnst á þessu; það vantar aðeins tíma og peninga til að þróa hana. Einnig má geta þess í framhaldi af þessu, að nauð- synlegt er að þróa heppilegri aðferðir til að kljúfa stóra steina. Það hefur oft verið sárt að sjá t. d. 20 tonna stein brotna í marga smáa við sprengingu. Augljóst er, að grjót verður í vaxandi mæli notað við hinar ýmsu lausnir hafnarframkvæmda, enda hefur það nú þegar ýtt til hliðar hefðbundnum steinsteypukerjalausnum síðustu 50 ára. Því er nauðsynlegt, að svigrúm fáist til að þróa nýjar og bættar aðferðir til grjótvinnslu, við flutninga og við grjótútlagningu í garða. Tími til þessara hluta er yfirleitt ekki fyrir hendi í sjálfum verkunum, þar sem þau hefjast yfirleitt of seint og án nokkurs teljandi fyrirvara, og eftir að verk er hafið, er það algerlega háð kapphlaupinu við tíma og kostnað. Ef fullnýta á dýran tækjakost, má hvergi slá af, svo ekki myndist flöskuhálsar í vinnu- keðjunni, enda er dagskostnaður oft á bilinu 50.000-60.000 kr. Enginn skal þó taka orð mín þannig, að engin þróun hafi verið. Miklar framfarir hafa orðið t. d. við boranir og sprengingar á undanförnum árum og það miklar, að einingaverð á grjóti hefur hækkað verulega minna en verðlagsvísitölur. Einhver kann að spyrja: Er ekki óhagkvæmt að skipa framkvæmdum á svo mörg ár? Hér á Akranesi hefur verið unnið í 6 ár við sama grjótgarðinn, þannig að hann hefur lengst ár hvert í samræmi við fjárfestingu. Þetta er í sjálfu sér hárrétt, sérstaklega vegna þess, að vinnubrögð og verkaðferðir eru í megin- dráttum þær sömu ár hvert. Kostnaður hækkar vegna þess, að brúa þarf svo oft milli verkbyrjana og verkloka; aukakostnaður verður vegna tækjaflutn- inga, færni og þjálfun nýtist ekki eins vel og um sam- fellt verk væri að ræða, og margt annað kemur til. Þarna er komið að einu aðalmeini hafnar- gerðar á íslandi. Fjármagn til hafnargerða er alltof lítið ár hvert, og því er dreift alltof mikið hverju sinni. Til frekari undirstrikana á þessu get ég nefnt, að dýpkunarskipið nýja, Grettir, afkastamikið dýpkunarskip, sem unun er að sjá vinna, er það dýrt, að fjárveitingar til hinna ýmsu hafna landsins standa vart undir lengri en 2 —3 vikna viðskiptum. Mikill tími og kostnaður fer því í flutning milli staða, auk þess sem skipið er verkefnalaust hluta ársins vegna skorts á framkvæmdafé, þrátt fyrir að ekki skorti verkefni. SVEITARSTJÓRNARMAL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.