Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.02.1982, Síða 28

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1982, Síða 28
Grjótvarnargarðurinn, myndin er tekin í ágúst 1981. Á henni má sjá hvar tjón urðu á hafnargarðinum 16. febrúar 1981, þ. e. a. s. skarð í garðinn miðjan otan beygju og efsti hluti krónu horfinn á um það bil 55 m löngum kafla á garðsenda. Það var þrennt, sem gerir sjólagið sérstakt: Það var fjara, mikil vindalda lagðist saman við undir- öldu. Alda varð mjög kröpp. En það voru aftur á móti öldurnpr, sem öll gliman stóð um til að skapa næga kyrrð innan hafnarinnar. Margt annað tengist þessu og að sjálfsögðu garð- urinn sjálfur og uppbygging hans. Ymislegt bendir t. d. til, að upphafsstaðir tjóna á aðalhafnargarði framan einingaveggs séu verkasamskeytin milli ára. Hér kemur til keilulaga lagskipting milli ára, mis- munandi þjöppunar- og sigástand. Sé hér rétt getið til, er hér komin enn ein röksemd gegn því að búta verk niður í marga áfanga. Eitt er þó víst, að garður á 12 m dýpi hleypur ekki burt, þótt hann skaðist eða umformist. Náttúran sér um, ef þörf krefur, að breyta honum í styrkari átt. Það er mikið fjárhagslegt atriði, að garðar séu ekki miklu sterkari en þeir þurfa að vera. Réttlætanlegt er því að hanna garða djarflega í fyrstu, ef fyrirsjáan- legt umfang skemmda verður takmarkað og aðstaða verður til að bæta og laga þær skemmdir. Það hannar enginn skip svo sterk, að þau geti ekki skemmzt; til þess yrðu þau alltof dýr og burðarvana. I ljósi reynslunnar frá sl. vetri þurfum við að taka þversnið garðsins á ný til athugunar til að finna, hvaða endurbætur eru nauðsynlegar. Ég tel, að of dýrt verði án athugana að endurbæta allan garðinn i líkingu við það, sem við höfum nú gert með garð- endann, enda hefur hann sérstöðu, hvað snertir álag og aðstöðu til lagfæringar. HAFNALÖGIN í ENDURSKOÐUN Samgönguráðherra skipaði snemma árs 1981 fimm manna nefnd til þess að endurskoða hafnalögin, sem eru númer 45 árið 1973. 1 nefnd- inni eru Ólafur Steinar Valdimars- son, skrifstofustjóri í samgönguráðu- neytinu, sem er formaður; Aðalsteinn Júlíusson, hafnamálastjóri; Alexand- er Stefánsson, alþingismaður; Geir Gunnarsson, formaður fjárveitinga- nefndar Alþingis og Gunnar B. Guð- mundsson, formaður Hafnasam- bands sveitarfélaga, samkvæmt til- nefningu stjórnar Hafnasambands- ins. Á 12. ársfundi Hafnasambandsins 23. og 24. október sl. kynnti Ólafur Steinar Valdimarsson þær hug- myndir, sem uppi væru i endur- skoðunarnefndinni varðandi breyt- ingar á lögunum, eins og fram kemur í frásögn frá fundinum. Jafnframt óskaði hann eftir ábendingum fundarmanna og annarra sveitar- stjórnarmanna um breytingar á lögunum. Slikar ábendingar skulu sendast formanni nefndarinnar í samgönguráðuneytinu, Arnarhvoli. UMSOKNIR UM GJALDSKRÁR- BREYTINGAR Hafnasamband sveitarfélaga hefur skrifað hafnarstjórnum bréf, þar sem þær eru hvattar til að sækja um 19% hækkun á gjaldskrám hafna frá og með 1. febrúar 1982. Er þá miðað við 12% hækkun á verðlagi frá seinustu hækkun til 1. febrúar 1982 og þau 7%, sem talið var á fundinum, að gjald- skrárhækkanir hafi dregizt aftur úr verðlagsbreytingum á árinu 1980. SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.