Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.02.1982, Blaðsíða 31

Sveitarstjórnarmál - 01.02.1982, Blaðsíða 31
Mönnum hefur lengi verið ljóst, að hönnun brimvarnargarða væri ábótavant, einkum þeim görðum, sem öldur brotna beint á. Menn gerðu sér grein fyrir því, að ekki væri nægjanlega tekið tillit til samspils ölduhæða og öldulengda. Fyrir nokkrum árum var farið að kanna samspil fláa garðs og hlutfallsins milli ölduhæða og öldulengda með svokallaðri IRIBARREN-tölu: ST ðOUGLEIKI STEINA Síðan hefur þekking manna á straumfræðinni við og í garðinum aukizt til muna. A síðastliðnum fjórum árum hefur orðið gífurlegt tjón á brimvarnargörðum víða um heim. Hluti af þessum tjónum hefur skýrzt með aukinni þekkingu. Þetta hefur leitt til þess, að nú er verið að endurskoða hönnun brimvarnargarða og hugmyndir um nýjar leiðir í hönnun settar fram. í stuttu máli byggjast þessar hugmyndir á því, að fyrrnefnd IRIBARREN-tala gefur ákveðnar hug- myndir um, hvernig öldur brotna á garðinum, hvaða öldur valda mestu álagi á hlifðarkápu, hvaða öldur eru hættulegastar fyrir stöðugleika garðsins og marga fleiri þætti. Á grundvelli þessara upplýsinga þarf að prófa ákveðið öldumunstur, m. a. samspil langra og stuttra aldna og ólaga og finna líkindin fyrir því, að slík öldumunstur lendi á garðinum. Þetta samspil langra aldna og stuttra aldna og einkum ólaga eða undiröldu og vindöldu er verið að kanna víða, t. d. í Noregi, Hollandi og á Spáni, en þeim athugunum er hvergi nærri lokið. Þetta er sér- staklega mikilvægt fyrir hafnargerð á Islandi, því hér er vindalda samfara undiröldu algengt sjólag. Hönnunarforsendur brim- varnargarösins á Akranesi Til að geta hannað grjótgarðinn og sagt fyrir um ölduhreyfingu í höfninni er þekking á sjólagi eitt af grundvallaratriðum jafnframt því sem steinastærð í kápu og lögun garðs varð að fara eftir aðstæðum i grjótnámi. Til að afla gagna um sjólagið við Akraneshöfn voru annars vegar gerðar beinar öldumælingar og hins vegar ölduspá, byggð á öldusveigjureikningum og mælingum á vindhraða; auk þess voru sjávarföll mæld og gerð spá um hæstu flóð. Þessi gagnasöfnun fór fram á árunum 1975 til 1977. Stöðugleikatilraun af garðinum var gerð haustið 1976, en líkantilraunum af ölduhreyfingu í höfninni lauk í marz 1978. Þessum rannsóknum eru gerð skil í skýrslu Hafnamálastofnunar ríkisins frá april 1978, „Akraneshöfn, skýrsla um gagnasöfnun og líkantil- raunir“. Helztu niðurstöður gagnasöfnunar voru eftirfar- andi: 1. Sjávarföll. Meðalstórstraumsflóð mældist 4.14 m Meðalsmástraumsfjara mældist 0.17 m. 2. Hæstu flóð. Liklegustu hæstu flóð á Akranesi eru 4.75 m á þriggja til fjögurra ára fresti og 5.2 m á fimmtíu ára fresti. 3. Öldusveigja. Samkvæmt öldusveigjuútreikningum má reikna með því, að hæð 9, 11, 15 sekúndna öldu við enda brimvarnargarðs, þar sem hún er hæst, sé um 17%, 14% og 13% af hæð öldunnar úti. Við mælidufl reyndist 11 og 15 sekúndna alda vera 22% af hæð öldunnar úti á rúmsjó utan Faxaflóa. öldusveigja vindöldu er háð áttum og sveiflu- tíma, og reyndist hæð öldu við garðsenda vera 50% til 90% af hæð öldunnar utan Krossvíkur, það er 5 til 8 sekúndna öldu. 4. Öldumælingar utan hafnar. Öldumælidufl var staðsett 500 m suður af höfn- inni. Mælitímabilin voru tvö: 2. janúar til 13. SVEITARSTJÖRNARMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.